Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 87

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 87
JEPPflR sem best í ferðalögum. Með því færist td. þyngd bílsins jafnar og betur á báðar hásingar og þá sérstaklega þegar búið er að smiða auka eldsneytistanka á milli hásinga. Þetta skiptir t.d. sköpum þegar ekið er upp brattar brekkur eða jökla. Bíllinn sest ekki eins niður á afturhjólin en ella. Síðan er skipt um drif- hlutföll, settar í driflæsingar og jafnvel auka millikassi, svo niðurgírun verði sem best Það er nefnilega hálfskrítið að segja frá því að þeir sem komast hægast drífa mest í snjó. Svo eru menn að selja alls konar dót utan á bflana, eins og ljóskastara, dráttarspil, skóflur, drullutjakka og geymsluhólf ýmiss konar. Inn í bflana setja menn staðsetningartæki og jafnvel tengja við tölvur. Fjarskiptabúnaður eins og MNT farsími og VHF tal- stöðvar. Bönd og búnaður ýmiss konar þarf að vera til staðar, ef allt í einu hættir að vera gaman. Þegar ég var ungur drengur sá maður í erlendum tímaritum breytta jeppa með fullt af skrauti utan á, en væntanlega hafa þeir bílar verið meira til skrauts, en til notkunar. Við jeppafólkið hér á klakanum erum að breyta þessum bflum til að nota þá og ferðast Loftið úr dekkjunum Til marks um áhugann erlendis má geta þess að í hinu fræga París Dakar ralli, sem Mitsubishi Pajero jeppinn hefúr unnið oftast, var í Jýrsta skipti í síðasta ralli jeppi með þeim útbúnaði að hægt er að hleypa lofti úr dekkjunum innan úr bílnum sjálfum á ferð. Slíkur búnaður hefur verið þró- aður hér heima í nokkur ár og eflaust hafa þeir sandökumenn séð að það gilda nefnilega sömu lögmál í sandinum og í snjón- um, að bílar drífa betur ef hleypt er úr hjólum. Dýrt sport Fjölmargir fagmenn eru hér á landi sem breyta bílum en flestir eru þeir tengdir einhveijum umboðum og sér- hæfa sig í tegundum. Ætla má að lágmarksbreyting á nýjum jeppa á 38“ hjólum kosti á bilinu 1,2 og upp í 2 mifljónir króna en Páfl segir bestu kaupin vera í breyttum jeppum, um það bil tveggja - þriggja ára gömlum. „Þegar menn kaupa notaðan breyttan bíl, má segja að sá sem kostaði breytinguna í byijun, fái sjaldnast mikið af þeim kostnaði til baka þegar bíllinn er seldur. Að minnsta kosti örugglega ekki það sem breyting- arnar kostuðu í upphafi,“ segir Páll. „En þetta hefur reyndar verið að breytast síðustu ár, seljandanum í hag. Eg mæli því með þessari leið, ef fólk hefur ekki aura í að kaupa nýja bfla.“ Páll hvetur fólk til þess að kynnast félaginu, bæði á heima- síðu þess www.f4x4.is og einnig að prófa að koma á félagsfundi sem eru haldnir á Hótel Loftleiðum Jýrsta mánudagskvöld í hveijum mánuði. 33 Jeppar, jeppar og meiri jeppar. Óvíða eru jafnmargir jeppar til og á íslandi, sé miðað við hina frægu höfðatölu. Jeppar eru hentugir til aksturs í óbyggðum og á Jjöllum en líka þegar veður eru vond og snjórinn er yfir öllu. Hvort þeir eru nauðsynlegir í borgum og bæjum skal ósagt látið en hitt er annað að góður jeppi er stöðutákn. Sá sem á fallegan jeppa, nýlegan og vel útlítandi hlýtur að vera þokkalega stæður og í góðri stöðu og þannig hefur jeppinn að sumu leyti fengið status sem yfirmannabíll. Það er þó ekki algilt því gífur- legur Jjöldi jeppa selst hér á landi til fólks á öllum aldri og í ýmsum atvinnugreinum. Verð á minni jeppum er ekki hærra en á góðum fólksbílum og þeir sem kunna að meta eiginleika jeppanna, að geta farið víða um land þó veður séu válynd og vegir ekki upp á aflra besta máta, kaupa sér gjarnan jeppa. Henta vel hér „Ég held að jeppar séu ekki „forstjórabílar" á Islandi þar sem svo gífurlegur Jjöldi jeppa selst að fólk úr öllum atvinnugreinum, af báðum kynjum og á öllum aldri, er að kaupa þá,“ segir Bogi Pálsson., Jeppar einfaldlega henta vel á Islandi sem er grundvöllur vinsælda þeirra. Ég held að for- stjórar velji jeppa af sömu ástæðum og aðrir.“ Það er nokkuð til í þessu hjá Boga. Auðvitað eru forstjórar ekki meirihluti kaupenda jeppa en þvi má þó ekki gleyma að þeir sem eru í hæstu stöðunum, hafa mestar tekjurnar, eru líka á dýrustu bílunum og stórir jeppar eru dýrir á mælikvarða almennings. Ferðaklúbbar í kringum jeppa hafa myndast skemmtilegir ferðaklúbbar og er skemmst að minnast 4x4 klúbbsins. Þessir klúbbar fara gjarnan í ferðir saman og eiga góðar stundir og dellulkarlarnir og konurnar ræða um kosti og galla bíla sinna. Hvernig best sé að breyta þeim, hvernig þeir eru í þessari eða hinni færðinni, hvaða tegunda er að vænta og svo framvegis. Þannig virkar jeppaeignin ekki aðeins sem bíll heldur gegnir félagslegu hlutverki líka. Það er að minnsta kosti lítið um slika klúbba hvað aðrar bíltegundir snertir og aldrei sést auglýst mót þeirra sem aka Skoda svo dæmi sé tekið. Það er því ekki hægt að slá því föstu að jeppar sem slíkir séu forstjórabílar en víst er að forstjórar aka á jeppum - alveg eins og allir hinir. B5 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.