Frjáls verslun - 01.01.2003, Síða 48
Þórólfur tekur við lyklunum að Ráðhúsinu úr hendi Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, fráfarandi borgarstjóra.
stjóri Tals frá 1998 þar til í nóvember sl. Þórólfur tók við starfi
borgarstjóra um síðustu mánaðamót. Hann hefur setið í
stjórn íjölda fyrirtækja auk þess sem hann hefur setið í aðal-
stjórn Verslunarráðs Islands frá 2000 og hefur verið í fram-
kvæmdastjórn þess frá 2001. Þórólfur hefur gegnt trúnaðar-
störfum fyrir Lífeyrissjóð verkfræðinga og m.a. gegnt þar for-
mennsku. Þórólfur var valinn markaðsmaður ársins 2002 af
Imark.
Persóna Þórólfur er tilfinningamaður, heiðarlegur, heill og
vænn og geðþekkur, traustur og góður félagi og vinur. Hann
er félagslyndur, opinn og skemmtilegur og alltaf mikið lif í
kringum hann. Honum er lýst sem mannlegum og jarð-
bundnum, manni sem hefur ekki óþarfa áhyggjur af fortíð og
framtíð heldur lifir í nútíðinni og nýtur lifsins. Árni Páll, yngri
bróðir hans, segir að Þórólfur sé hrókur alls fagnaðar í ijöl-
skyldunni og ágætur sögumaður. Hann sé ræktarsamur,
muni vel eftir fólki og rækti tengslin við það, jafnt ættingja og
samferðamenn frá gamalli tíð. Greiðvikni hans sé einstök og
hann sé gjarnan fyrsti maður á staðinn ef eitthvað bjátar á hjá
öðrum og spari sig þá hvergi. Hann er afskaplega vinsæll
meðal þeirra sem hafa unnið með honum eða til hans þekkja.
Stjórnandi Þórólfur þykir alhliða sterkur stjórn-
andi. Hann á auðvelt með að setja sig inn í málin,
er áhugasamur og hefur gaman af starfinu. Geir
A. Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Hæfis, segir
að Þórólfur sé einn allra mesti og besti sölumaður
sem hann hafi kynnst. Ljóst er að Þórólfur er
mikill markaðsmaður enda hefur hann starfað hjá
fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri á því
sviði. Geir segir að Þórólfur gangi til verka af
miklum áhuga og ákafa og sé fær í mannlegum
samskiptum. „Hann áttí einstaklega auðvelt með
að ná sambandi við viðskiptavini og stofnaði til
mjög góðs samstarfs, oft á tíðum persónulegs
samstarfs, við þá. Það er ein af forsendum þess að ná góðum
árangri sem sölumaður," segir Geir.
Þórólfi er einkar lagið að virkja fólk, fá það með sér og
treysta því fyrir verkefnum. Hann hvetur fólk áfram og gerir
því ljóst að það býr yfir meiri hæfni en það hefur oft gert sér
grein fyrir og laðar fram kostí þess. Hann stendur sam-
starfsfólki sínu nærri, er vinsæll meðal þess og gerir sér far
um að þekkja alla með nafni. Hann á gott með að ræða við
fólk, bæði um vinnutengd mál og persónuleg, og fólk leitar
gjarnan til hans.
Guðjón Reynisson, framkvæmdastjóri 10-11, vann með
Þórólfi í fjögur ár hjá Tali. Hann segir að Þórólfi hafi tekist að
byggja upp gríðarlega góðan starfsanda. Hann hafi látið sér
annt um starfsfólkið og sett gott fordæmi gagnvart hinum
sljórnendunum, t.d. með því að vera mjög virkur í starfs-
mannafélaginu. A miklum aðhaldstímum hjáTali hafi Þórólfi
gengið vel að leiða starfsfólkið áfram, m.a. vegna þess hve
gott samband hann hafi haft við það. Þórólfur hafi alltaf
gengið fremstur í flokki og lagt sig allan fram. Hann hafi inn-
leitt og beitt öguðum vinnubrögðum hjáTali, lagt t.d. áherslu
á íundargerðir, stundvísi og að menn kæmu vel undirbúnir á
fundi. Hann hafi krafist ákveðinnar formfestu en samt hafi
Hann er sagður viðræðugóður og tílbúinn tíl að
hlusta á sjónarmið annarra en þolir illa óheiðar-
leika. Hann er mikill keppnismaður og á erfitt
með að viðurkenna ósigur, bítur frekar á jaxlinn
og heldur áfram. Hann á erfitt með að sætta sig
við að slagurinn sé búinn. Hann hefur alltaf unnið
mikið og axlað mikla ábyrgð í starfi og hefur að
matí eiginkonu sinnar því að miklu leytí verið laus
við að bera ábyrgð á heimilisstörfum og fiöl-
skyldulífi. Hann hefur þó sinnt heimilishaldi eftir
bestu getu og er góður félagi barnanna sinna.
Þórólfur hefur stundum haft miklar fiarvistir frá
heimilinu vegna starfa sinna, allt upp í 100 daga á
ári, t.d. þegar hann starfaði hjá Marel. Hann
leggur því mikið upp úr því að eiga frí um helgar
tíl að sinna fiölskyldunni.
Þórólfi er einkar lagið að virkja fólk, fá það með sér og treysta því fyrir
verkefnum. Hann hvetur fólk áfram, stendur samstarfsfólki sínu nærri, er
vinsæll meðal þess og gerir sér far um að þekkja alla með nafni.
48