Frjáls verslun - 01.02.2002, Qupperneq 63
SAMRUNAR flUGLÝSINGASTOFfl
Leópold Sveinsson, AUK Magnús E. Kristjánsson, AUK Ásmundur Helgason, Birtingi
Gunnar Smárason, XYZetu
AUK + Birtingur + XYZeta = ABX
w
Atímum bjartsýni og aukinnar velgengni fiölgar auglýs-
ingastofum og mannafli hjá þeim eykst. Nú síðast á bjart-
sýnistímabili í íslensku efnahagslífi þegar nær allir sem
kunnu eitthvað fyrir sér, þó lítið væri það stundum, voru
ráðnir til auglýsingastofanna. En Adam var ekki lengi í
Paradís og þegar fór að dragast saman voru auglýsinga-
stofurnar fljótar að finna fyrir því.
í lok janúar var gengið frá sameiningu Nonna og
Manna/Yddu og hafa stofurnar flutt saman í Brautarholt 10-14
þar sem Nonni og Manni voru til húsa. Hallur A. Baldursson,
framkvæmdastjóri, Yddu og Jón Sæmundsson, framkvæmda-
stjóri Nonna og Manna, eru framkvæmdastjórar hins sam-
einaða fyrirtækis. „Við undirbjuggum þessa sameiningu vel
og létum ekkert vitnast um hana fyrr en við vorum tilbúnir,"
segir Hallur. „Markmiðið var að stækka eininguna og hag-
ræða í rekstrinum en þar sem stofurnar voru mjög ólíkar var
ekki um að ræða neina hagsmunaárekstra og engin viðskipti
töpuðust vegna sameiningarinnar. Fækkun starfsfólks hefur
verið haldið í lágmarki."
Hallur segir að þó að samdráttur í þjóðfélaginu hafi verið
tiltölulega lítill, þá sé það svo að slíkur samdráttur geti magnast
upp í þjónustugeira eins og auglýsingastofurekstri og valdið þar
mun meiri erfiðleikum. Til dæmis má nefna að allir stóru fjöl-
miðlarnir hafa fundið alvarlega fyrir samdrætti í auglýsingasölu.
„Ég álít að ástandið sé að lagast og nú sé komið á jafiivægi,"
segir Hallur. „Við þessa sameiningu munum við standa eftir
með sterkari stofu sem getur boðið upp á alla þjónustuþætti á
einum stað, hugmyndavinnu, hönnun, markaðsvinnu, almanna-
„Það varð samdráttur í vissum greinum í fyrra en ekki öllum svo það kom misjafnlega
við auglýsingastofurnar,“ segir Magnús E. Kristjánsson stjórnarformaður ABX. „AUK,
Birtingur og XYZeta voru allar með aukna veltu árið 2001.“
63