Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Qupperneq 74
68
Georg Brandes.
IÐUNN
ávalt síðan hneigðist hugur hans að þess kyns viðfangs-
efnum. Hann varð hinn snjalli skýrandi snildarverkanna
og æfisöguhöfundur afburðamanna á ýmsum sviðum list-
arinnar. Smátt og smátt sendi hann út á markaðinn
mikil verk um ýms stórmenni heimsins: Holberg, Shake-
speare, Ibsen, Goethe, Voltaire, ]ulius Cæsar og Michel
Angelo. Fyrir nokkrum árum kvisaðist það, að Brandes
hefði í smíðum bók um Albert Thorvaldsen, en því miður
hefir honum líklega ekki enzt aldur fil að Ijúka við hana.
Þá er Brandcs hvarf heim aftur úr útlegðinni, árið
1883, var ástandið í Danmörku að ýmsu leyti orðið breytt
honum í hag. Andrúmsloftið var léttara en verið hafði,
hinn andlegi sjónhringur víðari. Það er segin saga, að
vakningarstarf hans sjálfs átti ekki minstan þátt í þeirri
breytingu. Isinn var brotinn; verstu erfiðleikaárin um
garð gengin. Brandes hafði eignast söfnuð. Tákn um
viðurkenning á starfi hans bárust nú víðs vegar að, —
þó ef til vill síðast og dræmast frá hans eigin þjóð. En
einnig Danir urðu að fylgja straumnum og viðurkenna
mikilleik hans.
En nú tekur breyting sú í hugsunarhætti og skoðun-
um, er um undanfarin ár hafði verið að grafa um sig í
sái hans, að koma æ greinilegar í ljós. Aður hafði hann
gert þá kröfu til skáldskapar og lista, að þau tæki til
meðferðar viðfangsefni tímans, að þau beittu sér fyrir
hugsjónum oa hefðu ákveðna stefnu. Nú tók hann að
aðhyllast frekar hið listræna viðhorf: listin listarinnar
vegna, listin alfrjáls og sjálfri sér nóg. I stjórnmálaskoð-
unum hafði hann verið eindreginn lýðvaldssinni. Nú var
hann orðinn vantrúaður á að frelsi mannanna væri bezt
borgið með þeim hætti. Nú var hann »aristokrat« og
hallaðist frekar að stjórn höfðingjanna, hinna vitru og
sterku. A sviði félagsmála hafði hann fylgt hagrænum