Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 44
IÐUNN Konungssonurinn Hamingjusami. Eftir Oscar W/iIde (1856—1900). Á súlu mikilli, er gnæfði hátt yfir borgina, stóð Iíkneski Konungssonarins Hamingjusama. Hann var allur loga- gyltur; í stað augna voru tveir skínandi safírsteinar og í meðalkaflanum á sverði hans skein í stóran rúbín. »Hann er alveg eins og engill!« sagði hópur fátækra barna, þegar þau komu út úr einni höfuðkirkjunni. »Hvernig vitið þið það?« sagði kennari þeirra í stærð- fræði, »þið hafið aldrei engil séð«. — »Já, en við höfum séð engla í draumi«, svöruðu börnin, og kennarinn í stærðfræði hleypti brúnum, því að honum gazt ekki að því, að börn væri að dreyma. Kvöld eitt var lítil Svala á flugi yfir borginni. Vinir hennar — hinar svölurnar — voru farnar fyrir sex vik- um til Egyptalands, en hún hafði dvalist eftir, því að hún hafði fengið ást á forkunnar fögrum Reyr. — »Það er skringileg vinátta að tarna«, kvökuðu hinar svölurnar. »Hann er bláfátækur og ættingjarnir alt of margir«, og, satt að segja, var áin full af reyr. En eftir að vinir Svölunnar litlu voru farnir, fanst henni hún vera ein- mana, og fór að þreytast á elskhuga sínum (Reyrnum). — »Það er ekki hægt að toga orð út úr honum og hrædd er eg um, að hann sé ekki við eina fjölina feldur, hann er altaf að dekra við goluna«. Og ekki var hægt að neita því, að hvert sinn sem golan hreyfði sig, hneigði Reyrinn sig afar prúðmannlega. — »Þú hefir verið að leika með tilfinningar mínar«, hrópaði hún; »eg er á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.