Frjáls verslun - 01.09.2003, Síða 33
að fara í gegnum mikið breytingarferli, en uppstokkun á
stjórn fylgja oft miklar breytingar.
Ekki er hægt að segja að ég hafi sóst- eftir þessu stjórnar-
formannsstarfi hjá Eimskipafélaginu, en Björgólfur Guð-
mundsson bað mig um að ganga í það. Niðurstaðan varð sú,
eftir að hafa rætt málið við eiginkonu mína, að ég tæki það að
mér. Eimskipafélagið er feikilega mikið fyrirtæki með afar
íjölbreytta starfsemi. Ef tekin eru öll dótturfélögin, þá er
Eimskip með á þriðja þúsund manns í vinnu. Þannig að ég
nálgast því starfið með ákveðinni auðmýkt."
Magnús var inntur eftir því hvort hann hefði ekki einhver
áhugamál og hvort tími væri til þess að sinna þeim. „Það má
segja að ég sé dæmigerður vinnuþjarkur og hef því miður
nánast engan tíma til þess að sinna áhugamálum mínum. Ég
hef þó aðstöðu til þess, því við hjónin eijpim jörð á Mýrunum
sem við fjárfestum í fyrir nokkrum árum. Þar höfum við
komið okkur upp sumarbústað og ég fæ einstaka tækifæri til
að sinna tómstundum mínum þar.“
Veslurbæingur Magnús er Vesturbæingur, fæddur í
Reykjavík hinn 6. september 1946. Foreldrar hans eru
Gunnar Magnússon skipstjóri og Kristín Valdimarsdóttir.
Magnús ólst upp að Öldugötu 40 fyrstu ellefu árin, en fluttist
síðan einn vetur á Sólvallagötuna. ,Árið 1958 fluttum við fiöl-
skyldan út á Seltjarnarnes og þar átti ég heima allt þar til ég
flutti að heiman.
Eiginkona Magnúsar er Gunnhildur Gunnarsdóttur
snyrtifræðingur. Þau eiga tvö börn; Aðalheiði sem fædd er
1969 og Gunnar Kristin sem er fæddur 1973.
Magnús gekk í Melaskólann en þaðan lá leið hans í Haga-
Magnús Gunnarsson, nýr stjórnarformaður Eimskipa-
I gsins: „Ef tekin eru öil dótturfélögin, þá er Eimskip
1 með á þriðja þúsund manns í vinnu. Þannig að ég
nálgast því starfið með ákveðinni auðmýkt."