Frjáls verslun - 01.01.2003, Qupperneq 12
Rannveig Rist, forstjóri Alcan, Jórunn Brynjólfsdóttir kaupmaður, Elín Hirst, fréttastjóri á Sjónvarpinu, Svava Johansen í
Sautján, Helga Ingimundardóttir, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu Suðurnesja, og Dagný Halldórsdóttir, formaður Félags
kvenna í atvinnurekstri, FKA. Myndir: Geir Ólafsson
Þrjár konur heiðraðar
élag kvenna í atvinnurekstri, FKA, hefur veitt
þremur konum viðurkenningu. Þetta eru þær Svava
Johansen, Jórunn Brynjólfsdóttir og Helga Ingi-
mundardóttir. Svava hóf verslunarrekstur ásamt manni
sínum, Ásgeiri Bolla Kristinssyni, sautján ára gömul árið
1981 og er í dag eigandi NTC tískukeðjunnar. Jórunn, sem
er enn í dag, 92 ára gömul, í verslunarrekstri hlaut þakkar-
viðurkenningu félagsins og Helga Ingimundardóttir hlaut
hvatningarviðurkenninguna, en hún er framkvæmdastjóri
Ferðaþjónustu Suðurnesja. Rannveig Rist, forstjóri Alcan á
Islandi, afhenti viðurkenninguna. HIi
Súsanna Svavarsdóttir blaðamaður, Edda Sverrisdóttir, kaup-
maður í Flex, og Svava Johansen, kaupmaður í Sautján.
Guðrún Möller og Ólafur Árnason, eigendur Thyme
Maternity. Mynd: Geir Ólafsson
uðrún Möller, Ungfrú ísland 1982, fékk viðurkenningu í
verkefninu Auður í krafti kvenna, en hún stofnaði Thyme
Maternity verslun með fatnað fyrir óléttar konur í Hlíðar-
smára í Kópavogi ásamt manni sínum. Hjónin eru stórhuga og
hafa þegar opnað „búð í búð“ hjá Debenhams í Stokkhólmi. Þau
stefna að opnun verslana í Stokkhólmi, Malmö og Gautaborg á
þessu ári og í Kaupmannahöfn á næsta ári og eru farin að leita sér
að fjárfestum. I framtíðinni er stefnan sett á Noreg, Finnland og
Færeyjar. „Þetta gengur ágætlega. Það tekur alltaf svolitinn tíma að
markaðssetja fyrirtækið og láta vita af sér en við höfum fengið frá-
bærar viðtökur í Svíþjóð," segir Guðrún. S3
=1=
ÖRYGGISMIÐSTÖÐ ÍSIANDS
Borgartúni 31 - 105 Reykjavík
Sími 530 2400 - Fax 530 2401
oi@oi.is - www.oi.is
12