Frjáls verslun - 01.04.2001, Side 91
FYRIRTÆKIN fl NETINU
Gestir eru boðnir velkomnir á forsíðunni.
Möguleikar og tækifœri eru tíunduð.
Upþlýsingar um ýmsa opinbera aðila.
Verkfæri til fjárfestinga
róunarstofa Austurlands er lítil
stofnun, sem fæst við atvinnu-
og byggðaþróun á Austurlandi.
Þróunarstofan rekur flárfestingavef-
inn East-Iceland.is og hefur gert í
nokkra mánuði. Vefurinn er ein-
göngu á ensku og með honum er
Þróunarstofan komin með myndar-
legan upplýsingavef, sem þjónar vel
fjárfestum sem eru áhugasamir um
viðskipti við fyrirtæki á Austurlandi. Markmiðið með vefnum
er einmitt að fræða erlenda aðila um Austurland og þá fyrst
og fremst um atvinnulífið. Gunnar Vignisson, framkvæmda-
stjóri Þróunarstofunnar, segir að einn megintilgangurinn sé
að „fiska hagnýt tengsl og ijármagn. Við markaðssetjum vef-
inn með tilliti til þess að ná til erlendra íjárfesta og fyrirtækja
sem kynnu að hafa áhuga á því að blanda sér í atvinnulífið
hérna með peningum og viðskiptatengslum. Þetta er okkar
verkfæri til þess.“
Viðbrögð úr Ólíkustu áttum Starfsmenn Þróunarstofunnar
hafa fengið talsverð viðbrögð við vefnum úr
ólíkustu áttum og algjörlega óháð landamærum
eins og vera ber á Netinu því að fólk frá ýmsum
löndum Asíu, Miðausturlöndum, Ameríku og
Evrópu hefur verið að senda inn fyrirspurnir.
„Þetta fólk er að spyijast fyrir um möguleika
varðandi viðskipti. I fyrstu fyrirspurnunum,
sem komu, voru menn að forvitnast um það
hvers konar svæði þetta væri, hvernig land Is-
land væri, hvernig viðskiptaumhverfið væri og
mat okkar á Jjárfestingamöguleikum, sóknar-
færum o.s.frv. Það hefur verið spurt talsvert
mikið um fiskiðnað, landbúnað og rekstur
tengdan þeim greinum," segir Gunnar.
Á næstunni er fyrirhugað að koma upp síðu
með fréttum úr austfirsku atvinnulífi og á hún
að vera það sem heldur vefnum „lifandi“, eins
og stundum er sagt. Einnig verður boðið upp á
áskrift að fréttum.
- Almennt hefur gengið erfiðlega hjá
Netfyrirtækjum. Er enginn barlómur i
ykkur?
Gjörbreyting með Netinu „Nei, síður
en svo. Við erum alveg ákveðnir í því
að nýta okkur þessa tækni til hins
ýtrasta. Það er hægt að fullyrða það
og við erum reyndar búin að upplifa
það hérna að Netið með öllum sínum
möguleikum til samskipta og upplýsingamiðlunar umbyltir
gjörsamlega aðstöðu okkar og möguleikum varðandi fram-
þróun, hvort sem er í atvinnulífinu eða í samfélaginu almennt.
Það hefur miklu meiri áhrif á svæðunum úti á landi en í borg-
arsamfélögum. Eitt af því sem hefur haldið niðri framþróun i
gegnum tíðina eru ijarlægðirnar og það upplýsingasvelti sem
við höfum búið við. Áður en tölvupósturinn og Netið komu
var aðgengi að upplýsingum og þekkingu fyrirhafnarmikið,
dýrt og erfitt fyrir fólk á landsbyggðinni. Þess vegna
streymdi hvorki til okkar né frá sú þekking eða reynsla sem
þurfti að vera fyrir hendi til að samfélagið þróaðist á eðlileg-
an og framsækinn hátt,“ svarar Gunnar og
heldur áfram:
„Umhverfið sem við erum að vinna í
hefur gjörbreyst og sama gildir um alla
okkar stöðu og framtíðarmöguleika.
Framundan er endalaust samsafn af mögu-
leikum og tækifærum."
Heildarkostnaður við vefinn er um tvær
milljónir króna og kemur ijármagnið frá
Rarik og Fjárfestingastofunni. East-
Iceland.is-vefurinn hefur verið markaðs-
settur eftir hefðbundnum leiðum. Þróunar-
stofan hefur verið í samstarfi við Fjárfest-
ingastofu Islands, sem rekur íjárfestinga-
vefinn Invest.is. Þá er vefurinn að sjálf-
sögðu skráður á leitarvélar sem opna
þannig dyr út um allan heim. Sjá einnig: In-
vestis, East.is, Austur.is, Afe.is, Atvest.is
og East.is. S3
Upplýsingamiðlunin á Netinu hefurgjör-
bylt aðstöðu landsbyggðarinnar til fram-
próunar og atvinnusköpunar. Fjárfest-
ingavefurinn www.east-iceland.is ertil-
raun til pess að laða að erlend viðskipti.
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Gunnar Vignisson, framkvæmda-
stjóri Þróunarstofu Austurlands.
Mynd: úr einkasafni
flhugoverðir vefir: wwuli.vís.ís ■ www.utflutningsrQd.is ■ www.securitos.is ■ www.spegils.is • www.QftonblQdet.se • www.gomez.com
■ www.integrQ.com ■ www.ver.is • www.eskill.is • www.idno.is • www.freisting.is ■ www.eddo.is ■ www.skrQutfiskur.is
91