Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 25

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 25
Magnús Pétursson, framkvæmdastóri Landsþítala-Háskólasjúkrahúss: „Það lágu fyrir álit bœði innlendra og erlendra sérfrœdinga um að skyn- samlegast væri að sameina sþítalana í heild og sér í lagi smáar sérgreinar sem til væru á báðum stöðum. “ lýst hefur verið hafa sumir fyrrverandi yfirmenn sótt um störf- in og jafnframt aðrir sem áður gegndu öðrum störfum hérlend- is eða erlendis. Áður en þessi leið var ákveðin var leitað til Læknafélags íslands, Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjúkrunarráðs og læknaráðs spítalans um álit á því hvernig best jrði staðið að þessum málum. Á meðan beðið er eftir þvi að hæfiiisnefndir skili áliti hefur einum yfirlæknanna verið fal- in forstaða sérgreina eða deilda." En eru það ekki sterk skilaboð til þess sem settur er að hann fái starfið, að hann sé „í náðinni“ hjá yfirstjórn? Einhveij- um kann að þykja að elsti læknir í tiltekinni sérgrein eigi jafn- framt að vera yfirmaður vegna mikillar reynslu og þekkingar. Sú regla er ekki í gildi á spítalanum. Magnús segir það skýrt að starfskrafta fullorðinna lækna og hjúkrunarffæðinga sé svo sannarlega óskað þótt þeir séu ekki nauðsynlega æðstu yfir- menn. Sú stefna var mörkuð að bjóða öllum sem sagt er upp áframhaldandi starf við spítalann eða starfslokasamning. Þvi sé þó oft þannig varið að fullorðnir læknar séu fegnir að draga úr starfsálagi og kjósi að hætta eða færa sig þangað sem álag- ið er minna og fullt tillit sé tekið til þess. „Við höfum reynt að gera þetta í eins mikilli sátt og hægt er,“ segir Magnús. ,Auð- vitað eru ekki allir sáttir við þessa aðferð og hún er engum auð- veld, hvorki þeim sem í hlut eiga né stjórnendum sem vinna að þessu, en okkur þykir þessi leið sanngjörnust." Þar sem ekki verður breyting á starfi deilda eða sérgreina er ekki farið út í uppsagnir eða skipulagsbreytingar að sinni, enda ekki talin ástæða til. „Meginforsendur þess að við viljum sameina deildir og sérgreinar er að þannig eflist sérgreinin faglega og komið er í veg fyrir tvíverknað. Starfsfólk fær þannig tækifæri til að efla sérþekkingu sína og færni. Landið er lítið og tiltölulega fá-

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.