Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 71

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 71
IÐUNN Georg Drandes. 65 var heróp hans. Og nú vóg hann að mörgum erfða- sannindum með vopnum frjálsrar rannsóknar. Það sýndi sig brátt, að hér var á ferðinni ungur garpur — maður, sem taka varð alvarlega. Og það sem verra var: hér var að verki byltingamaður, sem hætta stafaði af. Víðtæk þekking, frábær rökfimi og ritsnild, nístandi spott, eitruð kaldhæðni er því var að skifta, — þetta voru bitur vopn og hættuleg, og það kom í ljós að Brandes átti þau öll í fórum sínum. Von var að þeir hrykkju upp með andfælum, smápáfarnir, varðmenn and- legrar menningar í Danmörku, þeir, er setið höfðu hver á sínum haug og dottað yfir heimspeki, skáldskap og guðfræði. Það leið heldur ekki á löngu að andúðin risi eins og brotsjóir gegn uppreistarmanninum. Eldri kyn- slóðinni þótti sem hann hæddi og svívirti alt það, sem henni var heilagt og varð honum andsnúin meðan henni entist aldur. Ungu mennirnir sumir áttuðu sig þó fljót- lega og fylktu sér undir merki hans. Mörgum þeirra urðu fyrirlestrar og bækur Brandesar það lausnarorð, er þeir höfðu þráð og beðið eftir. Skiljanlegt er það, að gömlu mönnunum yrði gramt í geði og andúðin sterk frá þeirra hálfu. Þessi ungi glanni eirði engu. Hann réðist á flest það, sem áður hafði verið dýrkað og í heiðri haft. Danskar bókmentir 19. aldar urðu að sæta hörðum dómum. Prestum og prelát- um bar hann enga virðíngu fyrir; síður en svo. Kenn- ingar kirkjunnar tók hann sér fyrir hendur að gagnrýna á ýmsa lund. Hann gerðist jafnvel svo firna djarfur að ráðast á sjálfa þjóðernistilfinninguna. Heimsborgarar áttu menn að vera; ef þjóðernistilfinningin var því til fyrir- stöðu, átti hún engan rétt á sér. 011 bönd vildi hann slíta, þessi fífldjarfi og ófyrirleitni angurgapi; hvers konar þvingun og ófrelsi, í hverri mynd sem var, stefndi hann löunn XI. 5

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.