Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 39

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 39
Jón Ásgeir Jóhannesson. Hvort er hann í meiri- eða minnihlutanum í stjórn Flugleiða? Skrítin spurning, ekki satt? þegar verið er að fjalla um valdablokkir og hvernig þær nýta sér 35% módelið til að komast til valda í almenningshluta- félögum í dreifðri eign. En stöldrum við. Það, sem skiptir alla hluthafa máli, þegar upp er staðið og hvar í valdablokk sem þeir kunna að vera, er arðsemin af rekstri fyrirtækja sinna. Engir vilja tapa peningum - það sameinar menn. Stjórnarmaður 1 fyrirtæki verður að hugsa um hag allra hluthafa, hann er fulltrúi þeirra allra en ekki bara nokkurra. Um leið og hann vill bæta eigin hag með þvi að fyrirtækið gangi betur bætir hann í leiðinni hag allra annarra hluthafa og gerir hluti þeirra seljanlegri. Þess vegna hafa menn sagt sem svo að þegar á hólminn væri komið sé ekki til neitt sem heití meiri- eða minnihluti í stjórnum félaga - hvort sem það hljómi heimskulega eða ekki. B3 fyrirtæki eru fyrir. Það eru nefnilega neytendur sem gera fyrir- tæki stór og sterk með því að skipta við þau. Ef fyrirtæki eru orðin sljó, áhugalaus og svifasein er auðveldara að nýta sér þessa veikleika og stökkva ferskur inn á markaðinn og keppa við þau. Gleymum því heldur ekki að skilin á milli launþega og ijár- magnseigenda eru að minnka eftir að sífellt fleiri launþegar eru orðnir beinir hluthafar í fyrirtækjum - og óbeinir í gegnum líf- eyrissjóði sína. Valdablokkirnar á íslandi geta auðvitað ekki verið allar í samkeppni sín á milli í sömu atvinnugrein ef það ríkir tví- og þríkeppni á flestum sviðum atvinnulífsins. Þær búa hins vegar allar við samkeppni. Stórt fyrirtæki á Islandi er agnarsmátt á al- þjóðlega mælistiku og býr við beina samkeppni, eða að minnsta kosti hótun um samkeppni, frá erlendum risafyrir- tækjum í sömu grein. SH Tvíkeppni og fákeppni Mikið hefur verið rætt um tvíkeppni, fákeppni og einokun fyrirtækja á íslandi. Að markaðsöflin leitist sjálf við að hafa aðeins tvö stór og ráðandi fyrirtæki á hveijum markaði - í hverri atvinnugrein - og fyrir vikið skortí á sam- keppni. Að það sé óþolandi hvað eigendur fyrirtækja keppist við að sameina fyrirtæki og gera þau stærri. Stöldrum við. Hvað er heimamarkaður þegar heimurinn er orðinn eitt markaðssvæði? Ríkir á Islandi tvíkeppni á mörkuðum eða alþjóðleg samkeppni? Er erlendum fyrir- tækjum ekki í lófa lagið að stökkva inn á íslenskan markað telji þau eftir einhveiju að slægjast? Því verður ekki á móti mælt að hér ríkir ftjáls sam- keppni og að ný fyrirtæki hafa ftjálsan aðgang að nánast öllum mörkuðum á Islandi. Margir þessara markaða eru hins vegar svo smáir að markaðsöflin sjálf telja ekki rými á þeim fyrir fleiri en tvö til þijú stór fyrirtæki eigi þau að geta gert allt í senn: Iifað af, skilað hluthöfum sínum viðunandi ávöxtun, fært laun- þegum vinnu og samkeppnishæf laun og neytendum lágt verð í gegnum stórinnkaup og hagræðingu fyrir- tækja. Þegar allt kemur tíl alls gengur auðvitað allt bröltíð í atvinnurekstri út á að fyrirtæki reyni að hámarka sinn ágóða. Hins vegar er mikilvægt að leikreglurnar séu þannig að það sé frjáls aðgangur allra að mörk- uðum og frelsi til að stofna ný fyrirtæki tíl að keppa. Engar hömlur. Það er heldur engin ný bóla að erfitt sé fyrir ný fyrirtæki að koma inn á markað þar sem sterk Þeir áhrifamestu fyrír fimm árum Fijáls verslun valdi tíu áhrifamestu menn viðskiptalifsins vorið 1998. Óhætt er að segja að fljótt skipist veður í lofti í viðskiptalifinu. Miðað við valdablokkirnar núna eru hvorki fleiri né færri en níu menn dottnir út af listanum okkar frá því fyrir fimm árum. Sá eini sem kæmist á listann núna væri Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra. Þeir sem dottnir eru af listanum eru þeir Hörður Sigurgestsson, Axel Gíslason, Geir Magnússon, Indriði Pálsson, Friðrik Páls- son, Jón Ingvarsson, Benedikt Sveinsson (Islenskum sjávar- afurðum), Sigurður Gísli Pálmason og Kjartan Gunnarsson. [E Frjáls verslun velur 10 áhrifamestu menn atvinnuli/sins. HördurSigurgestssonJor- stjóri Eimskips, er að mati blaðsins ákrifa- mesti einstakíingurinn í atvinnulífinu. Áhrif i krafti fjármagns -ogþaðað vilja hafa áhrif á gang mála - voru lögð til grunávallar við gerð listans. Flestir á list- anum tengjast þeim tveimur blokkum sem hafá tekist á i viðskiptalífinu, einkum í sjávarútvegi. Ekki er minnsti vafiáað völá og áhrif i atvinnulífinu snúast núna um kvótann og bankana! FRÉTTASKÝRING: JON 0. HAUKSSON Níu af tíu áhrifamestu mönnum viðskiptalífsins frá árinu 1998 eru dottnir út af listanum miðað við þær blokkir sem núna eru í gangi. 39
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.