Frjáls verslun - 01.01.2003, Qupperneq 38
MARKAÐSMÁL 3ÍLAUMB0ÐIN
Tíu milljarða samdráttur á tveimur árum
Tíu milljarða samdráttur, Engin atvinnugrein gengur í gegnum við-
líka sveiflur með reglulegu millibili, hvergi er samkeppnin grimmari,
stórfyrirtækin fleiri og merkin sem berjast eins mörg.
Það þarf ekki mörg orð um svona rússibanabunur upp og niður; það er
fátt um töfralausnir. Bílaumboð, sem ekki hefur séð samdráttinn fyrir
og er með miklar umframpantanir á bílum erlendis frá sem og mikinn
flota af notuðum bflum á bflaplaninu hjá sér, er grátt leikið f kreppunni.
BÍLAUMBOÐIN VERÐA AÐ STOKKA
ALGERLEGA UPP kerfið hjá sér vegna not-
aðra bíla. Erfið lausafjárstaða þeirra stafar ekki
síst af stórfeUdu tapi á notuðum bílum. Þau hafa
tekið þá upp í nýja á allt of háu verði. Hvers
vegna að taka notaðan bíl upp í á eina miiljón og
selja hann síðan mörgum mánuðum síðar á
eina miiljón þegar kostnaðurinn við hann er
kominn upp í 1,2 milljónir með vöxtum, hús-
næði, launum sölumanna og auglýsingakostn-
aði? Þetta er ekki flókið; 500 notaðir bílar á ári
sem eru seldir með 200 þús. króna tapi hver um
sig þýðir einfaldlega 100 milljóna króna tap.
Verð á notuðum bílum er of hátt á Islandi og
mun hærra en þekkist víða erlendis þar sem
nýir bílar falla hraðar í verði á íýrstu þremur til
tjórum árunum. Þar falla þeir um 20% á fyrsta
ári og 15% á ári eftir það, eða um 50% á fyrstu
þremur árunum. Lítið verðbil hér á landi á milli
nýrra og notaðra bíla hvetur að vísu tíl kaupa á
nýjum bílum og að menn endurnýi þá oftar en
ella. Ef notaðir bílar væru ódýrari myndi kaup-
endahópurinn stækka, þeir seljast hraðar og
stæðin væru ekki smekkfull af þeim. Það
kæmist sömuleiðis meira jafnvægi á milli mark-
aða nýrra og notaðra bíla.
Núna er þetta þannig að allir eru óánægðir.
Umboðunum finnst þau taka bílana upp í á of
háu verði, kaupendum nýrra bíla finnst þeir
ekki fá nægilega hátt verð fyrir uppítökubílana
og kaupendum notaðra bila finnst verðið allt of
hátt miðað við verð nýrra bíla. BH
Hvers vegna fjárfestu
Sióvá-Almennar í Toyota?
Einar Sveinsson, forstjóri Sjóvár-Almennra,
sagði í sjónvarpsviðtali að það hefði tekið
fyrirtækið flóra daga að ákveða sig að kaupa
25% hlut í Eignarhaldsfélaginu Stofni,
móðurfélagi P. Samúelssonar, Toyota-
umboðinu. Það var sá tími sem leið frá því að
Páll Samúelsson, aðaleigandi P. Samúels-
sonar, bankaði upp á hjá Sjóvá-Almennum
þar til tilkynnt var um kaupin. Fréttin varð
auðvitað fyrsta frétt þann daginn.
Á sömu spýtu hékk þó önnur frétt sem mörgum þótti
athyglisverðari. Bogi Pálsson, forstjóri R Samúelssonar, hafði í
þessum hræringum selt föður sínum, Páli Samúelssyni, 29,9%
hlut sinn í fyrirtækinu - og var hættur. Farinn. Emil Grímsson,
framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá árinu 1998, var orðinn for-
stjóri. Bogi varð fertugur í desember sl. og hefur ásamt föður
sínum og Emil gert fyrirtækið að því sem það er á síðustu tutt-
ugu árum. Páll stofnaði það árið 1971 þegar
hann hóf að flytja Toyota-bíla til landsins. Páll
verður 74 ára á þessu ári þannig að hann
mun eflaust draga sig í hlé á næstu árum.
Kaupverð Sjóvár-Almennra á 25% hefur
ekki verið gefið upp. En haft var eftir Páli
Samúelssyni í fjölmiðlum að félagið væri
metið á 2,2 til 2,9 milljarða króna. Það er
býsna teygjanlegt. Flestir hafa metið þessi
ummæli að verðmatið hafi verið um 2,5 millj-
arðar og að Sjóvá-Almennar hafi greitt rúmar 600 milljónir fyrir
hlutinn. Þetta mun vera örlitið hærra verð en Hekla var metin á
þegar Tryggi Jónsson keypti 67% hlutinn af þeim bræðrum í
nóvember sl. Miðað við v/h hlutfall 12 í þessum viðskiptum þarf
hagnaður þessara beggja umboða næstu tólf árin að vera um 200
milljónir króna á ári eftir skatta til að ijárfestingar Tryggva og
Sjóvár-Almennra borgi sig upp á þeim tíma.
Það liðu aðeins fjórir dagar
frá því Páll Samúelsson
bankaði upp á hjá Einari
Sveinssyni mánudaginn 6.
janúarpar til gengið var
frá kaupunum.
38