Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 65

Frjáls verslun - 01.04.2001, Blaðsíða 65
Launakerfi HÍ vísindum í óhag jón íætur vel af þeim tíma sem hann kenndi við Há- skóla Islands. „Deildin var góð og mönnuð góðu fólki. Það var óvenjumikill áhugi á ffæðistörfum í deildinni og mikil vísindi stunduð. Eg hélt áfram fyrri rannsóknum og fékk góðan stuðning frá Háskólanum ásamt RANNIS og rannsóknarframlagi bankanna til þeirra. Eg var með langar tölvukeyrslur og fékk þann búnað sem þurfti til þess. Að- staðan var því góð - en launin voru lág, alveg absúrd lág,“ hnykkir Jón á. „Launakerfið er vísindum í óhag, allt of mikið hlutfall vinnu- tímans fer í kennslu í eftirvinnu þvi það þurfti að kenna mikið til að hafa mannsæm- andi laun.“ Jón kenndi við Háskólann frá 1991 en síð- an 1996 hefur hann ekki haft fullt starf þar, þótt hann hafi kennt stöku námskeið við HI. En það voru aðallega aðrar ástæður fyrir því að hann fór í burtu „Til að stunda fræðistörf þarftu að hafa aðra í kringum þig, sem eru að gera það sama, einnig ráðstefnur og fyrir- lestra. Þetta er allt hluti af nauðsynlegu rann- sóknaumhverfi. Eg stóð frammi fyrir því að hætta rannsóknum og fara út í að sinna ein- göngu kennslu og ráðgjafastörfum, eða halda áfram í rannsóknum og fara þá út. Það var erfitt að fara því andinn var góður, þótt launakerfið væri rannsóknum í óhag. Eg fór til að geta unnið í alþjóðlegu umhverfi og það er enginn betri staður til þess í minni grein en London.“ London varð þó ekki fyrir valinu fyrst í stað, heldur fór Jón í ársleyfi til Pennsylvan- íu-háskóla í Fíladelfiu. A þeim tíma var kona hans, Sigrún Asa Markúsdóttir, þá fréttamaður hjá Sjónvarpinu, í meistaranámi í alþjóðatengslum við London School of Economics, LSE. Það varð úr að Jón bað um vinnuaðstöðu við LSE, sem reyndist auðsótt mál. Eftír fyrsta mánuðinn varð óljóst hvort lektors- staðan á íslandi yrði framlengd svo Jón fór að leita fyrir sér í London. Við LSE fékk hann fyrst tímabundna stöðu, sem nú er orðin æviráðning. Það er því ekkert fararsnið á Jóni og Sigrún starfar nú við markaðs- og almannatengsl hjá Financial Times. Áhrif á nýjar eiginfjárreglur banka Út frá tækniáhuga hefur áhugi Jóns beinst að fjármálaverkfræði, skilvirkni verðbréfa- markaða og nú síðast hefur athyglin beinst að áhættufjármál- um, bæði innra og ytra eftirliti með áhættu, það er bæði eftírlit með áhættu innan fyrirtækja og svo eftirlit hins opinbera, yfir- valda, hlutafjáreigenda, og annarra hagsmunaaðila. Helsta áhugamál Jóns um þessar mundir er reglur um eig- „En þegar öllu er á botninn hvolft er ekki hægt að kenna neinum einstökum aðila um. Hér fórsaman reynsluleysi, bœði fjölmiðla, banka, almennings ogyfirvalda, semþekktu aðeins uþþsveiflu á markaðnum en ekki samdrátt. “ ið fé banka. Reglurnar eru settar af Bank of International Settlements, BIS, í Basel og eiga að hindra að bankakerfið hrynji þegar áföll ganga yfir. í núverandi reglum er eigið fé vegna skuldaáhættu a.m.k. 8% af áhættugrunni, þar sem lán eru vegin eftir lántakanda meðan eigið fé vegna markaðsá- hættu er ákvarðað með áhættulíkönum. Þessar reglur hafa ver- ið mikið gagnrýndar, t.d. er ekki þörf á að taka frá eigið fé til OECD ríkja, t.d. Mexikó eða Tyrklands, sem almennt þykja áhættusöm, meðan skuldir ábyrgra fyrirtækja með bestu ein- kunn fá 100% vægi. Einnig gefa reglurnar bönkum færi á að stunda „regulatory arbitrage“ í stórum stíl. Það er almenn skoðun meðal yfirvalda og banka að tími sé kominn til að end- urskoða reglurnar og þótt fyrr hefði verið. Nú er BIS að ganga frá nýjum reglum, sem þeir eru nú að kynna og leita þá eftir skoðunum banka og annarra á bráða- birgðatillögum. I lok ársins mun endanlegur reglugerðar- rammi verða kynntur og 2004 eiga reglurnar að taka gildi. verðbréfahruns 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.