Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Qupperneq 35
IDUNN
Andinn frá Worms og örlög hans.
29
einsfaklingsins og skyldur hans við röddu samvizku
sinnar. Þegar hann er að leggja grundvöll að kirkju
sinni, þá er hann mjög frjálslyndur. Hann gefur út guðs-
þjónustuform í anda hinnar nýju stefnu. En í formála
tekur hann það skýrt fram, að enginn megi skilja þetta
svo, að hér sé verið að setja fram lögboðið messuform.
Þetta var að eins tillaga frá honum, sem hann gaf söfn-
uðum sínum til að styðjast við. Hann áleit það að miklu
leyíi einkamál hvers safnaðar, hvaða form hann veldi
guðsþjónustum sínum. Lúther var óeiginleg öll ramma-
gerð um trúarlíf manna. Hann slær engu föstu, sem
hægt er að benda á sem haft á skoðanafrelsi manna.
Hann er ekkert við nýjar játningar riðinn, að undan-
skildu því, sem hann lagði til játningar þeirrar, sem lögð
var fram fyrir ríkisþingið í Agsborg (Agsborgarjátningin).
En þess ber að gæta, að þótt sú játning sé talin laga-
lega bindandi með ýmsum lúterskum kirkjum, þá var
hún ekki samin í þeim tilgangi, heldur sem vörn fyrir
hinum nýja sið og til þess að skýra hann fyrir and-
stæðingunum.
A það ber að líta, að meðan Lúthers nýtur við, þá
er starfsemi stefnu hans aðallega út á við. — Hún er
fólgin í baráttu við hina katólsku kirkju og hið róm-
verska keisaravald, sem í Karli keisara fimta sýndi sig
hið fjandsamlegasta hinni nýju siðbót. Það er ekki fyrri
en nokkru eftir daga Lúthers, að fylgjendum hans gefst
tími til að sinna málum sínum inn á við og marka stefnu
kirkjudeildarinnar með ákveðinni stefnuskrá.
En um leið og á því starfi er byrjað, þá kemur það
á daginn, að ekkert er til þess gert að slá upp skjald-
borg til varnar skoðanafrelsi og tryggja einstaklingnum
það, að hann fái þjónað guði sínum, svo sem samvizka
hans býður honum. Nýja kirkjudeildin er reist á hinum