Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 8
TETRA tengir marga
Stikla ehf. er fjarskiptafyrirtæki sem stofnað Landsvirkjun að setja upp og reka TETRA kerfi,
var af Landsvirkjun, Landssímanum hf. og e.t.v. í samvinnu við aðra aðila. Viðræður fóru síð-
TölvuMyndum hf. í því skyni að setja upp og an fram milli nokkurra fjarskipta- og tæknifyrir-
reka TETRA farstöðvakerfi á íslandi. Aðdragand- tækja hérlendis um málið, sem lauk með því sam-
ann að stofnun Stiklu má rekja til úttektar sem starfi sem tókst milli áðurnefndra þriggja fyrir-
Landsvirkjun fékk erlent ráðgjafafyrirtæki til að tækja. í fyrstu hét félagið TlUet ehf., en að kröfu
gera á fjarskiptakerfi sínu fyrri hluta árs 1999 og erlends fyrirtækis, sem átti vörumerkisrétt á því
helstu framtíðarmöguleikum þess. í skýrslu ráð- nafni, var fallið frá notkun þess og nafninu breytt í
gjafanna var m.a. lagt til að fýsilegt gæti verið fyrir Stikla ehf.
Stefán Jónasson, markaðs- og sölustjóri, Hjálmar Árnason, tækni-
rekstarstjóri og Gunnar Sigurðsson, rekstarstjóri Stiklu.
Markhóparnir eru fyrirtæki, stofnanir, uiðbragðsaðilar og einstak-
lingar sem þörf hafa fyrir talstöðua- eða farsímasamskipti á landsvísu.
Hóptal í TETRA TETRA er skammstöfun fyrir
TErrestrial Trunked RAdio og er nafn á staðli sem er gefinn út af
ETSI, evrópsku staðlastofnuninni í fjarskiptum," segir Guðmundur
Gunnarsson, framkvæmdastjóri Stiklu. „Staðallinn hefur verið sam-
þykktur af Evrópuþjóðum sem fjarskiptastaðall fyrir stafræn tal- og
gagnaflutningssamskipti. Þar sem TETRA er opinn staðall eiga tæki
og búnaður sem framleidd eru samkvæmt staðlinum að vera not-
hæf innan þeirra TETRA kerfa sem uppfylla kröfur staðalsins. Þarna
er um að ræða svipaða hluti og gilda í GSM-kerfum, enda er nokk-
ur skyldleiki milli staðlanna, þótt TETRA staðallinn sé mun flóknari.
Með TETRA-þjónustunni geta menn haft samskipti sín á milli í eins
konar hóptali, þ.e. með „einn-á-marga“ samtali eins og í eldri tal-
stöðvum. Munurinn er hins vegar sá, að nú
skiptir landfræðileg staðsetning ekki eins
miklu máli því TETRA kerfið sér um að tengja
rétta notendur saman óháð staðsetningu.
Þannig geta starfsmenn fyrirtækis, óháð
staðsetningu á landinu, verið í beinum sam-
skiptum sín á milli í eigin hóp innan kerfisins;
eina skilyrðið er að TETRA-þjónusta okkar sé
til staðar. Til viðbótar þessu er hægt að
hringja úr TETRA tækjum og í þau, og síðast
en ekki síst; þar sem TETRA er stafrænt,
rétt eins og GSM, hentar það afar vel til hvers konar sendinga
boða, bæði milli tölva og með textasendingum."
Nokia valið „í febrúar í fyrra var undirritaður samning-
ur okkar við Nokia í Finnlandi um kaup og afhendingu á fyrsta áfanga
kerfisins, sem var TETRA-miðstöð og 21 móðurstöð auk uppsetn-
ingar og annarrar þjónustu,” segir Guðmundur. „Það var gert eftir
að óskað hafði verið tilboða frá fjórum framleiðendum TETRA-bún-
aðar. Nokia hefur verið fremst í flokki í þróun TETRA undanfarin ár
og það var samdóma álit okkar og ráðgjafa okkar að velja búnað frá
því fyrirtæki. Uppsetning þessa áfanga hófst í apríl á síðasta ári og
var kerfið komið í rekstur í júníbyrjun. Þvi má segja að formlegur
rekstur hafi hafist í febrúar í fyrra, með því
að starfsmenn voru sendir í ítarlega þjálfun
til Finnlands, sem er forsenda þess að geta
rekið vel svo flókið kerfi sem TETRA er. í lok
síðasta árs keyptum við siðan 20 móður-
stöðvar í viðbót sem við erum að Ijúka upp-
setningu á þessa dagana."
Helstu viðskiptavinit'
Markhópamir eru fyrirtæki, stofnanir, við-
bragðsaðilar og einstaklingar sem þörf hafa
Stikla ehf. • Fllíðasmára 11
Sími: 545 5700 ■ Fax: 545 5709
www.tetra.is ■ stikla@tetra.is
8
AUGLÝSINGAKYNNING