Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 34

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 34
enault Laguna II, sem komist hefur í fremstu röð varðandi tækni- og aukabún- að, er kominn til íslands! Með þessum bíl má segja að stigið sé stórt framfaraskref inn í 21. öldina enda hefur hann alls staðar hlotið góðar viðtökur. Bíilinn er gangsettur með lykil- korti sem stýrir tæknibúnaði bílsins og hefur að geyma ýmsar upplýsingar um hann. Ótal aðrar nýjungar eru í bílnum; átta loftpúðar auka öryggi við árekstur, búnaður, sem keyrir pedala niður í gólfið við harðan árekstur, minnkar hættu á alvarlegum fótameiðslum og margt fleira má nefna. Renault Laguna II er búinn ABS-hemlunarkerfi, nýju bremsukerfi sem styttir hemlunarvegalengd verulega og ESP-stöðugleikastýringu. Við gangsetningu sér ökumaðurinn t.d. loftþrýsting í dekkjum og gefur viðvörunarkerfi bílsins frá sér merki ef loftþrýstingurinn breytist meðan á akstri stendur. í þessum bíl er vel hugað að öryggi og þægindum ökumanns og farþega. Þannig auð- velda t.d. Xenon framlugtir og blinduvörn í speglum akstur í myrkri. Tveir bílbeltastrekkj- arar eru í ökumannssæti og í aftursætum eru festingar fyrir barnastóla. Renault Laguna II braut blað þegar hann varð nýlega fyrsti bíllinn til að fá fimm stjörnur í öryggisprófunum hjá Euro-Ncap, sjálfstæðum prófunaraðila í Evrópu. Mikið hefur verið lagt upp úr hljóðein- angrun í Renault Laguna II. RENAULT LAGUNAII

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.