Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 19

Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 19
FORSÍÐUGREIN flCO-TÆKNIVAL Þrautaganga tölvurisans Aco-Tæknivals, ATV, hefur verið mikil síðustu árin og hefur ekkert lát verið á erfið- leikunum. Á tiltölulega stuttum tíma hefur verið skipt þrisvar um forstjóra, nú síðast um miðjan desember þegar fyrirtækið rambaði á barmi gjaldþrots og Baugur ID og Eignarhaldsfélagið Fengur keyptu ráðandi hlut af Búnaðar- banka íslands, eða tæplega 24 prósent hvort félag, á tæplega 80 milljónir króna að nafnvirði. Þetta gerir samtals um 150 milljónir króna. Nýr maður er nú í brúnni og heitir hann Almar Örn Hilmarsson. Almar þessi er 29 ára, lögfræðingur að mennt og framkvæmdastjóri Ágætis til tveggja ára eða þar til Ágæti og Ávaxtahúsið voru sameinuð í haust Kaupin á ATV má rekja til Pálma Haraldssonar, framkvæmdastjóra Fengs, sem kvæntur er systur Almars. Pálmi hefur áhuga á að kaupa illa stödd fyrirtæki, reisa þau við og selja. Baugur hefur fjárfest í smásöluverslun en ekkertkomið að tölvugeiranum. Þeir eru ekki margir sem hafa taugar í svo áhættusama ijárfestingu en Pálmi hefur átt farsælt samstarf við Jón Ásgeir Jóhannes- son, forstjóra Baugs, og leitaði því til hans. Almar er ungur og hefur litla reynslu í tölvu- og raftækjageiranum en er staðráð- inn í að snúa rekstrinum við fljótt og vel. Ljóst er að hann hefur ekki langan tíma því að Pálmi er óþolinmóður maður. Fijáls verslun hefur heimildir fyrir því að hann vilji sjá augljós batamerki fyrir vorið og reksturinn verði kominn í ásættanlegt horf í lok ársins. Ef það tekst ekki verður væntanlega hægt að hluta reksturinn niður og selja í einingum. T.d. er talið að hægt sé að selja BT á 250-300 milljónir. „Við höfum fylgst með því sem er að gerast á þessum markaði. Þetta fyrirtæki er umfangsmikið í smásölu og eftir að hafa skoðað það töldum við að það væru tækifæri í þessum rekstri. Við höfðum áhuga á að taka þátt í því,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður ATV og framkvæmdastjóri hjá Baugi ID, um ástæður þess að Baugur kom inn í ATV. Spyrnt við fótum Niðursveiflan í tölvugeiranum hefur verið afdrifarík fyrir mörg fyrirtæki og hefur ATV ekki farið varhluta af því. Saga fyrirtækisins hefur haldist í hendur við samdráttinn á tölvumarkaði og hefur lítið gengið þó að menn hafi reynt að spyrna við fótum. Strax í árslok 1997 má segja að hafi farið að síga á ógæfuhliðina. Árið 1998 hélt þróunin áfram en 1999 reyndist félaginu ákaflega erfitt og einkenndist af mikilli endurskipulagn- ingu og fjárfestingum bæði innandyra og utan í stað þess að fara í sparnað og aðhald. Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, var fenginn í starf forstjóra vorið 1999. Hug- búnaðarsvið Tæknivals var selt og hugbúnaðarfyrirtækið Ax stofnað. Erfiðleikar voru hjá Compaq, einum helsta erlenda samstarfsaðila Tæknivals, og hafði það sín áhrif. Árið 2000 skilaði Tæknival hagnaði, einkum vegna þess að í lok ársins keypti Þyrping húseignir fyrirtækisins í Skeif- unni og á Akureyri fyrir rúmar 800 milljónir og nam sölu- hagnaðurinn 97 milljónum króna. Hagnaðinn má líka rekja til sölunnar á hugbúnaðarsviðinu frá árinu áður. Tæknival leigði húsnæðið aftur af Þyrpingu og er ekki hægt að breyta þeim samningi. Gróflega má áætla að leigan sé um 8 milljónir króna á mánuði til 15 ára, eða tæpar 100 millj- ónir á ári. Samningurinn þykir barn síns tíma - ágætur þegar hann var gerður - en í dag alltof dýr. Árið 2001 kom niðursveiflan fram af fullum þunga í rekstri Tæknivals og nam tapið hvorki meira né minna en rúmum einum milljarði króna. Ýmsar innri og ytri aðstæður höfðu sín áhrif. Útgjöld og fjárfestingar fyrirtækja og einstakfinga drógust verulega saman. Gengislækkun krórmnnar nam tæpum 15 prósentum og var nánast um „rothögg" að ræða, eins og heimildarmaður Fijálsrar verslunar orðaði það, ekki síst vegna erlendra skulda upp á rúman milljarð auk þess sem öll vörukaup fyrirtækisins voru í erlendri mynt. Tölvu- verslun nfinnkaði verulega í landinu þetta ár og salan hjá Tæknivali hrapaði um þriðjung. Fyrirtækin Ijcigur, Tæknival, Nýheiji, EJS og Opin kerfi, börðust liarkalega um hvern við- Margir velta fyrir sér hvort yfirtökutilboðs megi vænta þar sem nýir eigendur eiga um 48 prósent í félaginu og reyndar alls 58 prósent ef hlutur Ragnars Kristins Kristjánssonar í Flúðasveppum er talinn með því að annars séu smærri hluthafar lokaðir inni í félaginu. Þetta stendur þó ekki til. 19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.