Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 55

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 55
ATHYGLISVERDUSTU AUGLYSINGflRNAR enga stúlku með sér í partýin og endar með því að vera meira og minna einn og stórskrítinn i augum annarra. En - merkilegt nokk - hann gæti Hka endað sem e.k. Bill Gates sinnar samtíðar. Öðruvísi, frumlegur, óhefð- bundinn og óbundinn af samfélagshöftum þar sem hann væri hvort sem er stórskrítinn og ætti enga vini til að halda aftur af sér. Þetta náði greinilega til áhorf- enda sem hver fyrir sig reyndi að finna hjá sér smá frumleika, pínulítinn nörd sem kannski, bara kannski, yrði jafn ríkur og naskur á að finna göt og Bill Gates. Aðalfyrirlesari dagsins var Jonas Ridderstrále sem átti hug og hjörtu áhorfenda sinna með skemmtilegum samlíkingum og fyndnum til- burðum. Týndist markaðshyggjan? Seinni hluta dags kom að hápunkti dagsins. Kynningu þeirra auglýsinga sem unnið hefðu til verðlauna vegna frumleika eða gæða. Þetta voru allt frábærar auglýsingar auðvitað, misvel geymdar í minni manna og kvenna og hver með sínu sniði. Eftir því sem fleiri auglýsingar voru kynntar, þvi merki- legra var að íýlgjast með þeim. Innan um hefðbundnar auglýs- ingar þar sem kynntir voru ostar, tómatsósa og símar, mátti sjá aðrar þar sem viðfangsefnið var meðferð á konum, söfnun fyrir góðu málefni og íþróttir kvenna. Og merkilegt nokk, þessar auglýsingar áttu salinn, ef svo má segja, og unnu til verðlauna í nokkrum flokkum. Þannig var athyglisverðasta herferðin valin „Göngum til góðs“, herferð Rauða krossins til söfnunar iýrir bágstadda í Afríku, en auglýs- ingastofan Mátturinn og dýrðin framleiddi hana, óvenjulegasta auglýsingin var valin „Söluvara?" sem Hvíta húsið vann fýrir Stígamót og í flokki veggspjalda vann „Stelpuslagur" sem Gott fólk McCann-Ericsson gerði fýrir KSI. ingar af öllum stærðum og gerðum snúa bökum saman þegar á reynir og láta allan ágreining eða dægurþras lönd og leið. „Við vorum fýrst og fremst að höfða til stóra hjartans í íslendingum, þess stórlyndis og samhugar sem við sýnum þegar á þarf að halda og neyð er fýrir dyrum,“ segir Július Þor- finnsson, framkvæmdastjóri Máttarins og dýrðarinnar, en milli auglýsingastofunnar og Rauða krossins hefur verið gott sam- starf um árabil. „Þjóðþekkta fólkið, sem kom iram endurgjalds- laust í auglýsingunum, sýndi þannig gott fordæmi. Og við geng- um enn lengra þvi við fengum til liðs við okkur mörg stærstu fyrirtæki landsins á sömu forsendum: Fyrirtæki sem að öllu jöfnu eiga i harðri samkeppni sameinuðust um að kosta birt- ingu auglýsinganna." Kynningin gekk upp Herferðin „Göngum til góðs“ sem Mátt- urinn og dýrðin vann fýrir Rauða krossinn, er að sumu leyti einstæð í íslenskri auglýsingasögu. Markmiðið með herferð- inni var að fá þúsundir manna til að ganga í hús laugardaginn 5. október 2002 og safna peningum Jýrir hungraða í sunnan- verðri Afríku. Til þess þurfti að skapa ákveðna stemmningu í hugum landsmanna, búa til löngun til að taka þátt í einstöku verkefni. „Tilgangurinn með auglýsingaherferðinni var að safna sjálf- boðaliðum og mynda stemmningu meðal almennings fýrir söfn- uninni," segir Þórir Guðmundsson upplýsingafulltrúi Rauða krossins. „En um leið beindist herferðin að því að auka skilning fólks á því hversu eðlilegt og sjálfsagt það er fýrir alla ijölskyld- una að taka þátt í því að aðstoða fólk sem hefur það ekki jafn gott og við. Það er óhætt að segja að þetta hafi tekist, því ósk okkar var að fá 2000 manns til að ganga og safna um 20 milljónum króna en þegar upp var staðið höfðu um 2300 manns gengið og söfnunarféð, sem rann beint til þeirra er á þurftu að halda, var um 30 milljónir." Stóra hjatlað í auglýsingaherferðinni, sem birtist nær ein- göngu í dagblöðum og sjónvarpi, komu fram þjóðþekktir ein- staklingar sem ekki eiga samleið að öllu jöfnu, andstæðingar í pólitík eða íþróttum eða talsmenn ólíkra viðhorfa eða þjóð- félagshópa. Þema herferðarinnar var að sýna hvernig Islend- Stutt og snarpt Herferðin var sérstök að þvi leyti til að hún varaði einungis í fimm daga, vikuna Jýrir söfnunardaginn og var mjög stutt og snörp. Birtar voru sjö dagblaðaauglýsingar og ein sjónvarpsauglýsing. „Yið hefðum auðvitað getað notað fleiri miðla, en þessir tveir miðlar, blöð og sjónvarp, voru hentugastir, í ljósi hugmyndarinnar og eðli herferðarinnnar," segir Július. „Enn fremur hefur Rauði krossinn ekki ótakmarkað fé til að vinna með og kostnaðinum varð að halda í algeru lágmarki." Vefauglýsingar voru þó einnig birtar, enda unnt að taka á móti framlögum á vefnum, og loks má ekki gleyma mikilvægu hlut- verki almannatengsla. „Til þess að skapa frekari þekkingu hjá fólki á neyðinni sem er þarna, fór fréttamaður Sjónvarps, Mar- grét Marteinsdóttir, til Afiíku og kynntist ástandinu af eigin raun. Það skiptir miklu að hægt sé að sýna á óvilhallan hátt hvernig ástandið raunverulega er,“ segir Þórir. Hvað með kostnaðinn? Auglýsingaherferðir á borð við „Göngum til góðs“ kosta sitt og stundum hefur horið á því að hjálparstofnanir liggi undir ásökunum um að stór hluti söfnunarfjár fari í kostnað. .Auðvitað kostar svona herferð talsvert, en söfiiunarféð fór ekki í kostnað," segir Þórir. ,AHt sem safnaðist fór í hjálpar- starfið í sunnanverðri Afríku. Kostnaðurinn var greiddur af Jýrirtækjunum sem studdu verkefnið og úr öðrum sjóðum Rauða krossins.“ Júlíus bætir við að verkefnið hafi einnig notið 55
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.