Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 54
48 Ljósið í ldettunum. IÐUNN ekki við tilmælum draummanns eða draumkonu. En Guðbjörg hafði ekkert sagt, að eins litið á hann þess- um biðjandi augum. Húnljótur, það var í rauninni allra myndarlegasta nafn; hann hafði haft orð á því við kaffi- borðið á Heiði, og þá glaðnaði mjög yfir móður drengs- ins. Henni hafði einmitt þótt nafnið fallegt, ekkert annað. En hún kom sér ómögulega að því að segja prestinum frá því. »Amma, hvað varstu að gera við steininn?« spurði Ljótur litli og horfði með ákefð á ömmu sína. »Það var nú lítið«. »En hvað var það, amma?«, spurði hann og lét sér ekki nægja. »Eg gerði krossmark yfir hann«, svaraði gamla konan loks, viðkvæmnislega. »Til hvers gerðir þú krossmark?« »Æ, þú skilur það ekki, barn«. »Atti þá steinninn einhvern tíma bágt — lifa steinar stundum — geta þeir þá fundið <il?« Ljótur trítlaði við hliðina á ömmu sinni upp á götubakkanum og ætlaði að gleypa hana með dökkum augunum. »Steinninn — nei, barnið mitt, steinninn átti ekkert bágt, steinar lifa ekki eins og dýr og finna víst ekkert til — en mennirnir voru svo miskunnarlausir að grafa hér vesaling, sem rataði í ólán; þess vegna gerði eg krossmark yfir steininn. Nú er enginn grafinn utangarðs lengur, en farðu aldrei svo hjá dys eða steini yfir saka- manni, Ljótur minn, að þú biðjir ekki guð að náða þann, sem þar var lagður«. »En hvað — hvað hafði hann gert þessi, sem steinn- inn er yfir?«

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.