Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 62
6 Jólaminning. IÐUNN íma, og þá hjálp hafði hann fengið, sem hann óskaði eftir. Myndirnar hafði hann gert flestar eða allar, en þær voru allar gamlar, nema Kristsmyndin. Hún hafði komið þarna upp fyrst á þessum jólum. Leiðsögumaður okkar lét þess getið, að þeir leiðtogarnir þarna í Ven- garn gerðu sér miklar vonir um piltinn, sem þetta hefði gert, — jafnvel þær vonir, að hann ætti eftir að endur- skapa sænska list. Eg man, hve það lýsti af leiðsögumann- num, þegar hann var að segia okkur frá þessu. Þó fékk hitt meira á mig, að eg fann, að eg var að horfa á þann dýrðlegasta sigur, sem eg hafði nokkru sinni séð unninn. Hér voru öll mörk svo glögg. Hver jól, sem eg hefi lifað síðan, hefir þessi minning raknað upp fyrir mér. Þetta er líka eina jólaminningin, sem eg á og mér þykir verulega mikils um vert. Ein- hvern tíma á hverjum jólum finst mér eg vera að horfa á Kristsmyndina í hátíðasalnum í Vengarn, og við hlið mér stendur lokkbjartur sveinn, sem er í þann veginn að verða fullorðinn maður. í svip hans er barnsleg og auðmjúk sigurgleði. Að baki á hann þunga og myrka fortíð, þrungna raunum og vonlítilli baráttu. En nú hvessir hann í fyrsta sinn hiklaust og sigurviss sjónir á framtíðinni, sem við honum blasir í dularfullum, yndis- legum tíbrárljóma. Einu sinni fanst mér eg sjá fortíð og framtíð þessa sveins með skýrum dráttum í leiftursýn. Og á þeim sömu jólum og það varð, reyndi eg að segja nemendum mín- um frá því í einskonar helgisögu. Síðar þenna vetur lét eg nemendur mína lýsa jólum í stíl. Einn þeirra lýsti einmitt þessum jólum. Hann hafði ekki glöggvað sig á því, að eg hafði verið að segja nýja sögu. Hann taldi hana sögu, sem hann hafði oft heyrt áður, en hefði verið sögð í þetta sinn með nýjum hætti. Og eg félst á

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.