Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Síða 83
IDUNN
Georg Drandes.
77
á, en allir þó verið að búa sig undir. Oft hafði verið
rætt um þessa styrjöld, er koma myndi; margir höfðu
spáð hraklega. En fáir eða engir þessara spámanna
dirfðust þó að trúa á sínar eigin spár. Svo fjarlægur
var þessi möguleiki heilbrigðri skynsemi, svo langt fyrir
neðan mannlegt og menningarlegt velsæmi, að menn
neituðu að trúa á hann. En nú var þetta óhugsanlega
og ómögulega fram komið sem áþreifanleg staðreynd.
Veröldin var skyndilega orðin brjáluð. Stóru vargarnir
rifust og bitust; smárakkarnir lögðu niður skottin og
hlupu í felur.
Skelfingin, sem greip menn í bili, stóð þó ekki lengi.
Mennirnir eru meistarar í því, að laga sig eftir aðstæð-
unum. Innan skamms var brjálæðið orðið »normalt«
ástand. í hlutlausu löndunum gekk hver til síns akurs
eða sinnar kaupsýslu, sem blómgaðist betur en nokkru
sinni fyr. Heilbrigðri skynsemi var stunginn svefnþorn.
Velsæmistilfinningin dó drotni sínum. Glamuryrðin fyltu
Joftið eins og mývargur á heitum sumardegi. Eins og
hér væri nokkur ástæða til að skammast sín fyrir hönd
menningarinnar eða mannkynsins! Þvert á móti! Styrjöldin
var réttmæt; þetta var stríð réttlætis gegn rangsleitni,
stríð gegn harðstjórn og kúgun, stríð fyrir frelsi og
sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna, stríð gegn styrjaldaandan-
um þýzka, stríð í þágu friðarins o. s. frv.
Og þjóðirnar voru dregnar í dilka — á svipaðan hátt
og sagt er að gert verði á dómsdegi: sauðirnir til hægri,
hafrarnir til vinstri. Þessi skifting var einkar handhæg
°9 átti miklum vinsældum að fagna.
Hvar voru þeir, meðan þessu fór fram — höfðingj-
arnir í ríki andans, leiðtogarnir, sem talað gátu af mynd-
ugleik? Hvar voru vísindamennirnir, prestarnir, skáldin,
^ennararnir, spámennirnir? Létu þeir ginnast af lygun-