Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 20

Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 20
SÉRFRÆÐINGAR >Pfl í SPILIN Spuming til Krístjáns Jóhannssonar, lektors við Háskóla íslands, er þessi: Hreinn Loftsson, fráfarandi formalhir einkavœðingarnefndar, gagn- rýndi á dögunum stjórnun, stefnumörkun og áœtlanagerð hjá Lands- símanum. Telurþú að þessi mál séu almennt í ólestri hjá íslenskum fyrirtækjum? Er stefnumótun fyrirtækja í almennum ólestri? Kristján Jóhannsson, lektor við Háskóla íslands: „í nýlegri skyndikönnun hjá Endurmenntunarstofnun Háskólans kom fram að áætlanagerð er ástunduð með reglulegum og fagleg- um hætti í stórum meiri- hluta fyrirtækja." Gagnrýni fráfarandi formanns einkavæð- ingarnefndar á stjórnun, stefnumörkun og áætlanagerð hjá Landssímanum á að mínu mati ekki almennt við um stjórnun fyrirtækja á Islandi. Fyrir nokkrum árum vakti athygli ijöldi þeirra íslensku fyrirtækja sem töldust meðal 500 framsæknustu fyrirtækja Evrópu. í rann- sókn, sem Viðskiptafræðistofnun vann af þessu tilefni í samvinnu við IESE-háskólann í Barcelona, kom fram að íslenskir frum- kvöðlar og stjórnendur þessara afburða fyrir- tækja höfðu það sammerkt að búa yfir miklum persónulegum hæfileikum til stefnu- mótunar, samninga og mannlegra samskipta. I nýlegri skyndikönnun meðal stjórnenda og starfsmanna íslenskra fyrirtækja á fyár- málanámskeiði í Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands kom fram að áætlanagerð er ástunduð með reglulegum og faglegum hætti í stórum meirihluta fyrirtækjanna. Fyrirtækin voru að jafnaði með um 250 starfsmenn og eru því stór fyrirtæki á okkar íslenska mælikvarða. Svörin eru af þeim sökum e.t.v. ekki lýsandi fyrir heildina, en gefa samt vísbendingu um ástand mála. I flestum fyrirtækjanna, eða um 80% þeirra, eru árlega unnar rekstrar- og ijár- hagsáætlanir og þær notaðar sem stjórntæki, m.a. með samanburði við rauntölur úr bók- haldi og greiningu frávika og svo framvegis. Hins vegar vinnur aðeins fimmtungur fyrir- tækjanna slíkar áætlanir til lengri tíma en eins árs. Skortur á langtimaáætlunum gæti bent til þess að of litlum tíma sé varið í að kortleggja reksturinn til framtíðar. Einnig í meirihluta fyrirtækjanna er unnið að stefnumótun, markmiðssetningu og fram- tíðarsýn. Þó hafði um þriðjungur stjórnenda alls ekkert unnið að stefnumótun fyrirtækja sinna. Reyndist þetta einkum vera hjá minni fyrirtækjunum, þ.e. með 5 til 30 starfsmenn. Af stærri fyrirtækjunum, sem voru með 250 til 1.400 starfsmenn, hafði í nær öllum þeirra verið unnið að stefnumótun og markmiðs- setningu. Eina undantekningin sýndi sig að vera hjá ríkisfyrirtækjum í könnuninni. Þetta bendir sterklega til þess að ekki skorti almennt á framtíðarsýn, markmið, stefnumörkun og áætlanagerð hjá íslenskum fyrirtækjum. Skýringin er ef til vill sú að fag- leg umræða um rekstur og stjórnun fyrir- tækja er nú mun víðtækari en á árum áður. Krafa er gerð af eigendum um arðsemi og skilvirkni í rekstri. A þetta bæði við um einka- rekstur sem opinberan. Þá hefur rekstrar- og stjórnunarmenntun orðið útbreiddari með fjölgun námsleiða innanlands, víðtækri endurmenntun og svo loks auknum flölda stjórnenda, sem sótt hafa sér framhaldsnám og starfsreynslu í öðrum löndum og fært heim vinnubrögð og stíl, sem tíðkast í alþjóð- legum viðskiptum. Gagnrýni fráfarandi formanns einkavæð- ingarnefndar á stjórnun, stefnumörkun og áætlanagerð hjá Landssímanum á því ekki almennt við um stjórnun fyrirtækja á íslandi, að mlnu mati. SD 20 Af stærri fyrirtækjunum, sem voru með 250 til 1.400 starfsmenn, hafði í nær öllum þeirra verið unnið að stefnumótun og markmiðs- setningu. Eina undantekningin sýndi sig að vera hjá ríkisfyrirtækjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.