Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.02.2002, Blaðsíða 74
Imark-dagurinn var góbur dagur fyrir Hvíta húsið. Fjórir lúðrar í samkeppninni um athyglisverðustu auglýsingar ársins „Þetta er ég“ Margt merkilegt var að heyra og sjá á stórglæsilegri hátið ímark sem haldin var þ. 22. febrúar sl. Helga Braga sýndi færni sína í maga- dansi (hún er góð) og sannaði að hún er ekki bara leikkona heldur alhliða skemmtikraftur. Tvennt er það sem situr eftir í minninu eftir daginn en af mis- jöfnum ástæðum þó. Landbúnaðarráðherra fór á kostum og sýndi fram á ótvírætt gildi óbeinna auglýsinga og þann árangur sem beinar auglýsingar geta borið. Hann skoraði hvert markið á fætur öðru og hélt athygli salarins góða stund. Hitt atriðið, besta útvarpsauglýsingin, hafði þau áhrif að það hefði mátt heyra saumnál detta í salnum þegar hún var spiluð. Rödd lítils barns heyrðist segja: „Þetta er ég - að leika mér. Þetta er ég - með vinum mínum. Þetía er ég - í herberginu mínu,“ og rnn leið heyrist and- ardráttur sem smám saman verður þyngri og svo þagnar hann og hurö lokast „Þetta er ég - að hrópa á hjálp,“ segir barnið og þögn ríkir um stund. Konurödd tekur við og segir að alltof oft séu einu hróp barna á hjálp þögn. Hin ósögðu skilaboð eru skýr og sterk. Kynferðisleg misnotkun barna er til staðar og börnin geta lítíð gert enda minni máttar og undir verndarvæng fullorðinna. Auglýsingastofan Birtingur í samvinnu við Norðurljós vann auglýsinguna sem Barnaheill fengu að gjöf. „Þessi auglýsing varð þannig til að í nóvember var markaðsvika Imark og SÍA-stofurnar fengu það hlutverk að búa til auglýsingar sem áttu ekki að vera fyrir viðskiptavini og heldur ekki fyrir fyrirtæki,“ segir Ásmundur Helgason hjá Birtingi. „Við hugsuðum okkur um og bjuggum til handrit og fengum Björk Jakobsdóttur til að stýra verkinu. Sonur hennar, Ásgrímur Gunnarsson, 8 ára, léði rödd sína og svo talaði Björk sjálf í endann. Þegar við vorum komin með hugmyndina og tilbúin til að halda áfram leituðum við til útvarpssviðs Norðurljósa sem góðfúslega léðu okkur aðstöðu og fólk. Það gáfu allir vinnu sína við þessa auglýsingu og við gáfum hana svo Barnaheill.“ Smekklega gert Kristín Jónasdóttir hjá Barnaheill segir sam- tökin ánægð með gjöfina. „Þetta er mjög áhrifarík auglýsing og vel gerð því það er hreint ekki auðvelt að eiga við þetta við- fangsefni og síst í útvarpi," segir hún. „Það er ekki oft sem við notum auglýsingar í þessu markmiði heldur hefur fræðsla verið meira notuð. Því miður er kynferðislegt ofbeldi gegn börnum hér á landi eins og annars staðar raunverulegt vanda- mál sem við sem samfélag höfum undanfarin ár verið að taka á. Augu manna hafa verið að opnast iýrir því að þetta er ofbeldi sem ekki á að líðast. Að vísu hefur þjónusta fýrir fórnarlömbin verið að batna og einnig meðferð mála af þessu tagi en það má gera enn betur.“ Fjölmargar tilnefningar bárust í / sextándu samkeppni Imarks um athyglisverdustu auglýsingar / ársins ('AAA) en keppt var í ellefu flokkum að pessu sinni. Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Olafsson 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.