Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 68

Frjáls verslun - 01.01.2003, Side 68
Ráðsteftiulandið ísland Island verður æ vinsælla sem ferðamannaland, enda þykir það bæði skrítíð og skemmtilegt. Kynningin er þó ekki alveg sjálfvirk, eins og Rósbjörg Jónsdóttír hjá Ráðstefnu- skrifstofu Islands segir frá. A örfáum árum hefur Island færst frá því að vera land sem helst var þekkt fyrir að hýsa ísbirni og eskimóa og til þess að vera hreinlega í miðju alheimsins, mitt á milli Evrópu og Ameríku og á allra vörum að auki. Uppátæki þekktra Islendinga vekja alheimsathygli og þegar þjóðarleiðtogar ákveða að hittast hér á landi, fylgist allur heimurinn með hverri hreyfingu. Við gleymum líklega seint ástríðufullum lýsingum Ingva Hrafns, fréttamanns Sjónvarps, þegar hann beið eftir því hvort hurðin á Höfða opnaðist og hver kæmi út á minnisstæðum fúndi í Höfða 1986 og upptökuvélar allra fréttastofa fylgdust með. Island er sem sagt rækilega komið á kortið sem ráðstefnu-, funda- og frítímastaður. Það er ekkert skrítíð. Island þykir spennandi og öðruvísi og kannski er yfir því svolítill ævintýra- blær. Landið sem fóstraði Björk, landið þar sem eldgos verður í miðri byggð og heimamenn skreppa frá í nokkra daga og koma svo aftur til að moka húsin sín upp úr gjallinu og halda lífinu áfram eins og ekkert hafi í skorist. Mitt á milli „Kostir íslands eru fyrst og fremst þeir að hingað er stutt að fara þar sem við erum svo miðsvæðis,“ segir Rósbjörg Jónsdóttir hjá Ráðstefnuskrifstofu Islands. „Hér er líka ágæt aðstaða bæði til gistingar og ráðstefnuhalds en þó skortir okkur ennþá 5 stjörnu hótel og ráðstefnuhöll sem er ákveðinn veikleiki Hins vegar má ekki gleyma því að verið er að bæta aðstöðuna verulega sem kemur til með að styrkja okkur mikið. Tæknileg þjónusta er hér góð og þeir sem henni sinna standa mjög framarlega. Einnig er sérstaða landsins talsverð og afþreyingarmöguleikar eru hér miklir en það er mjög góður sölumöguleiki þegar verið er að kynna nýja áfangastaði." Rósbjörg segir þá sem halda ráðstefnur um allan heim stöðugt vera að leita að nýjum áfangastöðum sem hafa ákveðna sérstöðu. „Sérstaða okkar er öðru fremur nálægðin við nátt- úruna og stuttar vegalengdir hvert sem litið er. Hér getur fólk verið á stífum fundum fr am eftir degi en samt fundið tíma til að að njóta lífsins. Það að geta boðið upp á skemmtilega og fjöl- breytta afþreyingarmöguleika er gríðarlega mikilvægt og við getum það svo sannarlega.“ Að homa landinu á kortið Ráðstefnuskrifstofa íslands var stofnuð í maí 1992. Meginhlutverk skrifstofúnnar er að mark- aðssetja ísland sem ákjósanlegan áfangastað til ráðstefnuhalds og hvataferða á alþjóðamarkaði. Auk þess ber Ráðstefnuskrif- stofu íslands að vekja áhuga Islendinga í alþjóðasamskiptum á að halda ráðstefnur sinna fagfélaga hér á landi. Að baki Ráðstefnuskrifstofu Islands standa Ferðamálaráð Islands, Reykjavíkurborg, Flugleiðir, sérhæfðir fagskipuleggjendur ráðstefna og hvataferða, leiðandi hótel á sviði funda og ráð- stefna, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar, ýmis veitingahús auk annarra aðila er hagsmuna eiga að gæta á sviði ráðstefnuhalds. „Okkar hlutverk er fyrst og fremst að koma landinu á kortið,“ segir Rósbjörg. „Við sækjum ráðstefnur og fagsýn- ingar erlendis þar sem við hittum fulltrúa frá umboðsskrif- stofum erlendis og ákvörðunaraðila stórfyrirtækja og reynum að sannfæra þá um að ísland sé góður kostur. Auk þessa stöndum við fyrir móttökum og viðburðum fyrir erlenda jafnt sem innlenda gestí hér á landi. Það er líka eftir nokkru að slægjast því hver einstakur gestur, sem hér kemur, skilur eftír vel á annað hundrað þúsund krónur auk margfeldisáhrifanna sem heimsókn hans hefur. Það er ef tíl vill hægt að segja sem svo að ferðamanna- iðnaðurinn og það að markaðssetja landið vel fyrir ráðstefnur og fundi sé verðmæt fjárfesting til framtíðar og hefur þver- fagleg áhrif á uppbyggingu atvinnu í landinu." S9 68
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.