Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 98

Frjáls verslun - 01.04.2001, Page 98
Eyrún Lind Magnúsdóttir, verslunarstjóri Boss-konur í Kringlunni: „Eg hef alltafhaft yndi afvönduðum fatnaði og þvífinnst mér ekki verra að starfa á því sviði. “ FV-mynd: Geir Olafsson Herragarðinum. „Þannig hófst þetta ævintýri og það er nógu spennandi til þess að ég vakna á hverjum morgni full orku og gleði yfir því að mæta í vinnuna." Tískan hefur alla tíð heillað Eyrúnu og hún segist ósjaldan hafa farið inn til að skipta um föt yfir daginn þegar hún var að alast upp í Hrunamanna- hreppi en þar bjó hún í sveit ásamt foreldrum sínum, Magnúsi Grímssyni og Elínu Þórðardóttur, og Gunnari bróður frá 3ja til 10 ára aldurs. „Foreldrar mínir voru með kindur, hesta, kýr og angórukanínur en þegar ég var 10 ára fluttum við á Flúðir þar sem við bjuggum á meðan ég lauk grunnskólanum. Þar vann ég meðal annars í versl- uninni enda hafa verslunar- störf verið í uppáhaldi frá þvi að ég var smástelpa. Eftír grunnskólann lá leiðin í MH og þaðan til Ítalíu. Eyrún ir það því allt eins er hægt að fara í að markaðssetja eitthvað allt annað. Eg hef hins vegar alltaf haft yndi af vönduðum fatnaði og því finnst mér ekki verra að starfa í kringum það.“ Ahugamál Eyrúnar og sam- býlismanns hennar, Arna Odds Þórðarsonar, eru marg- vísleg en snúast þó að miklu leytí um hreyfingu og samvist við vini og tjölskyldu. „Við erum mikið gefin fyrir að hreyfa okkur og ferðast Skíði eru í miklu uppáhaldi á vet- urna og höfum við ýmist farið til Italíu eða Sviss síðustu ár.“ segir Eyrún. „Við ferðumst mikið og undirbúum ferðalög- in vel svo við fáum sem mest út úr þeim. Finnum fólk sem við þekkjum sem býr á staðn- um og getur sýnt okkur það sem markvert er á hverjum stað og njótum þess að taka inn menningu hvers staðar en ekki að ferðast eins og hefð- bundnir ferðamenn. Italía er Eyrún Lind Magnúsdóttir, Boss Eftir Vigdisi Stefánsdóttur Boss konur er ný verslun í Kringlunni og raunar sú fyrsta sinnar tegundar í Skandinavíu. Verslunarstjóri er Eyrún Iind Magnúsdóttir sem er nýkomin frá námi á ítaliu þar sem hún lærði tískumark- aðsfræði (fashion marketing). „Starf mitt felst fyrst og fremst í daglegum rekstri verslunarinnar og allri umsjón, innkaupum, þróun og þjón- ustu,“ segir Eyrún Lind. Starfið er fjölbreytt og spennandi og gott að starfa hjá H.G.S. sem rekur nú karla- og kvenna- verslanir Hugo Boss á Islandi. Boss Woman línan, er hönnuð fyrir metnaðarfullar konur, en í henni endurspeglast lífsstíll nútimakonunnar sem er fijáls, hraður og spennandi. Eyrún segir að gæði og fáguð hönnun með listrænu og klassísku yfir- bragði séu aðalsmerki linunn- ar, enda ekki langt verið að sækja þekkinguna því Hugo Boss er nú í meirihlutaeigu Itala og kvenfatalínan öll fram- leidd þar. Hins vegar héldu þeir sig við þýsku stærðirnar og er því þarna komin hin full- komna blanda fyrir evrópskar konur. „Fatnaðurinn sem við seljum er fyrst og fremst ætlað- ur útivinnandi konum sem þurfa að líta vel út bæði í vinnu og utan hennar og við gætum þess að vera með heildarlínu fyrir allt sem upp getur komið, hvort sem það er kokkteilboð, fundur eða kvöldverður fram- undan.“ Eyrún Lind útskrifaðist sl. vetur en hafði ekki verið lengi í fríi þegar hún frétti af opnun þessarar nýju verslunar. „Eg spurði strákana (eigendur Boss) einfaldlega að því hvort þeir vissu um einhvern betri en mig til að stýra þessu og þeir slógu til,“ segir hún og brosir en áður hafði Eyrún unnið í sumarvinnu hjá lærði ítölsku þar einn vetur og ákvað í framhaldi af því að sækja um skólavist í Ent-Art Polimoda í Flórens. „Eg var stödd á skrifstofu HI í þeim er- indagjörðum að fmna mér nám og skóla sem gæti hentað mér og sá þá forvitnilegt nám sem hét “fashion marketing". Þetta nám samanstendur af viðskipta- og markaðsfræðum ásamt kúrsum sem innihalda þættí varðandi fatnað og fram- leiðslu hans. Námið er fremur nýtt og sífellt er verið að þróa það. Við fórum vel í allt sem snertí gæði, lærðum að meta flikur eftír efnum og sauma- skap og lærðum um reglu- gerðir varðandi innflutning og útflutning. Einnig lærðum við á tísk- una og raunar aflt sem við þurftum til að reka eigið versl- unarfyrirtæki en þetta nám nýtist í hvaða markaðssókn sem er og það er ekkert sjálf- gefið að fara í tískuverslun eft- að sjálfsögðu í mestu uppá- haldi hjá okkur báðum, þang- að förum við gjarnan í frí. Einnig þykir okkur notalegt að vera með fjölskyldunni og það vill svo vel til að foreldrar Arna Odds eiga sumarbústað í sveit- inni minni og við eyðum þar talsverðum tíma. Svo er það matargerðin. Itölsk matargerð heillar okkur bæði og raunar matargerð af hvaða tagi sem er. A borðum hjá okkur má segja að sé þrenns konar mat- ur að öllu jöfnu; ítalskur matur, sushi og mikið af íslenskum fiski. Það er ekkert eins gott og laxinn, nýkominn úr ánni, á sushi diskinn með góðu hvítvíni. Við höfum bæði gam- an af því að stússast í eldhúsinu og búa til eitthvað gott og njóta þess að borða það. Síðast en ekki síst má nefna líkamsrækt og það er fátt eða ekkert betra eftir erfiðan dag en að púla svo- lítið og finna sig koma endur- nærðan út úr ræktinni.“[íl 98

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.