Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 85
Sérblað um Þyskalancl
,U heStamyrSl {Þ***"* « *r eftirsZZ Z^Z. *
aldrei verið til, heldur er þetta fólk sam-
safn griðarlega margra menningarhópa,
sem byggja 15 lönd og borgir í Sam-
bandslýðveldinu Þýskalandi. Margir
Þjóðverjar elska allt sem íslenskt er,
í Þýskalandi
eldra fólk sérstaklega með nokkra menntun litur til goðafræð-
innar og uppruna okkar sem stóran hluta af vestrænni menn-
ingu. Yngra fólkið litur frekar til okkar sem ímyndar hins hreina
og ómengaða hluta jarðarinnar. Þetta hjálpar okkur mikið við
kynningu á því sem við aðhöfumst og framleiðum á Islandi þ.e.
vörum og þjónustu. Þjóðverjar almennt líta gjarna á okkur sem
menningarþjóð, stórt nafn að standa undir, en því orðspori meg-
um við ekki fyrir nokkra muni glata.“
í hverju er starf markaðsráðgjafa fólgið? Mitt starfssvið er í
raun að stýra frekari markaðssetningu á Islandi inn í sölukerfið.
Við erum að móta hvernig hægt er að byggja upp góða þjónustu
við söluaðila Islandsferða. Við bjóðum aðstoð við markvissa
kynningu á skilgreindum ferðum á Islandi og einbeitum okkur
að því að selja fremur en að vera með almenna fræðslu. Við þjálf-
um upp ferðaskrifstofufólk sem kemur til með að selja Þjóðverj-
um ferðir til Islands, en sumar af þýsku ferðaskrifstofunum reka
skóla fyrir sitt starfsfólk. Þýskt markaðssvæði telur um 100 millj-
ónir manna og því er það mikilvægt að fyrirtækin sem eru að
kynna landið, hvort sem þau eru íslensk eða erlend, vinni sam-
an og nýti þannig bæði mannafla og peninga.
En Útflutningsráð sinnir ekki aðeins
þörfum íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
í Þýskalandi, þvi að margskonar fyrirtæki
líta þýska markaðinn hýru auga. Benny
Sorensen hefur annast markaðsráðgjöf í
Þýskalandi fyrir Útflutningsráð í samvinnu
við Ruth Bobrich, viðskiptafulltrúa í sendi-
ráðinu í Berlín. Gyða L. Jónsdóttir verkefn-
isstjóri hefur verið tengiliður íslensku fyrir-
tækjanna. „Við byijuðum með Jjögur fyrir-
tæki í Þýskalandi og hefur það gengið mjög
vel. Flestir þekkja orðið sögu No Name sem
einmitt fór þessa leið og er nú orðið nokkuð
vel kynnt fyrirtæki í Þýskalandi. Benny
Sorensen, sem starfað hefur sem markaðs-
ráðgjafi erlendis frá því á síðasta ári, sá um að
koma No Name á markað. Auðvitað hefur
það gert gæfumuninn að Þjóðverjar kunna
mjög vel að meta vörur fyrirtækisins og það
sem að baki liggur."
Annað fyrirtæki sem nýlega hefur hafið
sókn á Þýskalandsmarkað er SDS-smyrsl ehf.,
lítið fyrirtæki sem framleiðir græðandi jurta-
smyrsl af ýmsu tagi. „Vöxtur SDS-smyrsla er í raun eins og æv-
intýri," segir Gyða. „Þetta pínulitla fyrirtæki sem byrjaði í eld-
húsi tveggja kvenna er nú orðið nógu stórt til að selja á markaði
erlendis. Konurnar tvær, þær Sigríður Einarsdóttir og Daðey S.
Daðadóttir, sem fyrir nokkrum árum hófu að búa til smyrsl
heima hjá sér til að vinna bug á langvinnu exemi, stofnuðu fyrir-
tækið saman og hafa með tímanum þróað og framleitt smyrsl,
bæði fyrir dýr og menn. Núna eru það hestar sem þær leggja að-
aláhersluna á og hafa m.a. komið tveimur framleiðsluvörum sín-
um í stóran vörulista, Kramer, sem selur allt fyrir hesta. Þær
hafa lagt þróun mannasmyrsla á hilluna í bili og ætla að einbeita
sér að hestasmyrslum, enda eru Þjóðverjar miklir hestamenn og
talsvert er af íslenskum hestum í Þýskalandi.“
Útflutningsráð skipuleggur þátttöku fyrirtækja í sýningum
erlendis, þar á meðal í Þýskalandi. Liftæknisýningin Biotechnica
var haldin í október og tóku þátt í henni fyrirtækin Bio-Process,
Ensímtækni og Prokaria. Þetta er í fyrsta sinn sem skipulögð er
þátttaka í sýningu af þessum toga. „Undanfarin ár höfum við sótt
hugbúnaðarsýningu í Hannover og hafa 4-8 fyrirtæki að jafnaði
tekið þátt í henni,“ segir Vilhjálmur Jens Arnason, forstöðumað-
ur sýningarsviðs. „Við komum einnig að Heimsmeistaramóti
íslenska hestsins sem haldið er annað hvert ár. Þar er veglega
að verki staðið, en íslenski hesturinn er afar vinsæll í Þýskalandi
svo og allt sem honum tengist. Framundan er þátttaka í
Interzoo, geysistórri sýningu í Þýskalandi sem ætluð er fyrir-
tækjum sem framleiða vörur fyrir gæludýr. Þar munu íslensk
fyrirtæki bjóða upp á katta- og hundamat unninn úr fiski. Við
höfum einnig sótt um pláss á sýningunni Medica næsta haust en
hún er ein stærsta sýning heims á sviði heilsutækni og erum við
að skoða hug fyrirtækja hér á landi til hennar."
Fyrir alla áhugasama um þjónustu og starfsemi Útflutnings-
ráðs Islands má benda á vefinn www.utflutningsrad.is BS
flnnað fyrirtæki sem nýlega hefur hafið sókn á Þýskalandsmarkað er SDS-smyrsl ehfv
Iftið fyrirtæki sem framleiðir græðandi jurtasmyrsl af ýmsu tagi.
85