Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Síða 21

Frjáls verslun - 01.04.2001, Síða 21
EFNAHAGSMÁL GENGI KRÓNUNNAR ára. Hins vegar má halda því fram að grunnurinn að góðærinu hafi m.a. verið lagður fyrir um sjö árum með því að lækka skattpró- sentuna á hagnað fyrirtækja og leggja umdeilt aðstöðugjald niður. Lægri skattprósenta leiðir þannig til aukinna umsviia og aukinnar skattabyrði í krónum talið. Núna eru komnar fram hugmyndir um að lækka skatta á hagnað fyrirtækja úr 30% niður í 15% til að blása nýju lífi í innlent atvinnulíf og laða að erlent ijármagn. Henda krónunni - taka upp evru? Margir telja hins vegar að henda þurfi krónunni og taka upp evru til að koma á meiri stöð- ugleika á Islandi og „bæta rekstarumhverfið" þannig að vandi út- flutningsfyrirtækja verði ekki áfram leystur bara með því að krukka í krónuna. Astæða þess að fleiri nefiia evru en bandaríkja- dal varðandi nýjan gjaldmiðil hérlendis er sú að tveir þriðju alls útflutnings okkar fer til ríkja Evrópusambandsins og svipað hlut- fall innflutnings kemur frá þeim. Eðlilegra þykir því að líta til Evr- ópu en vestur um haf. I fróðlegri grein, sem Gauti B. Eggertsson hagfræðingur skrifaði í Fijálsa verslun fyrir rúmum tveimur árum, nefndi hann helstu kosti þess og galla að taka upp evru sem gjaldmiðil Islendinga. Kostir OfJ gallar evru Að mati Gauta eru helstu kostirnir við að taka upp evru þessir: Lægri viðskiptakostnaður vegna gjaldeyris- viðskipta. Vaxtalækkun - til að vextir færðust nær því sem gerist í Evrópu. Aukin erlend flárfesting - þar sem óvissa í gengismál- um og óstöðugleiki hamla erlendri flárflárfestingu. Aukin sam- keppni í ljósi auðveldari verðsamanburðar á milli landa. Aukinn stöðugleiki á peningamarkaði til að verðbólga þróist í nánari takt við það sem gerist innan Evrópu. Aukin viðskipti við útlönd ef evran verður sameiginleg mynt í Evrópu. Helstu ókostir þess að taka upp evru eru: Færri stjórntæki stjórnvalda til að hjálpa út- flutningsatvinnuvegunum, m.a. vegna aflabrests og ytri skella, en 1. Viðskiptahalli hefur verið fimm ár í röð og uppsafnaður, (halli þessa árs meðtalinn), nemur hann núna um 230 milljörðum. 2. Vextir eru 5 til 6 prósentustigum hærri á íslandi en í ná- grannalöndunum. Það táknar mikið vantraust á krónuna og kemur sömuleiðis fram sem mikill fjármagnskostnaður hjá fyrirtækjum. 3. Fjárfestar flýja utan með hluta af fjármagni sínu og hafa á örfáum árum komið sér upp yfir 186 milljarða króna auð- legð í erlendum verðbréfum á meðan erlendir fjárfestar fúlsa nánast við ísiandi og eiga aðeins um 7 milljarða í ís- lenskum verðbréfum. Gengisfall: Fé flyst frá almenningi til fyrirtækja Þegargengi krón- unnar hrapar og því er gusað út í verðlagið, án þess að launþeg- ar og samtök þeirra missi þolinmæðina og krefjist hærri launa, flyst í raun fé frá almenningi til fyrirtækja. Lækkun gengis krón- unnar rýrir kjör almennings vegna minni kaupmáttar flægri raunlauna) en bætir hag útflutnings- og samkeppnisfyrirtækja. Fyrirtækin í landinu standa - í heildina séð - betur á eftir, og al- menningur óbeint, því að atvinna styrkist og fleiri eygja von um vinnu. En nóta bene; á lægri raunlaunum. Þetta er hin almenna formúla. Ljóst er að „víxlverkun kaupgjalds og verðlags“, orðalag sem flestir Islendingar yfir þrítugt ólust upp við, hleypir öllu í bál og brand og skrúfar upp óðaverðbólgu þannig að bæði fólk og fyrirtæki eru verr sett á eftir. Almenningur