Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 44
Fjöldi fjárfesta og bankamanna mœttu á fundinn á Hótel Borg.
Feðginin Jóhannes Jónsson í Bónus og dóttir hans, Kristín, framkvæmdastjóri Gaums, fjár-
festingarfélags Bónus-Jjölskyldunnar, á morgunverðarfundinum á Hótel Borg. Jóhannes hefur
dregið sig úr daglegu amstri og stjórnar Baugi núna meira úr fjarlœgð, sem einn helsti eig-
andi fyrirtœkisins - og maðurinn sem tendraði eldana fyrir þrettán árum og hóf œvintýrið
ásamt fjölskyldu sinni í lítilli skonsu við Skútuvoginn.
Verður Baugur skráður erlendis? í ljósi breyttra aðstæðna hjá
Baugi íhuga forráðamenn félagsins nú að skrá félagið á erlend-
um hlutabréfamörkuðum og stendur valið á milli New York,
London og Stokkhólms. Fróðlegt verður að sjá hvernig það
tekst til. Jón Ásgeir og félagar meta stöðuna þannig að íslenski
hlutabréfamarkaðurinn sé of lítill til frambúðar og sömuleiðis
útheimti það skráningu erlendis þegar stærsti hluti hagnaðar-
ins verður til þar.
Hvaða þekkingu færa þeir inn í Arcadia?
Auðvitað er áhættan veruleg í útrás
Baugs, eins og í öllum svona viðskiptum.
Vogun vinnur - vogun tapar. Stóra spurn-
ingin, sem flestir í viðskiptalífinu spyrja
sig, er hvaða þekkingu og reynslu lykil-
stjórnendur og eigendur Baugs hafi fram
að færa inn í Arcadia Group og Bonus
Stores Incorp. í Bandaríkjunum. Hvað
hafa þeir Baugsmenn að gefa inn í þessar
samsteypur sem ijárfestar erlendis virð-
ast ekki hafa búið yfir? Það er, og verður
alltaf, erfitt að stýra stórum fyrirtækjum
erlendis frá íslandi. Vissulega má ekki
horfa fram hjá því að veruleg reynsla og
viðskiptatengsl á alþjóðlegum vettvangi
eru nú fyrir hendi innan Baugs - bæði í
rekstri verslana og í fjárfestingum. Sömu-
leiðis eru ekki nema tólf ár síðan þeir
feðgar, Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir,
stofnuðu Bónus í lítilli skonsu við Skútuvoginn. Sú skonsa er
núna orðin alþjóðafyrirtækið Baugur. Þeir feðgar hafa því
reynslu í kaupmennsku og hernaðaráætlunum, reynslu af því
að færa út kvíarnar. Sjálfur lítur Jón Ásgeir á fjárfestingar
Baugs í Arcadia Group og Bonus Stores Inc. sem langtímafjár-
festingar sem eiga - einar og sér - að standa undir sér og skila
Baugi arði. Hann segir að Baugur hafi lagt fram tillögur að
nánara samstarfi við stjórnendur Arcadia og sem stærsti hlut-
hafi í Arcadia skapist tækifæri að enn nánara samstarfi í upp-
byggingu á vörumerkjum Arcadia erlendis.
BAUGSVELDIÐ ÞENST ÚT
Þeir voru mættir frá Arcadia Group á fundinn. Frá vinstri: Charles
Wilson, Nigel Hall fjármálastjóri og Stuart Rose forstjóri.
Markaðsverðmæti Arcadia hefur hækkað Ýmislegt bendir til
að Baugur hafi þegar hagnast á kaupunum í Arcadia. Hlutur
Baugs í Arcadia, 20,1%, sem keyptur var fyrir um 10,3 milljarða
króna, (en meðalkaupverð bréfanna var 1,65 pund á hlut), er
núna að markaðsverðmæti um 14 milljarðar miðað við gengi
bréfa Arcadia Group á London Stock Exchange. Gengi bréfa
félagsins hækkaði um 40% í kjölfar birtingar milliuppgjörs hinn
5. apríl sl. Verð bréfa á hlutabréfamörkuðum er hins vegar
hverfult eins og Ijárfestar um allan heim hafa komist að undan-
farið ár. En þessi byijun lofar hins vegar góðu.
Morgunfundurinn á Hótel Borg Fimmtudaginn 17. maí sl. var
haldinn athyglisverður morgunfundur Kaupþings og Baugs
með íslenskum ijárfestum á Hótel Borg þar sem m.a. Stuart
Rose, forstjóri Arcadia Group, mætti til leiks til að útskýra
stöðu og áætlanir Arcadia Group. Hann telur fyrirtækið eiga
„mikið inni“ og hægt verði að hagræða í rekstri sem og
grynnka á skuldum á næstu misserum. Eigið fé fyrirtækisins
er um 54 milljarðar íslenskra króna og gert er ráð fyrir að
hagnaður þess verði um 6 milljarðar króna fyrir skatta á yfir-
standandi rekstrarári sem lýkur 30. ágúst nk. Arcadia Group er
næststærsti seljandi tískufatnaðar í Bretlandi og er með versl-
anir víðar í Evrópu. Félagið rekur 1.800 verslanir og 600 svo-
kallaðar „store in store“ verslanir og eru TopShop, Burton,
Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins á meðal þekktustu
vörumerkja félagsins.
Keppinautar Bill’s Dollar Store vestanhafs Á fyrrnefndum
morgunverðarfundi á Hótel Borg kom fram hjá Jóni Ásgeiri að
44