Frjáls verslun - 01.02.2002, Síða 88
11 V,
Valur Ragnarsson, markaðsfulltrúi á útflutningssviði, og Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, framkvœmdastjóri útflutningssviðs Delta.
Mikill útflutningur
Delta til Þýskalands
Umsvif lyijafýrirtækisins Delta hf. hafa
margfaldast á síðastliðnum árum.
Arið 2001 var besta rekstrarár í sögu
félagsins og mikið munar þar um gífur-
lega söluaukningu til viðskiptavina Delta í
Þýskalandi. „Þýskaland hefur verið okkar
stærsti markaður um nokkurra ára skeið
og þar varð gríðarleg aukning á síðasta
ári,“ segir Valur Ragnarsson, markaðsfull-
trúi á útflutningssviði Delta. „Þá fóru tvö
ný lyf á markað í Þýskalandi, ofnæmislyfið
Lóratadín og sýklalyfið Ciprofloxasín. Sala
þessara lyfla fór verulega fram úr vænting-
um en auk þess gekk salan á hjartalyfinu Lisinopríl til Þýska-
lands sérlega vel.“
„Tekjur okkar af Þýsklandsmarkaði eru af tvennum toga
eins og á flestum mörkuðum, þ.e. annars vegar af sölu lytjanna
sjálfra og hins vegar af svokölluðu lytjahugviti," segir Valur, en
með lyijahugviti er átt við yfirgripsmikil gögn þar sem fram-
leiðslu- og rannsóknaaðferðum Delta er lýst með nákvæmum
hætti auk þess sem sýnt er fram á að umrætt lyf sé líffræðilega
jafngilt frumlyfinu. A grundvelli þessara gagna er sótt um
viðurkenningu heilbrigðisyfirvalda sem er staðfest með útgáfu
s.k. markaðsleyfa sem gefin eru út þegar öll gögn hafa verið
yfirfarin gaumgæfilega.
„Okkar viðskiptavinir í Þýskalandi eru fyrirtæki sem
starfa með svipuðum hætti og Delta
gerir á íslenskum lytjamarkaði, þ.e. um
er að ræða fyrirtæki sem markaðssetja
lyfin frá okkur undir eigin nafni fýrir
heilbrigðisstarfsfólk í Þýskalandi." í
flestum tilvikum sendir Delta frá sér full-
búin lyf og þá er um að ræða lyf sem eru
tilbúin til dreifingar í apótek í Þýska-
landi. í sumum tilfellum eru lyfin send í
stórum einingum og þá annast erlendu
fyrirtækin pökkun í endanlegar söluum-
búðir. Mikil samkeppni ríkir á þýskum
lytjamarkaði sem m.a. sést að lytjafyrir-
tæki kappkosta að hafa lyf tilbúin til dreifingar sama dag og
einkaleyfi fellur úr gildi. Fyrirtækin sendu m.a. flutningaþot-
ur til Islands á síðasta ári þegar einkaleyfin týrir Loratadín og
Ciprofloxasín féllu úr gildi.
Eins og kunngt er keypti Deltafyrirtækið Pharmamed á
Möltu á árinu 2001 og á þessu ári verður lögð áhersla á yfir-
færslu verkefna til Möltu þar sem framleiðslukostnaður og við-
skiptaumhverfi eru hagstæð. Fyrirhuguð sameining Delta og
Omega Farma ehf. og kaupin á danska markaðsfyrirtækinu
United Nordic Pharma munu renna enn styrkari stoðum undir
rekstur Delta. Til lengri tíma litið er það markmið Delta að
ljúka 8-10 þróunarverkefnum á ári og er stefnt að því að um 25
ný lyf fari á markað til
„Þýskaland hefur verið
okkar stærsti markadur um
nokkurra ára skeið ogþar
varð gríðarleg aukning á
síðasta ári,“segir Valur
Ragnarsson, markaðsfulltrúi
á útflutningssviði Delta.
ársloka árið 2005. [H
88