Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 59

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 59
IÐUNN Jólaminning. Eg ætlaði að segja ykkur helgisögu. En sú helgisaga er nú gleymd og eg segi ykkur að eins frá þeirri jóla- minningu, sem mér er hugstæðust. En þrátt fyrir það, þótt mér sé þessi minning sérstaklega hugstæð, er nú svo komið, að eg get ekki gert mér þess fulla grein, hvað er eiginleg minning og hvað er skáldskapur sjálfs mín, sem um minninguna hefir ofist. Ef til vill er þó hægt að segja enn þá réttara frá þessu svona: Af því að þessi minning hefir orðið mér sérstaklega hugstæð, get eg nú ekki lengur til hlítar greint á milli þess sem var og þess, sem eg hefi um það hugsað og mig hefir um það dreymt. Og þó er þetta ekkert æfintýri á venju- legan hátt. Um jólin 1919 dvaldi eg í Sigtúnum í Svíþjóð. ]ólin voru haldin mjög hátíðleg þar. Vfir hátíðarhaldinu hvíldi dulræn fegurð og trúarlegur innileiki. A jólanóttina var eg einkagestur skólastjórans í Sigtúnum, Manfreds Björk- quists, og það var mér bæði ánægja og upphefð. En nú er þetta alt komið inn í rökkur fyrnskunnar. Eg man það, en mér finst það koma mér svo undur lítið við. En frá þessum jólum er þó ein minning, sem eg virki- lega á, minning, sem mér finst vera bjartara um með hverju ári sem líður. Og þó man eg ekki við hvaða dag þessi minning er bundin. Eg man að eins, að það var einhvern dag jóla 1919. Nálægt 10 km. veg frá Sigtúnum er gamall herra- Qarður, sem heitir Vengarn. Nú er þar uppeldisstofnun fyrir unga glæpamenn, börn og ungmenni, sem hafa

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.