Frjáls verslun - 01.02.2002, Qupperneq 20
SÉRFRÆÐINGAR >Pfl í SPILIN
Spuming til Krístjáns Jóhannssonar, lektors við Háskóla íslands, er þessi:
Hreinn Loftsson, fráfarandi formalhir einkavœðingarnefndar, gagn-
rýndi á dögunum stjórnun, stefnumörkun og áœtlanagerð hjá Lands-
símanum. Telurþú að þessi mál séu almennt í ólestri hjá íslenskum
fyrirtækjum?
Er stefnumótun fyrirtækja
í almennum ólestri?
Kristján Jóhannsson, lektor
við Háskóla íslands:
„í nýlegri skyndikönnun hjá
Endurmenntunarstofnun
Háskólans kom fram að
áætlanagerð er ástunduð
með reglulegum og fagleg-
um hætti í stórum meiri-
hluta fyrirtækja."
Gagnrýni fráfarandi formanns einkavæð-
ingarnefndar á stjórnun, stefnumörkun
og áætlanagerð hjá Landssímanum á að
mínu mati ekki almennt við um stjórnun
fyrirtækja á Islandi.
Fyrir nokkrum árum vakti athygli ijöldi
þeirra íslensku fyrirtækja sem töldust meðal
500 framsæknustu fyrirtækja Evrópu. í rann-
sókn, sem Viðskiptafræðistofnun vann af
þessu tilefni í samvinnu við IESE-háskólann í
Barcelona, kom fram að íslenskir frum-
kvöðlar og stjórnendur þessara afburða fyrir-
tækja höfðu það sammerkt að búa yfir
miklum persónulegum hæfileikum til stefnu-
mótunar, samninga og mannlegra samskipta.
I nýlegri skyndikönnun meðal stjórnenda
og starfsmanna íslenskra fyrirtækja á fyár-
málanámskeiði í Endurmenntunarstofnun
Háskóla Islands kom fram að áætlanagerð er
ástunduð með reglulegum og faglegum
hætti í stórum meirihluta fyrirtækjanna.
Fyrirtækin voru að jafnaði með um 250
starfsmenn og eru því stór fyrirtæki á okkar
íslenska mælikvarða. Svörin eru af þeim
sökum e.t.v. ekki lýsandi fyrir heildina, en
gefa samt vísbendingu um ástand mála.
I flestum fyrirtækjanna, eða um 80%
þeirra, eru árlega unnar rekstrar- og ijár-
hagsáætlanir og þær notaðar sem stjórntæki,
m.a. með samanburði við rauntölur úr bók-
haldi og greiningu frávika og svo framvegis.
Hins vegar vinnur aðeins fimmtungur fyrir-
tækjanna slíkar áætlanir til lengri tíma en
eins árs. Skortur á langtimaáætlunum gæti
bent til þess að of litlum tíma sé varið í að
kortleggja reksturinn til framtíðar.
Einnig í meirihluta fyrirtækjanna er unnið
að stefnumótun, markmiðssetningu og fram-
tíðarsýn. Þó hafði um þriðjungur stjórnenda
alls ekkert unnið að stefnumótun fyrirtækja
sinna. Reyndist þetta einkum vera hjá minni
fyrirtækjunum, þ.e. með 5 til 30 starfsmenn.
Af stærri fyrirtækjunum, sem voru með 250
til 1.400 starfsmenn, hafði í nær öllum þeirra
verið unnið að stefnumótun og markmiðs-
setningu. Eina undantekningin sýndi sig að
vera hjá ríkisfyrirtækjum í könnuninni.
Þetta bendir sterklega til þess að ekki
skorti almennt á framtíðarsýn, markmið,
stefnumörkun og áætlanagerð hjá íslenskum
fyrirtækjum. Skýringin er ef til vill sú að fag-
leg umræða um rekstur og stjórnun fyrir-
tækja er nú mun víðtækari en á árum áður.
Krafa er gerð af eigendum um arðsemi og
skilvirkni í rekstri. A þetta bæði við um einka-
rekstur sem opinberan. Þá hefur rekstrar- og
stjórnunarmenntun orðið útbreiddari með
fjölgun námsleiða innanlands, víðtækri
endurmenntun og svo loks auknum flölda
stjórnenda, sem sótt hafa sér framhaldsnám
og starfsreynslu í öðrum löndum og fært
heim vinnubrögð og stíl, sem tíðkast í alþjóð-
legum viðskiptum.
Gagnrýni fráfarandi formanns einkavæð-
ingarnefndar á stjórnun, stefnumörkun og
áætlanagerð hjá Landssímanum á því ekki
almennt við um stjórnun fyrirtækja á íslandi,
að mlnu mati. SD
20
Af stærri fyrirtækjunum, sem voru með 250 til 1.400 starfsmenn,
hafði í nær öllum þeirra verið unnið að stefnumótun og markmiðs-
setningu. Eina undantekningin sýndi sig að vera hjá ríkisfyrirtækjum.