Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 92

Iðunn : nýr flokkur - 01.03.1927, Side 92
86 Ritsjá. IÐUNN skipa það, svo í væri sómi landi og lýð. Engar getur skulu að því Ieiddar, hversu veglegt sæti jóhannesi muni hlotnast, er frarn líða stundir. Hins vegar tel eg það engum tvímælum bundið, að hann þegar hafi áunnið sér sóma-sess meðal skáldanna með þessari einu bók. Eftir aldamófin síðustu bólar nokkuð á nýjum straumum í ljóð- Iislinni. Þessá hreyfingu, sem annars er all-sundurleit, má kalla „nýja rómantík". Þeir, sem hreyfingu þessari fylgja, yrkja allmjög á aðra Iund en skáld þau, sem tekin eru að eldast. Vrkja þeir einatt urn sig sjálfa, sitt andlega volæði og óhamingju. Þeir sjá fátt nema sig sjálfa, rétt eins og þeir væri kjarni tilverunnar. Oft er erfitt að sjá, um hvað skáldin yrkja. Ekki spara þau prent- svertuna til þankastrika og upphrópunarmerkja. Þá hefir sá ósiður fylgt þessari stefnu, að fella stundum niður hljóðstaf eða stuðul. En illa færi, ef þetta séreinkenni íslenzkra ljóða legðist niður. Þótt jjóhannes dragi nokkuð dám af „nýju rómantíkinni", þá hnýtur hann ekki um ásteitingarsteina hennar. Flest kvæði hans eru ljóðræn („lyrisk"). Nokkur þeirra eru öðrum þræði söguleg („episk"). Af þeim fyrnefndu vil eg einkum nefna: „Þegar alt grét“, „Oamla konan“, „Að starfi", „Heima“ og „Gandreiðin". — I kvæðinu „Gömlu konunni" skygnist höf. inn í sálarlíf gamallar konu og finnur þar dýra fjársjóðu fólgna: Hin gamla göfuga kona varð gyðja í augum mínum, og andlitið, hrukkótt af elli, varð unglegt í hreinleik sínum. —• En reynslan var auðsæ á öllu og oft hafði ’ún verið dýr: Hvert hár var hrímgrátt á litinn, hver hrukka djúp og skýr. Er rökkrið brá skuggum á skjáinn og skrjáfaði golan í þökum og eldurinn snarkaði á arni á ylríkum síðkveldavökum, — þá áttum við sóldrauma saman um sumurin heiðríkjublá. — Þær mættust þar, æskan og ellin í einni og sömu þrá.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.