Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Page 85
idunn
Georg Brandes.
19
heldur aldrei í felur með það, að persónuleg viðurkenn-
ing var honum gleðiefni. Nú átti hann kost á viður-
kenningu og veraldarfrægð í ríkum mæli. Nú gat þann
gengið á mála og hlotið höfðingleg laun.
Georg Brandes gekk ekki á mála. Hann valdi sér alt
aðra leið: leiðina þá, að segja sannleikann — blákaldan
og óþveginn — eins og hann þekti hann bezt, án
hliðsjónar á hvað kæmi sér vel eða illa. Hann kom
sér út úr húsi hjá bæði sauðum og höfrum. Hann var
stangaður frá báðum hliðum. Gömul smánaryrði voru
grafin upp og notuð gegn honum á ný. Hann ávann sér
hundruð nýrra fjandmanna. Hann misti kæra vini. Til
eins af þessum gömlu vinum — Georges Clemenceau —
skrifar hann meðal annars:
»Eg ætla að trúa yður fyrir því, að eg hefi mjög háar
hugmyndir um köllun rithöfundarins. Sé hann ekki vígður
prestur sannleikans, á hann ekki annað skilið en að
honum sé kastað á skarnhauginn. Hann má ekki kaupa
sér lýðhylli stéttar eða þjóðar — heldur ekki sinnar
eigin — með því að bregðast hugsjónum sínum, hversu
óvinsælar sem þær kunna að vera. Hann má ekki telja
sjálfum sér eða öðrum trú um að þessar hugsjónir séu
komnar í framkvæmd, þegar aðeins bjarmar af þeim í
fjarska. Það er ekki köllun rithöfundarins að tala í tíma
03 ótíma til þess, að minna fólk á að hann sé til. Það
er ekki hlutverk hans að klappa lof í lófa, mótmæla,
votta samhrygð sína við hvert tækifæri, einnig þá er
hann veit, að orð hans eru áhrifalaus og enga þýð-
ingu hafa.
Hann á að þegja þar, sem þögn er gull. Og þegar
hann talar, á hann að segja einfaldan sannleikann, —
Þann sannleika, sem druknar í þvaðrinu á friðartímum
en fallbyssudunurnar yfirgnæfa í ófriði*.