Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 66

Frjáls verslun - 01.01.2003, Page 66
Fundir og ráðstefnur eru miseftirminnilegar. Einstaka sinnum situr eftir atvik eða uppákoma sem afog til kemur upp í kollinn oggaman getur veriö að segja frá. Nokkrir kunnir aðilar rifja upp eftirminnileg atvik. Ráðstefnugolf Við héldum upp á 100 ára afmæli útibús Landsbankans á Akur- eyri í fyrrasumar með ráðstefnu um sjávarútvegsmál sem tókst í alla staði vel,“ segir Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Landsbankans. „Það komu ljölmargir gestir og við buðum þátttak- endum m.a. að taka þátt í golfmóti sem ætlunin var að halda eftir ráðstefnuna. Þetta átti ekki að vera mikið mál um mitt sumar, í júní, sem maður reiknar með að sé einn besti tími ársins til útiveru. Hins vegar fór þetta ekki alveg eins og áætlað var því að hitastigið var í kring um þrjár gráður og allhvass vindur blés á okkur við golfiðkunina. Mönnum var því heldur kalt en létu það ekki á sig fá og mótið tókst í alla staði ágætlega þrátt fyrir þetta. En ég mæli ekki sérstaklega með því að halda golfmót í slíku veðri.“ H3 Brynjólfur Helgason, framkvæmdastjóri Landsbankans. Vinsælar skoðunarferðir Hvort heldur sem ráðstefna er haldin innan höfuðborgarsvæðisins eða úti á landi er ljóst að ákveðnir þættir eru þungavikt í afþreyingu. Skoð- unarferðir af ýmsu tagi eru efstar á blaði en samkvæmt því sem skipu- leggjendur ráðstefna og funda segja, hefur það færst mjög í vöxt að fólk vilji taka beinan þátt í þvi sem gert er. Ekki bara vera áhorfendur og þiggjendur. Þannig hafa ævintýraferðir færst í vöxt þar sem jöklaferðir, flúðasiglingar G,rafting“) og jeppaferðir um hálendið eru sennilega vinsælastar. Fjölmörg fyrirtæki hafa sprottið upp í kring um slíkar ferðir og hafa þau flest góða samvinnu við ferðamálayfirvöld og þá sem kynna möguleika landsins. Allir Út! Oft flokkast slík afþreying undir makadagskrá en það er þó sífellt algengara að gestir ráðstefna taki að miklu leyti þátt í henni. Það á ekki síst við ef fundurinn eða ráðstefnan flokkast undir „peppfundi" eða slíkt. Þó er orðið býsna algengt að erlendir gestir lengi ferðir sínar í annan endann og njóti afþreyingar hér á landi enda þykir landið spennandi og enn sem komið er að minnsta kosti - nokkuð öruggt. Að minnsta kosti fyrir ýmsum hryðju- verkum þó náttúra landsins sé óblíð og taki stundum hart á mönnum. Víst er að ísland sem ráðstefnuland á sér mikla framtíð og er spennandi kostur. Ekki bara fyrir væntanlega ferðamenn hingað til lands heldur einnig þjóðina sem slíka. Og ekki má gleyma því að erlendir gestir sem hingað koma á ráðstefnur skilja eftir mikið fé og eru velkomnir gestir. H3 66
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.