Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 43
IÐUNN Andinn frá Worms og örlög hans. 37 sig knúða til að leita að öðrum nýrri. Þá hafa menn fundið málminn þann, sem af leggur bjarmann, sem hvílir yfir orðum Lúthers. Margur kvartar yfir því, að erfitt sé að grafa eftir honum og vinna úr honum og álasa kirkjunni, að hún hefir ekki varðveitt gömlu goðin. Þó er það reynsla margra, að djúp nautn sé við þá iðju bundin. Og margur vonar, að sú komi tíðin innan skamms, að augu mannanna opnist fyrir því, að það er eitt af dýrustu hnossunum í lífi mannanna, að menn þurfi sjálfir að brjóta til mergjar andleg viðfangsefni sín, búa sér sjálfur sína lífsskoðun í smáu og stóru úr efni- við þeim, sem fyrir höndum er, — vera því viðbúinn að ryðja burt því, sem vaxandi þroski og nýjar upp- götvanir leiða í ljós að ekki á við og leita að öðru nýju. En þótt sú reyndin yrði á, að einhver næsta kyn- slóðin væri svo værukær, að hún þreyttist á þeirri iðju og slægi því föstu, hvernig heimurinn liti út og hverjar hugmyndir menn skyldu gera sér um lífið og lögmál þess, þá skyldi maður þó setja von sína á það, að enn yrði mönnum starsýnt á bjarmann, sem leggur upp af orðunum, sem töluð voru í Worms. Þá mætti svo fara, að einhver yrði svo hugaður og þrekmikill, að hann tæki að rannsaka, upp af hverju þann bjarma legði og kunngerði síðan kynslóð sinni, að þar væri málmur sá í jörðu fólginn, sem mannlífið mætti ógjarnan án vera. A þann hátt mættu þau sannast hin spámannlegu orð skáldsins okkar, sem flestum öðrum fremur fann lífs- nautn sína í því, að vera altaf að leita og finna: Og Lúthers efldur andi shal aldrei dauðann sjá, en lýsa þjóð og landi sem leiftur himni frá. (M. Joch.). Gunnar Benediktsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.