Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 34
28
Andinn frá Worms og örlög hans.
IÐUNN
mesiu ógöngur. Má þar einkum fil nefna, þegar hann
gefur samþykki sitt til þess, að einn af þjóðhöfðingjun-
um þýzku, sem aðhyltist siðbót hans, gengi að eiga tvær
konur. Lúther sannfærist um, að slíkt væri hvergi bannað
í ritningunni, en hins vegar höfðu hinir heilögu forfeður
Israels átt fleiri konur en eina. Og fyrir það eitt leiddist
Lúther til að gefa samþykki sitt til glæpsamlegs athæfis.
I annan stað varð þessi bókstafstrú Lúthers tilfinnanleg,
þegar þeir ætluðu að bræða saman siðbót sína, siðbót-
armaðurinn Zwingli og hann. Samkomulag þeirra strand-
aði einkum á því, að þeir litu ekki báðir á sama veg á
kvöldmáltíðarsakramentið. Þegar þeim var stefnt saman
til að ræða það deiluatriði, þá segir sagan, að Lúther
hafi skrifað fyrir framan sig orðin: »Þetta er minn lík-
ami«, og undirstrikað orðið er, til þess að því gæti hann
ekki gleymt, að svo langt mætti hann ekki fara frá bók-
staf orðanna, að hann gengi inn á samkomulag með
Zwingli, meðan hann hélt því fram, að í kvöldmáltíðinni
ætti brauðið og vínið að tákna líkama Krists og blóð.
En hins vegar verður Lúther fyrstur manna til að
gagnrýna biblíuna. Og hann gengur þar svo langt, að
hann fer niðrandi orðum um sum rit hennar og telur
þau ókristileg og varar við lífsskoðun þeirra.
En hann tekur þessi réttindi til að gagnrýna að eins
fyrir sjálfan sig. Hann verður að henda frá sér því, sem
ekki samræmist trúarsannfæringu hans, þótt í biblíunni
standi það. Sannfæring hans er of heit og trúarreynsla
hans of mikil til þess að hann geti annað. En hann
setur aldrei fram neina almenna kröfu um það, að
kristnum mönnum séu lögð þessi réttindi í skaut. Það
lítur svo út, að hann hafi ekki brotið þessi efni svo til
mergjar, að hann geti bygt upp nýja lífsskoðun og trú-
arheimspeki, þar sem grundvöllurinn er skoðanafrelsi