Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 54
STJÓRNUN VINSÆLDflKÖNNUN VR
Stjórnendur hafa ekki rétta
mynd af viðhorfum starfs-
manna sinna og virðast því vera
í nokkurs konar fílabeinsturni. Mér
frnnst þetta styðja niðurstöðurnar úr
launakönnuninni í vetur um launa-
mun kynjanna. Það er ekki meðvituð
ákvörðun hjá stjórnendum að greiða
mismunandi laun eftir kynferði held-
ur er vinnuframlag kynjanna mis-
munandi metið. Þeir virðast ekki
hafa nægilega góða yfirsýn yfir sinn
eigin rekstur. Þeir þurfa ef til vill að
bæta upplýsingaöflun í fýrirtækinu,
Stjórnendur fyrirtœkja hér á landi
eru ekki jafn góðir stjórnendur og í
raun minni leiötogar en þeir halda.
Stefnumótun, ákvarðanataka og há
laun draga ekki úr starfsöryggi
þeirra eins og tíðkast erlendis.
Fremur þvert á móti.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
koma sér upp einhvers konar mæli-
kvarða og mæla staðreyndir í stað þess að notast eingöngu
við tilfinninguna því að hún virðist vera í þá veru að allt sé
miklu betra sem snýr að þeim sjálfum og þeirra stjórnunar-
háttum en starfsmennirnir telja. Stjórnendurnir virðast því
vera svolítið sjálfumglaðir," segir Gunnar Páll Pálsson, hag-
fræðingur hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur, VR.
VR lét nýlega vinna fyrir sig könnun á Fyrirtæki ársins og
er það í fimmta sinn sem könnunin fer fram hér á landi. Hún
er unnin að bandarískri fýrirmynd en í Bandaríkjunum kem-
ur út á hverju ári bókin „100 bestu vinnustaðir Bandaríkj-
anna“ sem byggir á víðtækri úttekt meðal starfsmanna fjöl-
margra vinnustaða. Hér á landi var könnunin unnin af Félags-
vísindastofnun og var hún fýrst og fremst gerð meðal félags-
manna VR. í flokki stærri fýrirtækja bar IMG þekkingarsköp-
un hf. sigur úr býtum, P. Samúelsson hf. lenti í öðru sæti og
Kaupþing hf. í þriðja sæti. I flokki minni fýrirtækja varð Tand-
Almennir starfsmenn
ur hf. hlutskarpasta fýrirtækið, annað
árið í röð, þétt á eftir kom Reykja-
garður hf. og loks Daníel Olafsson
ehf. Hugmyndafræðin að baki Fyrir-
tæki ársins er sú að
mannlegi þátturinn
ráði úrslitum um
það hvaða fyrir-
tæki skari fram úr í
samkeppni.
Stolt og starfsandi
I könnuninni
voru þátttak-
endur spurðir
um viðhorf sín til vinnunnar, stjórnun-
ar í sínu fyrirtæki og starfsaðstöðu.
Sérstaklega var spurt um traust, stolt
og starfsanda. Traustið skiptist í trú-
verðugleika, virðingu, launakjör og
vinnuskilyrði en allt tengist þetta inn-
byrðis. Trúverðugleiki er mikilvægur
til að skapa traust á vinnustað, gagn-
kvæm virðing ríkir innan vinnustaðarins ef
traust er fyrir hendi, launakjör verða að ein-
kennast af sanngirni og það sama gildir um öll
vinnuskilyrði. Hverjum starfsmanni er nauðsynlegt
að vera stoltur af starfi sínu til þess að honum líði vel
í vinnunni og að hann sinni starfi sínu samviskulega.
Góður starfsandi er mikilvægur á hverjum vinnustað og
þar er líklegt að vinátta sé ríkjandi. Allt skilar þetta sér marg-
falt til baka því að starfsmenn eru tryggari fyrirtækjum sem
bjóða upp á gott starfsumhverfi þar sem þeir eru metnir að
verðleikum og komið er til móts við þá.
Mat almennra starfsmanna á sjálfum sér,
starfi sínu og vinnustað
Þeir eru almennt ánægðir með starf sitt.
Þeim líður vel á vinnustað.
Þeir eru léttlyndir, jafnlyndir, liprir og yfirvegaðir í starfi.
Þeir eru stoltir af starfi og vinnustað og sýna metnað í
starfi.
Margir þeirra eru óánægðir með launakjör.
Þeir telja að boðleiðirnar megi bæta og auka frelsi til
ákvarðanatöku.
Þeir eru ánægðir með umbyrðarlyndi gagnvart einkalífi.
Þeir eru ánægðir með sveigjanleika í starfi.
Líður vel á Vinnustað Niðurstöður könnunarinnar voru al-
mennt mjög jákvæðar og kom í rauninni hvergi fram mikil óá-
nægja nema þá helst hvað launakjörin varðaði. Má segja að
félagsmönnum VR líði almennt vel í vinnunni og að þeir hafi
mjög jákvæð viðhorf til starfsins, fyrirtækis síns og annarra
kringumstæðna á vinnumarkaði. Könnunin sýnir þó áberandi
mun hvað launakjörin varðaði því að stjórnendur eru mjög
sáttir við launakjör sín en almennir starfsmenn eru í mörgum
tilfellum mjög óánægðir.
„Fólki virðist líða mjög vel á vinnustað sínum. Eg lít svo á
að könnunin sýni aðeins blæbrigðamun milli viðhorfa stjórn-
enda og almennra starfsmanna og þar sem munurinn er
mestur felist sóknarfæri fyrir stjórnendur. Þeir geta náð betri
árangri, hver í sínu fyrirtæki, með því að bæta úr þeim veik-
leika sem könnunin sýnir, t.d. hvað varðar starfsanda á vinnu-
stað. Með því að afla sér betri og hlutlausari upplýsinga um
54