Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 83

Frjáls verslun - 01.02.2002, Side 83
Islendingar selja fisk til Þýskalands ogfá í staðinn margskonar vörur, t.d. byggingarefni, matvœli, rafmagnstæki og bíla. aldar. „í þá daga sóttust Þjóðveijar eftir þorskalýsi og harð- fiski, loðnu, gærum, æðardúni, fálkum o.fl. Til Islands fluttu menn aftur á móti matvæli, byggingarefni, tjöru, timbur, járn- vörur, lín og bjór, þannig að vöruúrvalið sem flutt hefur verið á milli landanna var ijölbreytt þá, ekki síður en nú.“ Þýskaland er í dag næststærsta viðskiptaland Islands. Um 12% allra vöruskipta eru við Þýskaland, markaðshlutdeild íslenskra sjávarafurða í Þýskalandi er nærri 10% og íslend- ingar eru þar í ijórða sæti. 28% álframleiðslunnar fer á Þýska- landsmarkað og íslenskir vikurframleiðendur anna 10% af vikurmarkaði í Þýskalandi. Þekkt vörumerki Sjávarafurðir hafa eðlilega verið langstærstur hluti útflutnings Islendinga til Þýskalands, en á móti hafa Þjóðveijar flutt til Islands vélar og tæki hvers konar, bíla, raftæki og í raun þverskurð þess sem þeir flytja út til annarra landa. „Þýskar vörur eru auðvitað þekktar á Islandi og það nægir að nefna Siemens, AEG, BMW, VW, Benz, Miele, Bosch og svo áfram, svo ekki sé nú minnst á allan bjór- inn, Becks, DAB, Warsteiner, Holstein og fleiri. Síðan kaupa íslendingar ijöldann allan af öðrum vörum sem eru kannski ekki þekktar meðal almennings, en mjög þekktar i viðkom- andi fagi, t.d. prentvélar frá Heidelberg, Baader vélar frá Liibeck í frystitogara og frystihús o.s.frv.,“ segir Kristín. Samskipti íslands og Þýskalands eru margvísleg og þar styður hvert svið við annað: „Þjóðverjar hafa alla tíð má segja haft mikinn áhuga á Islandi og Islendingum af ýmsum orsökum eins og þekkt er, sumar þessara ástæðna rilja menn nú ógjarna upp enda tengjast þær sérkennilegum hugmynd- um nasista um íslendinga. Að þessu frátöldu hafa samskiptin verið mikil og góð, Þjóðverjar eru t.d. sú þjóð sem mest hefur stutt við íslenska kvikmyndagerð, hér hafa verið reknar þýskar menningarmiðstöðvar um áratuga skeið, íslenskar skáldsögur hafa gengið mjög vel í Þýskalandi síðustu árin og svo má áfram telja á menningarsviðinu. Mikill ijöldi Islend- inga hefur auðvitað stundað nám í Þýskalandi, kannski eink- anlega í verkfræði og tæknigreinum, arkitektanemar fóru margir til Þýskalands á ákveðnu árabili, þannig að tengslin eru auðvitað allt í senn, í viðskiptum, tækniþekkingu, menn- ingu og menntun. Mikilvægustu tengslin skapast þó senni- lega í gegnum ferðaþjónustuna og þá staðreynd að á hverju ári heimsækja Island tugir þúsunda Þjóðverja sem kynnast landi og þjóð.“ Víðtæk sambönd í Þýskalandi Þýsk-íslenska verslunarráðið var stofnað til þess að verða einskonar miðstöð viðskipta íslands og Þýskalands og þar eru félagar langflest þeirra fyrir- tækja sem eiga í viðskiptum milli landanna. „ÞIV er hagsmuna- félag iýrirtækja og heldur hagsmunum þýsks og íslensks atvinnulífs á lofti,“ segir Kristín. „Þetta eru frjáls og óháð sam- tök sem ekki hafa önnur markmið en að auðvelda verslun og viðskipti. Ráðið hefur víðtæk sambönd í Þýskalandi og auð- vitað hér og hefur staðið fyrir margvíslegum viðburðum sem ætlað er að auka áhuga Islendinga og Þjóðverja á gagn- kvæmum viðskiptum. ÞÍV veitir margs konar þjónustu til að greiða iýrir viðskiptum, gerir markaðskannanir, miðlar við- skiptasamböndum, finnur umboðsfýrirtæki og svo má áfram telja. Mitt starf felst í því í sem stystu máli, að aðstoða íslensk og þýsk iýrirtæki við að komast í sambönd við fyrirtæki í við- skiptalandinu og til þess má auðvitað beita ýmsum ráðum, bæði með því að miðla samböndum beint, en líka með því að halda ráðstefnur og fundi, stuðla að heimsóknum og nú síðast skipulagði ÞIV heimsókn Arna M. Mathiesens sjávarútvegs- ráðherra til Bremen og Bremerhaven í febrúar, til þess m.a. að styrkja enn frekar böndin sem þangað liggja.“ S9 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.