Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 52
ORRAHRÍÐIN í KRINGUM LANDSSÍMflWN
Hversu langan
starfssamning
á að gera?
(5 ára samningur Þórarins)
að var svo sem allt í lagi hjá Þórarni að fara fram á
ráðningarsamning til fimm ára, eins og tíðkast hjá hinu
opinbera, t.d. í bankakerfinu, þótt yfirlýst markmið
stjórnvalda væri að selja Símann á miðjum ráðningartíma hans.
Atti Þórarinn að fórna margra ára starfi framkvæmdastjóra
Vinnuveitendasambandsins og taka áhættuna á því að við sölu
fyrirtækisins myndi nýr eigandi Símans ekki vilja hafa hann
lengur í starfi og setja nýjan mann í forstjórastólinn? Það var
hins vegar rangt af stjórnvöldum að fallast á svona samning við
Þórarin þegar sala fýrirtækisins var innan seilingar og vitandi
vits að slíkur samningur gæti bundið hendur þeirra.
Það er örugglega rangt hjá stjórnvöldum að hafa æviráðn-
ingar og fimm ára ráðningasamninga í gangi, hversu algengir
sem slíkir samningar eru. í tilviki Þórarins var þetta skuld-
binding upp á yfir 70 milljónir króna og virkaði þannig að mjög
dýrt yrði „að hjóla í hann“ líkaði mönnum ekki við hann í starfi.
Það reyndist líka raunin. Starfslokasamningurinn tryggði
honum réttilega 37 milljónir króna. Að fallast á fimm ára
samning var líka óskymsamlegt í ljósi þess að það var Þórarinn
sem þrýsti á að fá vinnu sem forstjóri Símans en ekki öfugt.
Það þarf ekki mörg orð um það að ef stjórn fyrirtækis
leggur ofurkapp á að fá einhvern ákveðinn einstakling í starf
forstjóra þá er sá hinn sami í mjög góðri samningsstöðu og
getur farið fram á meira en gengur og gerist. Líklegast ætti
uppsagnartími í samningum forstjóra á hinum almenna
markaði ekki að vera meiri en sex mánuðir til eitt ár þannig að
starfslokasamningurinn hljóði í mesta lagi upp á um 15 millj-
ónir. Það er há tala og hljómar raunar eins og lottóvinningur í
hugum flestra.
Astæðan fyrir því að flestir forstjórar óska eftir ákvæðum um
starfslok, eða löngum uppsagnarfresti, í samninga sína er sú að
það reynist þrautinni þyngra fyrir brottrekna forstjóra að fá
vinnu aftur sem forstjórar í stórfyrirtækjum. Ekki þarf annað en
að skoða forstjórabreytingar í íslenskum fyrirtækjum síðustu
fimm árin til að sjá að nánast enginn brottrekinn forstjóri stýrir
stórfyrirtæki á Islandi. Forstjóramarkaðurinn er svo lítill hér-
lendis að menn fá nánast bara „einn séns“, eitt tækifæri til að
standa sig. Fæstir þeirra setjast því strax í annan forstjórastól og
þurfa talsverðan tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum.
Þegar forstjórar eru ráðnir í vinnu er algengast að þeir
krefjist launa upp á um eina milljón á mánuði. Auk þess kreijast
þeir yfirleitt að fá lúxusjeppa til afnota frá fyrirtækinu (að and-
virði um 4 til 5 milljónir króna), GSM-síma, dýra tölvu heim til
sín, nettengingu, sem og fína ferðatölvu, allt á kostnað fyrirtæk-
isins. Þá fara þeir gjarnan fram á að fyrirtækið greiði verulegar
viðbótarlífeyrisgreiðslur í séreignasjóði þeirra. Hlutdeild í
hagnaði, kaupréttur á hlutabréfum og ýmiss konar bónusar fara
vaxandi. Hvað um það, eftir því sem forstjórinn er með meiri
hlunnindi, þeim mun dýrara verður að segja honum upp. Eins
árs uppsagnarfrestur þýðir að fyrirtækið skuldbindur sig til að
greiða forstjóranum laun og láta hann fá öll önnur hlunnindi í
eitt ár eftir að honum er sagt upp. Flest fyrirtæki kjósa hins
vegar að láta forstjórana fara strax og gera upp við þá. SH
Góð lexía: Uppsagnartími forstjóra ætti oftast að vera á
bilinu 6 mánuðir til eins árs. Ekki lengri. Eftir því sem for-
stjórar hafa meiri hlunnindi í starfi því dýrara verður að
segja þeim upp og því kostnaðarsamari verður starfsloka-
samningurinn.
4Hvert er
hlutverk
stjórna?
(Var stjórn Símans máttlaus og áhugalaus?)
Meginhlutverk stjórna er að móta stefnu fyrirtækja, ráða
forstjóra og meta frammistöðu þeirra reglulega, hafa
eftirlit með því að markmið náist, gæta hagsmuna allra
hluthafa, taka ákvarðanir um stórar skuldbindingar, eins og
ijárfestingar og stórar lántökur, og síðast en ekki síst; veita
forstjórum ráðgjöf. Þetta er gott og gilt. Landssímamálið sýnir
okkur þó í hnotskurn að viðskipti snúast um fólk; samskipti
samverkamanna og upplýsingastreymi þeirra á milli. Þrátt fyrir
klaufaskap og vandræðagang hefði Landssímamálið aldrei
orðið að því máli sem það varð ef Hreinn Loftsson, formaður
einkavæðingarnefndar, hefði ekki komið með ásakanir sínar
um óstjórn fyrirtækisins í ljárfestingum og að það hefði verið
rekið eins og hlutabréfasjóður. Þar hjó Hreinn nefnilega ekki
að Þórarni, hinum brottrekna forstjóra, heldur að stjórn
Símans sem tók og átti að taka ákvarðanir um stórar skuld-
bindingar fyrirtækisins. Fræi efasemda var sáð. Fólk og fjöl-
miðlar hugsuðu sem svo: Hvað var eiginlega um að vera? Var
bara ekki líklegt að stjórnarmenn, sem ekki einu sinni vissu
um að Þórarinn væri ráðinn til fimm ára og höfðu ekki áhuga á
kjarasamningi hans, hefðu allan tímann verið illa upplýstir um
stjórnun og fjárfestingar fyrirtækisins? Sinntu þeir nokkuð
eftirlitsskyldu sinni? Stóðu þeir sig í stykkinu? Eigandi Símans,
ríkið, taldi að stjórnin hefði ekki staðið sig í stykkinu og skipti
um alla stjórnarmenn á aðalfundinum. Takið eftir; ábyrgðin var
stjórnarinnar þegar öllu var á botninn hvolft.
Auðvitað hafa allir velt því fyrir sér hvort stjórnarmenn í
Landssímanum hafi verið áhugalausir um fyrirtækið og ekki
spurt gagnrýninna spurninga. Hvers vegna í ósköpunum vissu
stjórnarmenn ekki í upphafi að ráðningartími Þórarins var til
fimm ára? Og hvers vegna vissu stjórnarmenn ekki að stjórnar-
formaðurinn, Friðrik Pálsson, sendi inn reikninga fyrir ráð-
gjafarvinnu sína sem var umfram eðlileg störf hans sem
stjórnarformanns? Hvarflaði aldrei að stjórnarmönnum að
spyijast fyrir um það hvort Friðrik, sem var tímunum saman í
störfum fyrir fyrirtækið vegna einkavæðingar þess, m.a.
erlendis, væri í sjálfboðavinnu? Er líklegt að stjórnarformenn
séu á þönum úti um allt, vikum og mánuðum saman, fyrir hönd
52