ekki síst vegna þess að skuldir heimila eru miklu meiri en áður og líka vegna þess að hann er orðinn virkur hlutabréfaeigandi í fyrirtækjum landsins og verðbólga dregur úr hagnaði þeirra og lækkar verð bréfanna. Vissulega hljóta allir að spyrja sig hvort góður stjórnandi í fyrirtæki, sem er í miklum viðskiptum við útlönd, geti ekki forðast gengistap með því að láta fjármálastjóra sinn einbeita sér að gerð framvirkra gjaldeyris- samninga til „að tryggja" a.m.k. innkaupaverðið í stórinnkaupum. hlutfall utanríkisviðskipta í íslenska hagkerfinu er um helmingur. Minni möguleikar á að draga úr áhrifum hagsveiflna, en þjóðar- framleiðsla Islendinga sveiflast mun meira en í flestum ríkjum OECD. Mikill hreyfanleiki vinnuafls, en íslendingar bregðast jafnan fljótt við versnandi atvinnuhorfum með því að flytja úr landi og það minnkar aftur þörfina á lækkun raunlauna í kjölfar ytri skella og dregur jafnframt úr kostnaði þess að fórna genginu sem hagstjórnartæki. Mikill sveigjanleiki launa - en stjórnvöld hafa getað beitt genginu til að lækka raunlaun þegar illa árar og látið hagkerfið þannig starfa við fulla atvinnu. íslenskt hagkerfi er óvenju opið íslenskt hagkerfi er óvenju opið - með mikinn innflutning - miðað við mörg önnur lönd. Bandarík- in eru t.d. mjög lokað hagkerfi, hlutfall utanríkisviðskipta þar er lágt og innflutningur lltill. Gengishrap krónunnar hefur því miklu meiri áhrif á íslandi en gengisfall bandaríkjadals í Bandaríkjun- um. Þetta kemur fram í þvi að þegar gengi krónunnar hrapar kemur um helmingur þess fram í verðhækkunum innanlands. Gengishrap og verðhækkanir eru því samtvinnaðar. Þegar þær vbdverkanir eru komnar af stað geta spekúlantar svo sem dund- að sér við að spyija hvort komi á undan, eggið eða hænan. Hvort gengi krónunnar falli vegna aukinnar verðbólgu eða hvort aukin verðbólga leiði til gengisfalls. Phillips-grafið: Samband atvinnuleysis og verðbólgu Stóra spurn- ingin á vinnumarkaði hefur ætíð verið hvers vegna launþegar eigi að sýna þolinmæði gagnvart verðhækkunum og „hleypa þeim ekki út í launahækkanir" á meðan fyrirtæki verði bókstaflega „að hleypa þeim út í verðlagið“, eins og það er jafnan orðað. Rökin eru þau að betra sé fyrir fólk að hafa vinnu á lægri raunlaunum en að búa við atvinnuleysi sem er óhjákvæmileg afleiðing launahækk- ana sem fram eru knúnar vegna verðbólgu en ekki aukinnar ffarn- leiðni. Samband atvinnuleysis og verðbólgu er raunar mikil stúdía í hagfræðinni og þar hefúr svonefnt Phillips-graf verið notað til út- skýringar. Phillips var Nýsjálendingur sem bjó í Bretlandi lengst af starfsævi sinnar og lést árið 1975,64 ára að aldri. I upphafi sýndi grafið sambandið á milli atvinnuleysis og vinnulauna, þannig setti Phillips það fram, og skýrist þá af almennum markaðslögmálum um framboð og eftirspurn vinnuafls, þ.e. hærri laun þýðir að færri hafi vinnu. Síðan var grafinu breytt í sambandið á milli verðbólgu og atvinnuleysi. Það sýnir að við ákveðið atvinnuleysisstig, Ld. 2 eða 4% (stundum nefnt náttúrulegt atvinnuleysi) stígur grafið lóð- rétt, þ.e. aukin efdrspurn eftir vinnuafli hefði engin áhrif á at- vinnustigið heldur aðeins verðbólgu. Á sama hátt er hægt að lesa út úr Phillips-grafinu að litil verðbólga hafi fyrst og fremst áhrif til aukinnar atvinnu þótt það útrými þvi ekki að fullu; alltaf verði ein- hveijir í þjóðfélaginu sem séu án atvinnu. 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.