Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 57
IDUNN Ljósið í klettunum. 51 »Já, já; vertu nú stiltur, svo að þú fáir að heyra alla söguna«. Og Ljótur litli var stiitur. \Jið fossinn í Straumá sat sextán ára drengur; ófríð- ur, dökkeygður og dökkhærður. Hann laut áfram og vissi hvorki í þennan heim né annan. Vatnið fleygðist fram af hamrinum, ólgaði, hnyklaðist og ruddist áfram, ofan gljúfrin. Feikna kraftar brutust um þarna milli svartra hamranna. Og í huga drengsins ólguðu stríðir straumar og leit- uðu farvegar. En þeir fundu ekki leið, eins og áin, sem þaut sigri hrósandi til sævar. Húnljót langaði út í heim, burt úr heiðarbygðinni. Amma var dáin. Síðan var eins og enginn skildi háa, svarteygða drenginn, sem gekk þar um, eins og álfur í niannheimi. Hann var líkur móður sinni og ömmu; og þær höfðu báðar verið kallaðar undarlegar. Húnljótur fann það sama anda umhverfis sig, hvar sem hann fór. Og hann langaði burtu. Þetta var um vor. Sumarið, sem fór í hönd, átti að le9gja veg yfir heiðina. Það var vandi, því víða voru Sil og gljúfur. Ungur verkfræðingur dvaldi sumarlangt á Prestssetrinu og stjórnaði vegagerðinni. Með honum fór Húnljótur út í lönd, um haustið. Inst í þröngum firði, luktum svörtum hamrahlíðum, lá lítið þorp. Haustmyrkrið huldi það. Alt var hljótt, nema laekurinn, sem steyptist fossandi ofan fjallið, fram á milli húsanna. Það var kyrt í sjóinn og undarlega fáförult ú landi. Ef einhver hefði komið lengra að, mundi hann hafa undrast þessa þögn. Hvernig átti hann að vita, að inni

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.