Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 30
 Y-kynslóðin -fólk fætt ca. 1977-1985 Fólk sem tilheyrir þessari kynslóð komst á fullorðinsár í mestu hag- sæld síðustu 30 ára, þetta eru börn Barnabombukynslóðarinnar og bjartsýn og kraftmikil yngri systkini X-kynslóðarinnar. Y-kynslóðinni líð- ur mjög vel í því tækni- og tölvu- vædda, hraða, síbreytilega, kröftuga og samkeppnisríka viðskiptaum- hverfi sem við nú búum við. Helsta ástæðan er að þessi kynslóð þekkir ekkert annað. Y-kynslóðin er sú fyrsta sem telst til borgara alþjóðasam- félagsins og alþjóðavæðingarinnar. Það er samfélagslega meðvitað og tilbúið til að leggja sitt af mörkum til þess. Þessari kynslóð hefur verið sagt að hún geti allt og hún trúir því! Þetta er trúlega mest krefjandi kynslóð sögunnar. Ráð fyrir leiðtoga og stjórnendur sem eru með starfsfólk úr þessarri kynslóð: • Leiðtogar þessar kynslóðar ættu að vera meðvitaðir um getu hennar og setja, hana í hlutverk eða stöðu sem reynir stöðugt á mörk þess. • Koma ætti fram við þessa kynslóð sem faglega sam- starfsmenn og þá mun hún starfa sem fagmenn. • Halda ætti þessari kynslóð einbeittri með hraða, aðlögun og gagnvirkni. B3 Baldur Héðinsson, sem vann 300 stærstu, fæddur 1980. Þannig að þótt hún sé jákvæð út í vinnu sem slíka er hún mun óánægðari með vinnustað sinn og starf en eldri kynslóðir. Y-kynslóðin leitar ekkert síður eftir möguleikum á starfs- þróun og sveigjanleika en háum launum. Fyrrgreindu þættirnir hafa mikil áhrif á þann hvata sem hún upplifir i starfi og einnig tryggð gagnvart starfi og vinnuveitanda. Y-kynslóðin hefur einnig nýstárlegar hugmyndir um hlunnindi. Fyrri kynslóðir hugsuðu um tryggingar fyrir sig og fjölskyldu sína og lífeyris- mál - en Y-kynslóðin hugsar um styrki til náms og tryggingar fyrir gæludýrin sín! Kynslóðaárekstrar á vinnustöðum Þeir árekstrar kynslóða sem nú eiga sér stað á vinnumarkaðnum er ekki einungis á milli fólks á mismunandi aldri. Árekstrarnir eru meira á milli gamal- dags væntinga, gilda og stöðugleika og svo nýja veruleikans sem birtist í stöðugum breytingum og þar með þörf fyrir sveigjanleika eða aðlögunarhæfni. Hvernig á að bregðast við árekstrum kynslóða? Mælt er með því að á þessa árekstra sé ekki litíð eins og hvern annan ágrein- ing vegna kynslóðabils (fólk er jú líka ólíkt innan kynslóða), heldur séu þessir árekstrar notaðir tíl umræðu. • Hreinsið loftíð. Haldið fund með starfsfólki og biðjið hvern um sig að hugsa um tvær spurningar: Hvað telur þú þig hafa fram að færa sem nýst getur þeim sem tílheyra öðrum kynslóðum? Hvernig getur ÞÚ notíð góðs af mun á milli ólíkra kynslóða? Fleiri dæmi um spurningar, sem fólk gætí unnið með á fundinum, væru: Hver eru einkenni minnar kynslóðar? Hver eru einkenni annarra kynslóða? Með svona vinnu ættu allir að auka skilning sinn á hvernig annað fólk upplifir sig og hvernig við getum öll hagnast á þeim mun sem er á ólíkum kynslóðum og reyndar einnig innan kynslóða. • Fáið alla tíl að einbeita sér að sameiginlegri stefnu. Hver er stefna fyrirtækisins? Hver er stefna hópsins? Hvert er hlut- verk hvers einstaklings? • Fáið alla til að skilja að niðurstaða alls muni hér eftír verða sjálf vinnan. Hvaða ákvarðanir hjálpa okkur að vinna betur og hraðar? Kynslóðirnar og stjórnendabróun stjórnendur gera sér æ betur grein fyrir mikilvægi þess að vera stöðugt að læra og kynnast öllu því nýjasta, hvort sem um er að ræða tækni- nýjungar eða nýjustu stjórnunarkenningar. Þeir sem sjá um stjórnendaþróun fyrirtækja ættu að hafa hliðsjón af þessum kenningum um kynslóðirnar við þróun og þjálfun stjórnenda. Til að ná sem mestum árangri þurfa stjórnendur að þekkja starfsfólk sitt, jafn ólíkt og það kann að vera innbyrðis, og hvernig það virkar sem best. Stjórnendur þurfa einnig að velta fyrir sér og taka mið af mun kynslóða við að ná í hæfa umsækjendur úr ólíkum kyn- slóðum og hvernig best er að standa að ráðningum á þeim. Einnig er alveg ljóst að það sem virkar vel fyrir eina kynslóð og hvetur hana áfram til árangurs virkar ekki eins vel fyrir aðra, sérstaklega með tilliti tíl launa, vinnutíma, sveigjanleika, hvatn- ingar og umbunar. Að lOklim Vinnuveitendur og stjórnendur, sem vilja laða að og halda hæfu starfsfólki ólíkra kynslóða og ná með þeim hámarksárangri, ættu að nýta sér þessa kynslóðagreiningu til þess að skoða hugmyndir sínar um stjórnun starfsfólks. Margir stjórnendur eru búnir að læra nokkuð vel á eldri kynslóðirnar og vita hvað þær vilja, en mikilvægt er að muna að sveigjanleiki, sköpun og aðlögun er það sem yngri kynslóðirnar leita helst eftír og þessi atriði þurfa því að vera til staðar tíl að koma saman kröftugum og getumiklum hópi starfsfólks ólíkra kynslóða sem getur tekist á við áskoranir framtíðarinnar. SH 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.