Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 28

Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 28
. sæti Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. „Hann gerir það sem aðra langar til að gera en þora ekki að gera. Hann er mjög kaldur, harður og heldur fram eigendahagsmunum, kannski um- fram félagslega hagsmuni," segir m.a. um Þorstein Má. Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samheija ______________________________FORSÍÐUGREIN TOPP TÍU „Ég trúi ekki á fjarlægð milli forstjóra og starfs- manna. Ef stjórnendur vilja ná fram því besta hjá hverjum og einum starfsmanni, þá verða þeir að vera hluti af liðinu og vinna jafn mikið og hinir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. Fyrirtækið er með sölustarfsemi á Englandi og meginlandi Evrópu. A hlut í fyrirtæki í Færeyjum, útgerð í Skotlandi og í Þýskalandi er fyrirtækið þátttakandi í útgerð, vinnslu og sölu afurða. Þorsteinn Már er fæddur 1952 á Akureyri. Þorsteinn Már er sprottinn úr sjávarútvegi, faðir hans og báðir afar voru sjómenn. Hann hefur gríðarlegan áhuga á sjáv- arútvegi, atvinnugreinin er honum bæði vinna og áhugamál. Hann telur að lykillinn að velgengni Samheija sé margþættur. Stjórnandi þurfi að vera hluti af liðinu, geta talað við mennina og tekið þátt í daglegum störfum með þeim. Hann verður einnig að þekkja starfsemi fyrirtækisins vel, vita hvað er að gerast á hverjum tíma og getað talað við sitt fólk af þekkingu, gert kröfur til þess og hælt því fyrir góðan árangur. Þorsteinn Már segir að sér hafi alla tíð gengið vel að ráða hæft starfsfólk og mikill stöðugleiki hafi verið meðal starfsmanna. Mikilvægt sé að ná góðri einingu og sterkri liðsheild innan fyrirtækisins. „Eg trúi ekki á ijarlægð milli forstjóra og starfsmanna. Ef stjórnendur vilja ná fram því besta hjá hverjum og einum starfsmanni, þá verða þeir að vera hluti af liðinu og vinna jafn mikið og hinir,“ segir hann. Hjá Samherja er mikill keppnisandi innan fyrirtækisins og þar sætta starfsmenn sig ekki við meðalmennskuna heldur keppa við sjálfa sig í því að ná árangri. Þeir sem standa sig vel í starfi vita að þeir njóta ávaxtanna, þeir eru færðir til og látnir taka við öðrum kreijandi verkefnum og meiri ábyrgð. Þannig er fyrsti stýrimaður, sem hefur staðið sig vel, færður í stöðu skipstjóra þegar hún losnar frekar en að ráða skipstjóra að utan. Þetta segir Þorsteinn Már að sé einkenni á sinni stjórnun. Hann segist að sjálfsögðu vilja hafa vel menntað fólk í fyrir- tækinu en það skipti samt ekki mestu máli. Mestu máli skipti að hafa viljann til að læra og vaxa. Ahersla er á sterkt upplýsingastreymi innan Samherja. Allir sjómenn fyrirtækisins bera ábyrgðina til jafns þvi að enginn er gæðastjórinn um borð. Sjómennirnir þurfa að fylgjast með upplýsingum um matvælamarkaðinn, vöruna, viðskiptavini o.s.frv. því að þannig geta þeir helst haft áhrif á gæði og verð- mæti vörunnar og þar með hlutinn sinn. orsteinn Már Baldvinsson er skipaverkfræðingur að mennt og hefur verið forstjóri Samherja á Akureyri frá 1983. Þorsteinn Már stofnaði Samheija ásamt frændum sínum Þorsteini og Kristjáni Vilhelmssonum og saman byggðu þeir fyrirtækið upp þar til leiðir skildu með Þorsteini Vilhelms- syni og Samheija fyrir nokkrum árum. Samheiji hefur vaxið hratt á sl. 20 árum. Fyrirtækið tekur þátt í útgerð tæplega 20 fiskiskipa bæði í bolfiski og uppsjávarveiði. Samheiji rekur bol- fiskvinnslu á Dalvík, rækjuvinnslu á Akureyri og vinnslu á upp- sjávarfiski í Grindavík auk fullvinnslu á sjávarafurðum úti á sjó. Þorsteinn Már hefur mikla trú á framtíð fiskeldis hjá Samherja. „Ég hef alltaf litid upp til föður míns, Baldvins Þorsteinssonar, sem skipstjóra, og bróður hans, Vilhelms Þorsteinssonar, sem var farsæll stjórnandi hjá Útgerðarfétagi Akureyringa. Afþeim lærði ég þrennt, að geta verið innan um það fólk sem maður starfar með, bera virðingu fyrir þessu fólki og bera virðingu fyrir verðmætum. Það er ekki flóknara en það. Það finnst mér vera lykillinn að þessu, “ segir Þorsteinn Már Baldvinsson. 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.