Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 26

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 26
Sagt um Kára • „Kári hefur haft feykilegt frumkvæði ílíf- tæknigeiranum. íslensk erfðagreining hefur keypt fyrirtæki í Bandarfkjunum og nú er fyrirtækið að fara út f lyfjaframleiðslu o. fl. í þessum dúr. Það eru fáir forstjórar sem hafa komið með jafnmikið af vel laun- uðum störfum inn í landið og Kári." • „Hann er vel menntaður, bráðgreindur og hefur allt yfirbragð afburðamannsins. Honum nýtist vel hversu framsýnn hann er, áræðinn og hæfilega óforskammaður. Hann hefur komið eins og stormsveipur inn í atvinnulífið hérna, er duglegur að ná í peninga og mikill frumkvúðull." • „Kári hefur náð að búa til ævintýri. Hann er afar hispurslaus og blátt áfram, mjög skemmtileg samsetning af manni sem er einn af fáum hér á landi sem er að keppa í annarri deild en hinir." Kari Stefánsson forstjóri Islenskrar erfðagreiningar Kári Stefánsson kom sem stormsveipur inn í íslenskt at- vinnulíf þegar hann setti íslenska erfðagreiningu á stofn haustið 1996. Fljótlega tókst honum að ná samstarfs- samningum við erlend lytjafyrirtæki, fyrst og fremst Hoff- mann La Roche. íslensk erfðagreining var fyrst íslenskra fyrirtækja skráð á Nasdaq í Bandaríkjunum árið 2000. Síðan þá hefur fyrirtækið keypt fyrirtæki erlendis. Kári hefur verið forstjóri og stjórnarformaður frá stofnun. Hann var prófessor í taugasjúkdómum og taugameinafræði við Harvardháskóla 1993-1997, jafnframt því sem hann var prófessor í tauga- meinafræði við Beth Israel sjúkrahúsið í Boston 1993-1996. Aður starfaði hann í tlu ár sem prófessor við Chicagoháskóla. Kári er fæddur í Reykjavík 1949. Hann lauk embættisprófi í læknisfræði og doktorsprófi frá Háskóla íslands. Velur gott folk Kári er stjórnandi sem hefur haft lag á því að velja mikið af góðu fólki í kringum sig. Kári segist lítið fylgj- ast með stjórnunarkenningum, mannleg hegðun sé svo flókin að það sé erfitt að búa til stjórnunarkenningar sem mikil hjálp sé að I daglegu lífi. Sitt hlutverk sé fyrst og fremst að setja stefnu fyrirtækisins, halda sýninni lifandi og ráða það fólk, sem þurfi til að reka fyrirtækið og hlúa að því. Fólkið þurfi að umgangast af virðingu, dreifa valdi og verkefnum og veita mönnum sjálfstæði til að nota hæfileika sína. Hann telur „Raunveruleikafirring er eflaust mikilvæg þegar kemur að því að ráðast í erfið verkefni og vera handviss um að maður geti það sem maður ætlar sér. Það er að vissu leyti hroki og frekja að ætlast til að maður geti það og ég reikna með að móðir mín hefði notað þau orð,“ segir Kári Stefánsson. sjálfan sig „erfiðan stjórnanda" vegna þess hve lítið meðvit- aður hann sé um stjórnun. Hann hafi hins vegar verið „ævin- týralega heppinn" með samstarfsmenn og sitt hlutverk sé að taka afstöðu til þeirra „snilldarverka sem þeir fremja eða leggja til. Eg vinn lítið við stjórnun, mitt starf felst meira í því að setja yfirgripsmikla stefnu sem er framfylgt af öðrum. Ég hef öðruvísi stöðu en hinir í hópnum því að ég vinn töluvert af rannsóknum, skrifa vísindagreinar og rek nefið í smáatriði á þröngu sviði innan fyrirtækisins." Helstu samstarfsmenn Kára eru Jefífey Gulcher, fram- kvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs, sem Kári byijaði að vinna með fyrir 21 ári þegar sá síðarnefndi hóf starf sem dokt- orsnemi hjá Kára. „Yið höfum unnið saman síðan - frábær vís- indamaður og býr yfir mikilli þekkingu,“ segir Kári. Aðrir eru Hannes Smárason aðstoðarforstjóri, Kristján Erlendsson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs, Hákon Guðbjartsson, fram- kvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs, C. Augustine Kong, fram- kvæmdastjóri tölfræðisviðs, Mark Gurney, framkvæmdastjóri lyijaþróunar, Páll Magnússon, framkvæmdastjóri upplýsinga- og samskiptasviðs, og Jóhann Hjartarson yfirlögfræðingur. „Ég held að mest mótandi áhrif á mig sem stjórnanda hafi komið frá Samuel Hellman, deildarforseta læknadeildar Chicago háskóla. Mér fannst hann vera einstaklega snjall í samskiptum sínum við fólk. Samuel Hellmann var þægilegur maður þar til honum fannst hann þurfa að taka á hlutunum og þá gerði hann það af miklum krafti. Síðan verð ég að viður- kenna að nánustu samstarfsmenn mínir hafa alið mig upp í þessu starfi. Þeir hafa haft geysilega mikil áhrif á mig með hæfileikum sínum. Þegar maður er í þessari stöðu fær maður hrós fyrir hluti sem aðrir raunverulega eiga,“ segir Kári. 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.