Frjáls verslun - 01.09.2003, Qupperneq 39
HEIMUR ÚTNEFNIR FERÐAFRÖMUÐ ÁRSINS
Galdrakarlinn
Jón
Heimur útnefiidi ferðafrömuð ársins í fyrsta sinn í hófi í Borgarleikhúsinu
sem haldið var í tilefiii af 40 ára afinæli Iceland Review. Sá heitir Jón
Jónsson en hann er hreint ekkert venjulegur Jón.
Eftír Vigdísi Stefánsdóttur Myndir: Geir Ólafsson
Islendingar eru þekktir að því að geta tekið til
hendinni ef þarf og komið miklu í verk á
skömmum tíma. Þó þetta sé almennt álit á þjóð-
inni, bæði innanlands og utan, eru alltaf einhverjir
sem vekja athygli fyrir það að koma svo miklu í verk
að aðrir skilja það engan veginn og telja jafnvel að
viðkomandi hafi yfir að ráða einhvers konar tíma-
strekkjara. Sá sem Heimur útnefndi ferðafrömuð
ársins í fyrsta sinn, er Jón Jónsson þjóðfræðingur og
ferðaþjónustubóndi á Kirkjubóli við Steingrímsljörð
á Ströndum. Hann er einmitt einn þeirra sem virðist
koma meiru í verk en flestir.
Galdrar? Jón rekur m.a. fyrirtækið Sögusmiðjuna
sem einbeitir sér að tengingu ferðaþjónustu, fræða og
menningarstofnana, er hugmyndasmiðurinn á bak við
Galdrasýningu á Ströndum, rekur gistihús á Kirkju-
bóli við Steingrímsljörð með konu sinni,
stjórnar Upplýsingamiðstöð ferðamála á
Hólmavík, setti upp og stjórnar Sauðfjársetri á
Ströndum þar sem ferðafólki er kynntur sauð-
fjárbúskapur Strandamanna og margt fleira.
Það er ekki laust við að læðist að manni grunur
um að hann njóti aðstoðar huldra heima við
verk sín en sjálfur þvertekur Jón fyrir það og
segist vera ósköp venjulegur en hins vegar hafa
gaman af því að sinna ýmsum verkefnum.
,Ástæða þess að við hjónin fluttum norður á
Strandir árið 2000 er fyrst og fremst sú að okkur
leist ekki á það að fara að senda börnin okkar í skóla
með yfir þúsund börnum í,“ segir Jón og kona hans
tekur undir það. „Við bjuggum í Reykjavík og eigum
fjögur börn. Eg er ættaður af Ströndum og við
þekktum vel til á Hólmavík þar sem við vissum að væri
gott umhverfi og góður skóli sem skiptir miklu. Það er
líka mikilvægt að börnin alist upp við að hver einstak-
lingur fái að njóta sín og skipti máli í samfélaginu. Það
er stórkostlegt að hafa möguleika á að ala börn upp
hérna og möguleikar til starfa eru óteljandi, þeir tak-
markast bara af hugmyndaflugi viðkomandi.“
Viðtökur framar vonum Á meðan Jón var enn í
þjóðfræðinámi í Háskóla Islands átti hann frum-
kvæði að verkefni þar sem greind var söguleg sér-
staða Strandasýslu og búin til stefna í ferðaþjónustu-
málum samkvæmt henni. „Þetta var árið 1995 og
galdrasýning á Ströndum
var ein hugmyndin sem kom
upp í þessari vinnu. Sýningin
var svo opnuð árið 2000 eftir
góðan undirbúning sem
bæði var fræðilegur og fag-
legur þar sem mikil vinna
hafði verið lögð í að hugsa út
hvernig hægt væri að ná
sem best til ferðafólks.
Einnig var lagt upp úr því
hvernig verkefnið getur haft
Jón Jónsson
þjóðfræðingur og
ferðaþjónustubóndi
á Kirkjubóli við
Steingrímsíjörð á
Ströndum var út-
nefndur fyrsti
ferðafrömuður
ársins hjá Heimi.
39