Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Síða 26

Frjáls verslun - 01.04.2001, Síða 26
FORSÍÐUGREIN SflMEINING SJUKRflHUSfl Laun og launatengd gjöld I Vörukaup I Keypt þjónusta I Annar rekstrarkosnaður I Eignakaup Stofnkostnaður Hlutfallsleg skipting rekstrargjalda. mennt og það hlýtur að vera kostur að hafa sérþjálfað starfslið sem kann sitt starf út í hörgul. Sérhæfing er mjög ríkjandi í læknisfræði um þessar mundir.“ um um Háskóla íslands var ákvæði, 38. grein laganna, sem segir til um að prófessor í viðkomandi læknisgrein við HÍ sé, og eigi jafnframt að vera, yfirmaður samsvarandi deilda á sjúkrahúsinu. I lögunum sem samþykkt voru fyrir tveimur árum var þetta ákvæði fellt út og tók breytingin gildi þann 1. maí sl. „Samkvæmt gamla ákvæðinu urðu nokkrir prófessorar sjálfkrafa yfirmenn á spítalanum. Þetta samrýmist illa nútíman- um og nú hefur verið ákveðið hvernig staðið verður að vali sviðsstjóra spítalans. Það þarf að vanda valið á sviðsstjórum, eins og öllum starfsmönnum, því þeir þurfa að búa yfir færni við stjórnun, hafa góða þekkingu á lækningum og ríkan skiln- ing á gildi rannsókna og vísinda. Af minni hálfu hefur alveg leg- ið fyrir að það sé með öllu óeðlilegt að Háskólinn velji yfirmenn á sjúkrahúsinu," segir Magnús. „Það má vel vera að spítalinn velji hlutaðeigandi háskólakennara til þess að gegna sviðs- stjórastarfi eða öðrum stjórnunarstörfum en það þarf þá að gerast á forsendum spítalans." - Hvað með það sem kallast „samkeppni" á milli deilda eða sjúkrahúsa? Sumir telja að það skipti meginmáli að fólk getí borið saman þjónustuna og einnig að starfsfólkið finni fyrir samanburði. Hefur þetta ekki gildi? „Þetta er mjög gilt sjónarmið," svarar Magnús. „Hitt þarf þó að hafa í huga að um áraraðir hefur verið erfitt að bera saman starfsemi sjúkrahúsanna í Reykjavík. Oft var þetta reynt, bæði út frá kostnaði og afköstum. Yfirleitt voru niðurstöðurnar vé- fengdar vegna sérstöðu hvors spítala, Landspítalans og Sjúkrahúss Reykjavíkur, eða að upplýsingar voru einfaldlega ekki nægjanlega áreiðanlegar til þess að draga fram óyggjandi niðurstöður. Það sjónarmið varð hins vegar ofan á að eina leið- in til þess að efla sérhæfingu, og þannig faglega stöðu læknis- þjónustunnar, væri að sameina sérgreinarnar.“ A því er nú vax- andi skilningur á Landspítala-Háskólasjúkrahúsi að saman- burð við samsvarandi stofnanir þurfi að gera. „Eg tel það afar gagnlegt fyrir okkur að bera saman árangur af starfi okkar, bæði faglegu og rekstarlegu, við háskólasjúkrahús erlendis," segir Magnús. 38. greinin felld Út Við sameiningu spítalanna tveggja var ákveðið að skilgreina Háskólasjúkrahúsið að nýju. Mikill ijöldi nemenda Háskólans og annarra skóla stunda þar nám og þjálfun. Lætur nærri að 450-500 nemar séu þar að störfum. Um þetta er m.a. ijallað í nýgerðum samningi milli Háskóla Islands og Landspítala-Háskólasjúkrahúss, sem undirritaður var 10. maí sl. Sá þáttur samningsins sem nú liggur fyrir tekur þó að- allega til sameiginlegrar stjórnunar á vissum málum. Að hinu leytinu er tekin skýr af- staða til þess að hvor stofnun fari með for- ræði á skipulagi og rekstri. í gömlum lög- FERÐASKRIFSTOFA ÍSLANDS RAÐSTEFNUDEILD Sími: 585 4300 • Fax: 585 4390 conferences@icelandtravel.is www.ferdaskrifstofa.is - Er hætta á að með þessu sé verið að kippa fótunum undan vísinda- og rannsóknarstarfi sem hefur verið mjög áberandi og mikið innan Landspítala-Háskólasjúkrahúss? „F^rrir ári skrifuðu háskólarektor og forstjóri spítalans undir viljayfirlýsingu þess efnis að reynt yrði að skilgreina samstarf og skyldur háskólans og spítalans vegna þess hve samvinna þeirra er mikil. A spítalanum var búin til staða framkvæmda- stjóra kennslu og fræða og er hans hlutverk fyrst og fremst að sinna málum sem varða kennslu og fræðastarf innan spítalans og utan. Þetta er liður í því að efla spítalann sem háskólasjúkra- hús. Hér er um gríðarlega veigamikið starf að ræða sem er enn í mótun. En þáttur í þessu er vitanlega nýgerður samningur milli Háskólans og spítalans um samskipti sín.“ - Er hætta á að úr vísinda- og rannsóknarstarfimi dragi með þvi sem nú er verið að gera? Er verið að setja miðsfyringu á þetta starf? „Því fer víðs Jjarri. Það er skylda stjórnvalda og stjórnenda spít- alans að hvetja til lifandi rannsóknar- og vísindastarfs," segir Magnús. „Þetta er spítalinn að gera með ýmsum hætti. Hér nefndi ég að í samstarfi við Háskóla Islands er verið að móta stefnu um höfunda- og hugverkarétt til hagsbóta fyrir starfs- menn og stofnanir, nýlega var stofnað Vísindaráð spítalans og búinn til Vísindasjóður spítalans sem áformar að styrkja rann- sóknarverkefni með 30 m.kr. á fyrsta ári. Umfangsmikið sam- starf er við einkafyrirtæki, einkum Islenska erfðagreiningu og Urði, Verðandi, Skuld sem hefur mikla þýðingu fyrir rannsókn- arstarf á spítalanum. Þá er nauðsynlegt að skýrt sé kveðið á um hvernig fara skuli með ijármuni sem þessu starfi tengjast. Inni á spítalanum eru starfsmenn að vinna að enn öðrum verk- efnum í samstarfi við innlenda eða erlenda aðila. Þetta er gott og lýsir viðhorfi spítalans til starfsins. Eins og margir þekkja þá eru það rannsóknir og vísindastörf í læknisfræði og jarðfræði sem við erum hvað þekktust fyrir og er það vel.“ SU Sú stefna var mörkuð að bjóða öllum, sem sagt yrði upp, áframhaldandi starf við spítalann eða starfsloka- samning. „Við höfum reynt að gera þetta í eins mikilli sátt og hægt er. Auðvitað eru ekki allir sáttir.“ 26
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.