Frjáls verslun - 01.02.2002, Qupperneq 81
Sérblað um Þyskaland
Kvensamur fursti Skemmtilegu borgina Karlsruhe þekkja
margir íslendingar. Hún er mikil skólaborg og þeir eru ófáir sem
lært hafa þar og fögin margvísleg. Borgin liggur vel. Það er ekki
nema um 40 mínútna ferð til Baden Baden og örlítið lengra til
Freiburg. Karlsruhe er skemmtilega skipulögð borg og á
furstinn Karl Wilhelm II heiðurinn af því að hafa byggt hana.
Karlinn sá lagðist einn daginn undir tré og sofnaði og dreymdi
götur sem kæmu eins og blævængur út frá höll sem hann sjálfur
byggi í. Þannig gæti hann alltaf fylgst með þegnum sínum og þeir
alltaf notið þess að hafa útsýni að höllinni og dýrðinni þar. Þetta
var árið 1712 eða þar um bil og Karl þessi hafði fundið fyrir streitu
og látum borgarlífsins í Baden Baden, þaðan sem hann var upp-
runninn og sá alveg fyrir sér hversu mikla slökun hann fengi
þarna úti í sveit. F.kki mátti gleyma þvi að hann var kvensamur
með afbrigðum og kona hans var lítt hrifin af því að finna ástmeyj-
arnar út um alla höll og þvi upplagt að geyma þær í Karlsruhe,
íjarri eiginkonunni. Árið 1715, þann 17. júní var Karlsruhe form-
lega stofnuð og því vel við hæfi að íslendingar séu þar við nám og
störf. Furstinn stóð við sitt og út frá höllinni, sem er gríðarstór og
Fjós við aðalgötuna. Bóndinn þurjti rétt að gá til veðurs á meðan
maddaman hreinsaði smávegis til í kring um kúna.
eru líka margir tungumálaskólar fyrir útlendinga og hafa
íslenskir nemendur ekki farið varhluta af því. Miðborg Freiburg
er alveg laus við bílaumferð og jmdislegt að rölta þar um eld-
gamlar götur. Fara upp í Schlossið, gamalt veitingahús sem stað-
sett er efst á hæð og horfir yfir Svartaskóg og dalinn. Það er
meira að segja hægt að skoða Sviss, eða ímynda sér að maður sjái
Sviss þaðan. Dómkirkjan blasir við ofan af Schlossinu og þek
sem ekki vilja ganga upp aflar tröppurnar geta faiið í lyftu. Stór
bjórgarður er við hlið veitingahússins og á „næstu hæð“ er
útsýnispallur og bekkir. Eins og annars staðar í Þýskalandi er
augum ferðalangs
gul að lit, liggja göturnar eins og blævængur. Til að auka enn á
áhrifin, er hinum megin við höflina garður sem er hálfhringlaga
lika og sniðinn á sama hátt. Þar er að finna tjörn, stórar flatir og
túlipanagarðinn en Karl elskaði túlipana jafnheitt og konur og
safnaði tegundum af ástríðu. Reyndar fengu hjákonurnar sumar
hverjar það hlutverk að teikna túlipana fyrir hann og eru margar
af teikningunum til ennþá og notaðar á kort sem hægt er að
kaupa víða. Praktískur maður Karl fursti.
Glaumur og gaman í þessum ágæta hallargarði halda íbúar
borgarinnar gjarnan hátíðir. í júlí er haldin gríðarstór hátíð þar
sem tónlistarmenn fi"á öllum mögulegum og ómögulegum
þjóðum og þjóðarbrotum koma saman og sýna listir sínar,
dansa og syngja. Farin er margra klukkustunda löng skrúð-
ganga sem fer auðvitað fram hjá ráðhúsinu þar sem borgarstjór-
arnir (þeir eru nokkrir þar sem allar litlu útborgirnar sem sam-
einast hafa stóru borginni eiga sér sinn borgar- eða bæjarstjóra)
horfa á hópana í skrautlegum búningum leika listir sínar.
Böðin í Baden Aðeins neðar á kortinu er fallega borgin
Baden Baden sem helst má ekki sleppa að skoða, sé á annað
borð verið að fara um þessar slóðir. Böðin í Baden hafa löngum
verið fræg og sérstaklega sundlaugin þar sem fólk baðar sig
nakið. En Baden býður upp á margt fleira. Stórkostlega tón-
listaraðstöðu, frábærlega fallegan bæ og menningu sem
stendur á gömlum merg. Víða í suðurhluta Þýskalands og ekki
síst þarna er varla hægt að ímynda sér að maður sé staddur í
stórborg því húsin sjást hreinlega ekki fyrir gróðri.
Skólaborgin Freiburg er skólaborg Ukt og Karlsruhe en þar eru
að jafnaði um 100 þúsund manns í skóla allsstaðar að úr heim-
inum. Tónflst er sterkur þáttur í náminu og margir nemendur frá
Austurlöndum, ekki síst Japan og Kína stunda nám þar. En það
sterk hefð fyrir tónlistarflutningi og stöðugt verið að flytja
skemmtileg verk, stór og smá. Stutt er yfir til Sviss og Frakklands
og borgin hreinlega býður upp á að manni Hði vel. Kaiserstuhl
vínframleiðslusvæðið er örskammt frá og þar er hægt að fara í
skoðunarferðir um víngerðina og smakka afurðirnar fyrir Htið fé
og fá leiðsögn á ensku ef þýskan hefur orðið eftir heima.
Farið með Ríll Ég ók eitt sinn meðfram Rín og gerði það að
reglu minni að gista bara í Utlum eða meðalstórum bæjum og
fara aldrei út fyrir „sveitavegina," sem reyndar eru eins og finustu
þjóðvegir á okkar mæflkvarða. í einum sHkum bæ uppflfði ég það
sem hér myndi aldrei koma fyrir. Ég vaknaði fremur snemma og
ákvað að fá mér gönguferð til að skoða umhverfið og gekk niður
aðalgötuna. Rétt eftir að ég kom út á hana heyrði ég baul í kú og
leit upp. Sá þá að í húsinu á móti var bóndi að teyma kú út úr íjósi
og Htill traktor var þar staddur Hka. Konan hans, þéttvaxin og
maddömmuleg, skaust með fötu með mjólk niður götuna og ég
fór á eftír henni, forvitin að vanda. Hún fór með mjólkina inn í
bakarí sem var í einu húsinu og þar væru nú ekki kjöraðstæður
að mati heilbrigðiseftirlits Reykjavikur. Konan skildi mjólkina
eftir og fór í kjörbúðina sem greinilega hafði ekkert breyst ifá
upphafi aldarinnar og lagerinn var samsafn af öllu því sem komið
hafði í búðina síðan. Ég gekk til baka og sá að bakarinn fór með
nýbökuð og falleg brauð inn í hótel sem þar var eða Gastehaus
og þá heyrði ég gagg í hænu. I garðinum í næsta húsi við voru
nokkrar hamingjusamar hænur að verpa eggjum handa íbúum
og gestum og hirtu ekki hætishót um búr og sótthreinsun en
voru feitar og pattaralegar og hæstánægðar með tilveruna þar
sem þær tíndu upp skordýr og ánamaðka í garðinum.
Ég sá fyrir mér uppfltið á nágrönnum mínum ef ég reyndi
þetta... og leyfin 720 sem þarf að fá hér á landi ef maður svo mikið
sem andar þeirri hugsun út að ætla sér að koma nálægt því að
gefa fólki að borða og fá borgað fyrir það... S3
81