Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 56

Frjáls verslun - 01.02.2003, Page 56
„Við vorum fyrst og fremst að höfða til stóra hjartans í íslendingum, þess stórlyndis og samhugar sem við sýnum þegar á þarf að halda og neyð er fyrir dyrum," segir Júlíus Þorfinnsson, framkvæmdastjóri Máttarins og dýrðarinnar. velvildar, hvað varðar kostnað, hjá samstarfsaðilum, miðlum og undirverktökum. Náið samstarf Samstarf Rauða kross íslands og M&D hefur staðið í tæp sex ár. Báðir aðilar vilja leggja á það áherslu að slikt samstarf, þar sem fólk þekkist orðið vel og hefur unnið saman ATHYGLISVERÐUSTl AUGLÝSINGARNAR um árabil, sé lykillinn að árangri. Þannig hafi t.d. hugmyndin að þessari herferð vaknað strax á fyrsta fundi og verið varpað fram. „Svo mallaði hún bara og fleiri hugmyndir komu en þessi var klárlega sú sem stóð upp úr. Við þekkjum viðfangsefni Rauða krossins býsna vel og getum því nálgast verkin án málaleng- inga,“ segir Júlíus. ,Á milli aðila er því gagnkvæmt traust, enda allir að vinna að sama marki“. Júlíus segir að verkefni á borð við „Göngum til góðs“, á sviði almannaheilla (non-profit), séu að mörgu leyti frábrugðin hefð- bundnu auglýsinga- og markaðsstarfi. „Við nýtum auðvitað hugvitið, sömu reynsluna og þekkinguna hvað varðar sköpun og framkvæmd og nálgumst svona verkefni á margan hátt á svipaðan hátt eins og um hefðbundna markaðskynningu, fyrir hverja aðra vöru eða þjónustu, væri að ræða. En grundvallar- munurinn liggur í miklu víðara tilfinningasviði. Eðli málsins samkvæmt er móttakandi skilaboðanna með opnari huga gagn- vart kynningunni, þvi ekki er beinlínis verið að „selja“ tiltekna vöru eða þjónustu, heldur fremur að upplýsa viðtakandann, höfða til samvisku hans eða Ijalla um málefni sem varða líf okkar, bæði sem einstaklingar og þjóð.“ Meira rúm sé fyrir per- sónulegri upplifun, og fólk taki auglýsingar af þessu tagi meira inn á sig. „En um leið er ábyrgð þeirra sem standa að auglýsing- unni meiri, að vanda til verksins og slá á réttu strengina. Feilnót- ur eru síður fyrirgefnar," segir Júlíus að lokum. Það er greinilegt af viðbrögðum landsmanna að Mátturinn og dýrðin og Rauði krossinn hafa hitt fólk beint í hjartastað með „Göngum til góðs“ herferðinni. SD Verðlaunahafar Ufern verðlaun fyrir athyglisverðustu auglýsingar ársins. í flokki kvikmynd- aðra auglýsinga hlaut Gott fólk verð- I laun fyrir „Beautiful Women“ sem unnin var fyrir Vífilfell. Athygliverðasta kynningarefnið, annað en markpóstur, var „Svalaðu forvitninni“ sem Gott jpí fólk vann einnig fyrir Vífilfell. Tvenn önnur verðlaun sem komu í hlut Góðs fólks voru fyiir auglýsingar unnar fyrir KSÍ, annars vegar fyrir veggspjaldið „Stelpuslagur" og hins vegar fyrir j*inn|nSjír|UB dagblaðaauglýsinguna „Boltastríð J' í flokknum almannaheill þótti athyglis- verðust auglýsingin vera „Söluvara?“ sem Hvíta húsið vann fyrir Stígamót. Sú óvenju- legasta var „Peningur“ sem stofan gerði einnig fyrir Stígamót. Þá komu í hlut Hvíta hússins og Gunnars Árnasonar verðlaun fyrir athygliverðustu útvarpsauglýsinguna, „Eg hef varið víða“, sem unnin var fyrir Ölgerðina. Merki Leikhúskjallarans sem Fíton hannaði hlaut verðlaun í flokki vöru- og firmamerkja. Þá fékk Fíton verðlaun fyrir athygliverðasta mark- póstinn, „Dulmálslykil CIA,“ sem stofan gerði fyrir SÍA, samband ís- lenskra auglýsingastofa. Verðlaun fyrir stafrænar eða rafauglýsingar voru veitt í iýrsta sinn. Þau fékk CAOZ hf. fyrir „Viltu vinna miða?“ sem framleidd var vegna myndarinnar Litlu lirfunnar ljótu. Auglýsingaherferðin „Göngum til góðs“, sem Mátturinn og dýrðin gerði fyrir Rauða Kross Islands, þótti athygliverðust Þá hlaut Islenska auglýsingastofan verðlaun fyrir umhverfisgrafík fyrir „Ný Corolla hefur sig til flugs“ sem gerð var íyrir P. Samúelsson - Toyota. I flokki tímarita- auglýsinga varð auglýsingastofan Einn, tveir og þrír hlutskörpust með „Hugs- aðu djúpt“ sem hún gerði fyrir Sæplast. HU LEIKHUSKJ ALLARINN 56
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.