Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 75

Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 75
Rafn Rafnsson, framleiðslustjóri hjá Hugsjón. FV-myndir: Geir Ólafsson ur. Ef lag er samið og leikið fyrir auglýsinguna getur það kost- að 200 til 300 þúsund krónur. Að kaupa rétt á erlendu lagi get- ur kostað frá 200 til 600 þúsund krónum. Og þá er eftir að spila lagið inn á band því upphaflegi flutningurinn fylgir ekki með í kaupunum. Sjónvarpsauglýsingar eru ýmist teknar á filmu eða digitalmyndband. Filman gefur meiri möguleika í áferð og út- liti en hún er líka dýrari. „Filman hækkar kostnaðinn um hálfa milljón að jafnaði," segir Rafn. „Framköllun og skönnun fer fram erlendis, aðallega í London og Kaupmannahöfn. Hér áður fýrr þurfti í hvert sinn sem auglýsing var tekin á filmu að hafa samband við fyrirtæki erlendis sem leigði tækin hingað. Þessi tæki eru mjög dýr og ekki á færi íslenskra fyrirtækja að eiga þau, en nú hafa aðstæður breyst svo að kvikmyndafyrirtækin hafa fengið leyfi til að hafa tækin hér á landi og eru þau leigð út. Þetta sparar mikinn tíma og er til þæginda.“ Rafn nefnir, sem dæmi um vandaða auglýsingu sem tekin er á filmu, Húsa- smiðjuauglýsinguna sem talsvert hefur verið ijallað um. Aug- lýsing Happdrættis Háskólans var einnig unnin á filmu sem og auglýsingarnar fyrir American Style og Volkswagen Golf. Smæðin bæði kostur og galli „Sjónvarpsauglýsingar hér eru mun ódýrari í framleiðslu en erlendis og hafa félagar okkar í McCann verið að renna hýru auga til okkar með að framleiða auglýsingar hér á íslandi,“ segir Helgi Helgason hjá Góðu fólki McCann-Erickson. „Nú þegar höfum við greitt götuna með slíkt og á það án efa eftir að aukast í framtíðinni. Það eitt sýnir og sannar að hér er hægt að gera hlutina ódýrari. En það breyt- ir því ekki að á íslenskum markaði er dýrt að gera sjónvarps- auglýsingar eða að minnsta kosti kostar það mikla peninga en það er stigsmunur þar á. Það er sennilega ein ástæðan fýrir því að of fáar sjónvarpsauglýsingar eru gerðar hér á landi miðað við það sem gerist erlendis, auk þess sem fyrirtæki hafa hér að- gang að öðrum afar sterkum auglýsingamiðlum. Smæðin hér er því bæði kostur og galli, eftir því hvernig á það er litið.“ Kostnaður sem kemur til baka „Samt sem áður eru sjón- varpsauglýsingar áhrifamestu auglýsingarnar og í langflest- um tilvikum hafa sjónvarpsauglýsingar skilað viðskiptavin- inum árangri og síðast en ekki síst - borgað sig,“ heldur Helgi áfram. „Við höfum til að mynda gert auglýsingaher- ferð í sjónvarpi sem hafði svo mikil áhrif að hún borgaði sig til baka - með birtingum - á tveimur vikum. Ahrif þessarar herferðar voru enn mikil nokkrum árum síðar. Samt sem áður litu forsvarsmenn fyrirtækisins á þetta sem útlagðan Hér áður fyrr þurfti í hvert sinn sem auglýsing var tekin á filmu að hafa samband við fyrirtæki erlendis sem leigði tækin hingað. Golffrá Heklu ogXY.is eru auglýsingar á verðbilinu frá 2 til 4 milljóna króna. Sjónvarpsauglýsing Nýkaups, 1-2 milljónir. 75

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.