Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 55

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 55
íðunn Ljósið í Idettunum. 49 »Það er ekki fyrir börn að heyra, en hann var misk- unnarþurfi — eins og allir menn«. Ljótur spurði nú ekki meira. Þau voru líka komin heim undir tún og hann vissi, af reynslu, að þá var úti um álfasögur og sagnir. Amma þurfti svo mörgu að sinna. En ef hún gekk til grasa varð ætíð svo létt yfir henni og þá var hún vís til þess að segja einhverja fallega sögu, þó að vorlagi væri. En nú voru þau komin heim. Húnljótur litli var að reyna enn þá einu sinni hvort að liann myndi ekkert eftir mömmu. Helga og Eyja og Begga mundu allar eftir henni. Honum fanst það svo sárt að hafa ekkert til að segja, þegar þær voru að hvíslast á um það, sem þær mundu; um hár og enni og augu mömmu; um það, hvernig hún hefði klætt þær °9 gefið þeim að borða, kyst þær á kvöldin og hvíslað uersunum í eyru þeirra. Engu af þessu óraði hann fyrir ekki heldur veikindum hennar eða dánardegi; en um það töluðu systur hans aldrei, svo að hann heyrði; þær töluðu víst alls ekki um það. Rökkrið færðist yfir. Ljótur litli sat kyr upp á borð- inu undir stofuglugganum og dáðist að því, hve fagur- hláar rúðurnar voru. Nú kom amma inn. »Ertu þarna einn, Ljótur minn?« »]á«. »Komdu til ömmu!« Ljótur lét ekki segja sér það tvisvar. Amma settist á rumið og drengurinn hjá. Prjónarnir tóku að hvísla og f<vaka sín á milli; það var hið venjulegn undirspil við sögur og þulur. »Amma, er það. satt, að það sé ljós í Lambaklett- nnum?« •Bunn XI. 4

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.