Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 104

Frjáls verslun - 01.02.2003, Side 104
Hlutur kvenna í stjórnum skráðra félaga í Kauphöllinni hefur breyst verulega eftir aðalfundi vorsins. Þrjár konur hafa nú tekið sæti í stjórn- um félaga sem öll eru í hópi stærstu og mest áberandi fyrirtækja landsins. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Mynd: Geir Ólafsson Fátítt hefur verið að konur hafi setið í stjórnum félaga í Kauphöllinni en nú hefur verið gerð nokkur bragarbót á því. Þijár konur hafa tekið sæti í stjórnum félaga sem öll eru í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur og fv. borgarfulltrúi, hefur tekið sæti í stjórn Eimskipafélags Islands hf., Guðný Björnsdóttir, lög- fræðingur hjá Sjóvá-Almennum, hefur sest í stjórn Skeljungs og Guðrún Pétursdóttir, forstöðumaður Sjávarútvegsstofnun- ar Háskóla Islands, er í stjórn Sjóvár-Almennra trygginga hf. Þetta er í fyrsta sinn sem kona er í stjórn Eimskips og sömu- leiðis Skeljungs en áður hefur Guðný Halldórsdóttir setið í stjórn Sjóvár-Almennra. Droparnir hola Steininn Sjaldan hefur verið leitað tíl kvenna um setu í stjórn fyrirtækja í Kauphöll Islands. Inga Jóna telur að meginskýringin sé sú að konur hafi ekki verið mjög margar í stjórnunarstöðum í atvinnulífinu. Jafnréttísbaráttan gekk lengi út á það að efla konur til áhrifa á vettvangi stjórnmálanna frekar en til áhrifa í atvinnulifinu og þvi hefur ekki verið sama þróunin þar þrátt fyrir að konur séu virkir þátttakendur í atvinnulífinu. Eg held að það, að þær eru almennt ekki í stjórnum fyrirtækja, endurspegli þá staðreynd að konur hafa ekki verið ráðandi í efstu lögum atvinnulífsins, í stjórnunarstöðum fýrirtækja. Eg held að það sé samhengi þar á milli,“ segir hún. Guðrún telur að í þjóðfélaginu sé almenn vitundarvakning um það að jafnræði kvenna og karla sé eðlilegur hlutur og nú sé svo komið að það veki athygli ef konur séu ekki í stjórnum fyrirtækja. Jafnræði verði ekki náð fyrr en það teljist svo eðlilegt að konur sitji í stjórnum að enginn velti kynjahlutfallinu lengur fýrir sér. Hún bendir á að í jafnréttísbaráttunni síðustu áratugi hafi megin- athyglin beinst að launamisréttinu í samfélaginu en nú sé kominn tími tíl breytinga í viðskiptalífinu. Þar hafi margt áhrif og það sé ekki dropinn sem holi steininn heldur droparnir. Verkefnið Auður í kraftí kvenna hafi t.d. vakið jákvæða athygli á því hvað konur geta. Auðarkonur bendi á þá staðreynd að konur hiki oft við að taka að sér aukna ábyrgð og afþakki jafn- vel stöðuhækkanir eða annan frama þess vegna. Því verði þær að breyta. Konur verði að vera tilbúnar til að gefa kost á sér. Spennandi taekifðeri Bæði Guðný og Inga Jóna segjast hafa litið svo á að um spennandi verkefni hafi verið að ræða þegar leitað hafi verið tíl þeirra um að taka sæti í stjórn viðkomandi fyrirtækja. Guðný kveðst hafa tekið sér stuttan umhugsunar- tíma áður en hún hafi ákveðið að slá tíL „Þetta var ekki erfið ákvörðun en mér fannst samt tilefni til þess að hugsa málið. Þetta er virt og gott fyrirtæki svo að mér fannst þetta líka vera gott tækifæri," segir hún og heldur áfram: „Einhverra hluta vegna er stjórnarseta meira vettvangur karla en kvenna. Það má segja að það sé arfur frá liðnum tíma sem er smátt og smátt að breytast." Inga Jóna segir að Eimskip sé stórt og öflugt fyrirtæki sem hafi verið að ganga í gegnum miklar breytingar á liðnum árum og sér hafi þótt skemmtilegt að fá tækifæri til að takast á við nýja tíma í atvinnulifi landsmanna. Stjórnarseta í fyrirtæki felst í því að hafa glögga yfirsýn yfir stöðu þess, tækifæri og ógnanir. Guðrún bendir á að samkvæmt lögum fylgi stjórnarsetu mikil ábyrgð. „Þetta er ekki bara að forminu til. Ef á reynir þá bera stjórnarmenn ábyrgð," segir hún. - Geta óbreyttir stjómarmenn haft einhver áhrif? „Stjórnar- menn hafa áhrif á umræðuna og tóninn í henni. Þó að einn stjórnarmaður breyti ekki kúrsinum án stuðnings hinna þá hefur öll umræða áhrif. Menn benda á það sem þeim finnst mega betur fara eða koma með nýja sýn sem getur vakið aðra 104
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.